Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Page 12

Stúdentablaðið - 05.10.1928, Page 12
10 STÚDENTABLAÐ 1928 0 I ' ’ ’ ' « \ \ MRASTUDENTUM - - Stúdentamótið á Mensa. í sumar voru hjer á ferð 16 stúdentar frá háskólunum í G-lasgow og St. Andrews. Voru þeir knattspyrnumenn úr „The Glasgow Uni- versity Athletic Club“, og keptu þeir við knattspyrnufélögin hjer í bænum, en á með- an þeir dvöldu hjer, notaði Stúdentaráðið tækifærið til þess að stofna til stúdentamóts, þó í smáum stíl. Var mótið haldið á „Mensa academica“ kvöldið 16. júlí s. 1. og sátu það um 80 stúdentar. Auk Skotanna bauð Stúd- entaráðið 4 öðrum erlendum stúdentum, sem þá voru staddir í bænum, á mótið, en heið- ursgestur var séra Sigurður Gunnarsson præp. hon. — Voru margar ræður fluttar, af íslend- inga hálfu töluðu þeir Þorgrímur Sigurðsson stud. theol., Guðni Jónsson stud, mag., Tómas Guðmundsson cand. jur. og Lárus Sigurbjörns- son. Flutti Guðni skemtilegt erindi um stúd- entalífið hjer í bænum og Háskólann. Af hálfu gestanna töluðu þeir K. Mac Donald fararstjóri Skotanna, G. Nicholson aðstoðar- prestur og Arnold Nordling docent við Há- skólann í Helsingfors. Var mikið um söng og gleðskap um kvöldið, söngnum stýrðu þeir til skiftis Olafur Þorgrímsson cand. jur. og síra Nicholson. Söngbók stúdenta. „Fjelag ísl. stúdenta í Höfn“ hefur að sögn skipað nefnd til þess að útbúa útgáfu „Söng- bókar stúdentau að nýju. Er þetta hið mesta nauðsynjamál, því gamla útgáfan af söngbók- inni, sem „Stúdentafjelag Reykjavíkuru gaf út, er löngu uppseld og ófáanleg. Heppileg- ast væri, að öll stúdentafjelögin gætu unnið að þessu verki í sameiningu, en þökk sje Hafnarstúdentum fyrir að þeir riðu á vaðið. 5IGURJÓN QUDJÓN5SON FRÁ VflTNSDflL. Að skilnaði. 5tundin er liðin, lestin á förum, skilnaðarkossinn brennur á vörum. \?angarnir Ijósu vökna af tárum, hjarta þitt titrar af hamingjusárum. \?alborg, jeg sje hversu varirnar titra, elskunnar perlur í augum þjer glitra. Þú veifar hvítu hendinni þinni — í sótugri lest er jeg lokaður inni. Og vegurinn liggur langt frá þjer. Hitti’ eg þig aftur? — guð hjálpi mjer. Þökk fyrir armlögin, ylinn og kossinn, Þú hverfur í skóginn með skilnaðarkrossinn. 30/5 '28. íþróttamót stúdenta í Kiel. Þýskir stúdentar höfðu boðað til íþrótta- móts fyrir norræna og norður-þýska stúdenta í Kiel í vor, en mótið fórst fyrir. Hafa þeir nú ákveðið að stofna til mótsins að vori og hefur „íþróttafjelagi stúdentau hjer borist boð til mótsins fyrir flokk glímumanna. Mun fje- lagið ætla að æfa flokk í vetur með það fyrir augum, að geta tekið boðinu í vor. Frjettir af ísl. stúdentum erlendis. Ritstjórn blaðsins hefur beðið þá ísl. stúd- enta, sem utan fara til náms við erlenda há- skóla, að senda sjer frjettagreinar við og við um stúdentalífið í háskólabæjunum. Hefur blaðið farið þess á leit við Hafnarstúdenta, að þeir kjósi ritnefnd, er annast skuli sjer- staka síðu í blaðinu. „Fjelag ísl. stúdenta í Kaupmannahöfnu er stærsta íslenska stúdenta- fjelagið ytra, og væri æskilegt, að samvinn- an milli þess og stúdentafjelaganna hjer heima

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.