Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 3
2 STÚDENTABLAÐ STÚDENTABLAÐ 3 Jósafat og Jósefína Ævintýri utanbœjarstúdenta í Háskóla Islands Ýmiss konar félagslegt liðsinni er vitaskuld mikilvægt til að stuðla að gengi i námi. Skortur á marg- vislegum félagslegum aðbúnaði á óefað sinn þátt í vanhöldum hér við háskólann, svo sem skortur á ibúðarhúsnæði og hæfilegri lestrar- aðstöðu. Vil ég hér minnast á eitt atriði, og er þó af mlklu að taka. Mikilvægt gæti reynzt, ef unnt væri að selja mat hér á matsölum stúdenta við mnn vægara verði en nú er gert. Er ástæða til að ætla, að verr sé gert til stúdenta en menntaskólanema, þar sem mötu- neyti eru, og er það miður. (Ármann Snævarr fráfarandi háskólarektor — Mennt er máttur). . . . það er nú orðið ærið þröngt að fá sér mat úti á Garði. Mér íinnst ákaflega eðlilegt, að stúd- entar fái nákvæmlega sömu að- stöðu og starfsmenn í Amarhvoli, að geta keypt „niðurgreiddan" mat. Þetta er beint hagsmunamál stúdenta, óbeinn styrkur. (Magnús Már Lárusson nýkjörinn háskólarektor (Vettvangur SlSE og SHl). Til þess að glöggva sig á félags- legri og námslegri aðstöðu stúd- enta við háskólann er fróðlegt að fylgjast með stúdent utan af landi, sem kemur í skólann I fyrsta sinn. Við getum kallað hann Jósafat dreifbýlismann. Jósafat kemur í skólann haust- ið 1968. Hann er kvæntur stúd- fnu. Hann vill þvf fá að búa á hjónagarði — þ. e. stúdentagarði fyrir stúdenta í hjúskap. En hann finnur engan slíkan stúdentagarð við þjóðskóla Islendinga. — Þá ætla þau hjónin að gera sér að góðu að búa sitt í hvoru lagi á öðrum hvorum gamla stúdenta- garðinum fyrst um sinn, en þeir voru reistir á kreppuárum og stríðsárum. En þar er enga úr- lausn að fá, því að við það hús- næði hefur engu verið aukið s.l. aldarfjórðung, þrátt fyrir betri þjóðarhag og stúdentafjöldinn hafi meira en fjórfaldazt. Jósafat er ekki svo heppinn að vera með- al þeirra 8% stúdenta, sem hús- næði fá á stúdentagörðunum. Hann tilheyrir hinum 92%. Þess vegna verður hann að útvega sér leiguhúsnæði úti í bæ og borga helminginn af sumarkaupinu sínu upp í húsaleigu fyrirfram. Jósef- ína, konan hans, verður að hætta við allar hugmyndir um háskóla- nám að sinni og fara að vinna úti, svo að Jósafat geti stundað nám- ið. Fyrsta kvöldið ætla Jósafat og Jósefína að borða í mötuneyti stúdenta. Þau finna gamlan, kald- an og óvistlegan íþróttasal niðri I kjallara annars stúdentagarðsins, sem nú er notaður sem matsalur, og þar er matur afgreiddur i fyrr- verandi sturtuklefum. 1 sturtu- klefana er hann borinn úr lítilli eldhúskytru annars staðar í kjall- aranum. Jósafat og Jósefína borða þegjandi. Jósafat er áhugasamur og dug- legur námsmaður og er innritað- ur í læknisfræði. Fullur áhuga og eftirvæntingar fer hann í fyrsta tlmann, en því miður er stofan yfirfull, svo að Jósafat verður að standa. Þó er þetta víst stærsta stofan í skólanum. 1 frímínútum ætlar Jósafat að fá sér kaffi í Jcaffistofu stúdenta niðri I kjall- ara. En stofan er svo litil og bið- röðin svo löng, að frímínúturnar líða áður en Jósafat kemst að. Þegar Jósafat ætlar að fara að kaupa sér bækur, er honum vísað á litla kompu í kjallara Háskól- ans. Það er bókasala stúdenta. Þar hylja bækur alla veggl og bókakassar gólfflötinn. Þegar af- greiðslustúlkan hefur staðið á haus ofan I nokkrum bókakössum, fær Jósafat bækur sínar — og fyrir ótrúlega lágt verð miðað við aðstæður. Daginn eftir ætlar Jósafat að glugga í fræðibækur á háskóla- bókasafninu. Sér til mikillar undr- unar kemst hann að því, að starfs- lið þessa bókasafns er einungis 2 HÁSKÓLINN OG Það er haft eftir Sverri konungi, að honum haíi þótt lygisögur skemmtilegastar. Það hljómar eins og lygisaga, að Islenzk stjórnvöld skuli ekki telja sér skylt að standa straum aí byggingarkostnaði Há- skðlans og varpa allri ábyrgð á hendur Happdrætti Háskólans. Um leið og ríkisvaldið felur duttlung- um happdrættiskaupenda bygging- armál æðstu menntastofnunar þjóð- arinnar, sér það sér leik á borði að hirða 20% af hreinum tekjum happdrættisins. (Próf. Bjami Guðnason - Samvinnan 1969). Hvemig má það vera, að stærsta vandamál Háskóla íslands nú er húsnæðisskortur? Þeirri spum- ingu er auðsvarað: 1 aldarfjórð- ung hafa við H.l. aðeins risið tvær byggingar, sem ætlaðar em til kennslu og rannsókna, þ.e. Raun- visindastofnunin og Ámagarður, sem er reyndar enn í smíðum. Á sama tfma hefur fjöldi stúdenta við H.l. fjórfaldast. Hér hefur þvf átt sér stað vítaverð stöðmm. Með lögum um Happdrætti há- skólans var stigið stórt skref til að tryggja f jármagn til bygginga- bókaverðir og 1 afgreiðslustúlka. Þrátt fyrir það fær hann á end- anum bókina sem hann vantar. En þegar hann kemur I lestrar- salinn, er þar ekkert sæti að fá, enda varla von að rúmlega 30 sæti nægi 1300 stúdentum auk annarra, er þetta safn þurfa að nota. Þegar Jósafat ætlar síðar um daglnn að fara að lesa námsbæk- ur sinar á hátíðasal háskólans, sem notaður er sem lestrarsalur fyrir stúdenta, er þar ekkert sæti að fá. Jósafat er nefnilega einn af þeim 500 stúdentum, sem vilja lesa á lestrarsölum í Háskólan- um, en eiga þess engan kost sakir rúmleysis. Og Jósafat fer heim. Um kvöldið ætlar Jósafat á bók- menntakynningu hjá stúdenta- félaginu. Hún fer þá fram úti I bæ. Þegar Jósafat fer að spyrjast HAPPDRÆTHD framkvæmda við háskólann. 1 happdrættislögunum segir m. a.: ....skal ágóðanum varið til þess að reisa hús handa Háskól- anum, enda greiði leyfishafi I ríkissjóð 20% af nettóársarði í einkaleyfisgjald." Var þvl þegar í byrjun klipinn fimmtungur af ágóðanum I ríkissjóð og var þó ekki úr miklu að moða fyrir til að kosta fjárfrekar framkvæmdir. Enginn vafi leikur samt á því, að happdrættið hefur gert háskólan- um ómetanlegt gagn, og nægir þar að nefna háskólabygging- una, Atvinnudeildina, Raunvís- indastofnunina, Iþróttahús há- skólans og nú síðast byggingu Ámagarðs. Fáum blandast hugur um, að sá tími er liðinn, að happdrættið eitt megni að standa undir kostn- aði við nauðsynlegar bygginga- framkvæmdir fyrir háskólann. Ekki bætir úr skák, að happ- drættinu er auk þess ætlað að standa straum af kostnaði við við- gerðir og endurnýjun þess húsa- kosts, sem fyrir hendi er. Margt veldur því, að happdrættishagn- aðurinn hrekkur skammt nú orð- fyrir um, hverju þetta sæti, er honum sagt, að stúdentafélagið, stúdentaráð og deildarfélögin háskólanum verði oftast að halda sína fundi og ráðstefnur úti I bæ, þar sem ekkert húsnæði sé til slíkrar starfsemi I þjóðskóla Is- lendinga. Jósafat er dálítið hissa og von- svikinn yfir þessu öllu saman. Hann man nefnilega ekki betur en pabbi hans hafi sagt honum, að þegar hann var að útskrifast úr Háskólanum fyrir 20 árum, hafi stúdentar verið famir að ræða um nauðsyn stúdentaheimilis. Þar ættl m. a. að vera mötuneyti, kaffistofa, bóksala og aðstaða til menningarlegrar félagsstarfsemi. Þörfin hefur í 20 ár verið aug- ljós og brýn, en samt bólar ekk- ert á þessu húsnæði. En Jósafat er þó bjartsýnn. Hann treystir því nefnilega, að almenningur í land- inu sjái og skilji, hverja nauð- syn ber til úrbóta I þjóðskóla Is- lendinga og knýi á I þeim efnum, þótt ráðamenn hafi tvlstigið i 20 ár og upp I aldarfjórðung I þeim málum. ið. Ber fyrst að nefna stórhækk- aðan byggingarkostnað og slfellt aukinn stúdentafjölda auk þess sem öll tæki til rannsókna og kennslu kosta stórfé. Fyrirsjáan- legt er, að nauðsyniegar bygg- ingaframkvœmdir munu kosta hundruð milljóna króna, en ágóði af happdrœttinu er innan við tuttugu milljónir á ári. Sést þá glöggt, hve stórt bil er óbrúað. Ef til vill er ástandinu nú í hús- næðismálunum bezt lýst með oröum Ólafs Rósenkranz fyrrver- andi háskólaritara, þegar skólinn var til húsa í Alþingishúsinu: „Þar er ekki rúm fyrir eldspýtu- stokk." Yfirvöld hafa um áraraðir vað- ið I þeirri villu að veita ekki fé úr ríkissjóði til byggingafram- framkvæmda háskólans! Aug- Ijóst er, að eigi verður snúið frá þessari villu án hjálpar almenn- ingsálitsins. Það er fólkið í land- inu, sem eitt getur séð svo um að Háskóla Islands, æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar, verði tryggt nægilegt fjármagn til að ráðast nú þegar I þær framkvæmdir, er ráðið geta bót á þeim erfiðleik- um, sem við er að etja. Þá fyrst er von til þess, að Háskóli Islands sé fær um að rækja hlutverk sitt í þágu þjóðarinnar. stúdenta ^►blad TJtgefandi: Stúdentafélag Háskóla ís- lands í samvinnu við Stúdentaráð Háskóla Islands og- Samband ís- lenzlcra stúdenta erlendis. Bitstjóri og ábyrgðarmaSur: Stefán Skarphéðinsson stud. jur. Framkvœmdanef nd: Friðrik Sophusson stud. jur. (S.H.I.), Gylfi Isaksson verkfr. (S.I.S.E.), Ólafur Thóroddsen stud. jur. (S.F.H.f.), Viihj. Þ. Vilhjálmsson stud. jur. (S.F.H.Í.). Auk framkvæmdanefndar skrifuðu £ blaðið: Allan V. Magnússon stud. jur. Guðjón Magnússon stud. med. Helgi Sk. Kjartansson stud. philol. Högni Óskarsson stud. med, Höskuldur Þráinsson stud. philol. Dpplag: 46.000 eintök. Frentun: Steindórsprent h.f. „Hlutverk há- skóla nú á tím- um er tvfþætt. I fyrsta lagi ber þeim að efla menntun með kennslu og auka þekkingu með rannsóknum. 1 öðru lagi eiga þeir að veita þjóðarbúskapnum þjónustu með því að vera tengi- liður menntunar og atvinnulifs. Þetta síðara atriði er hvarvetna orðið mjög veigamikið vegna stðr- aukinnar notkunar fræðilegrar þekkingar í atvinnulífinu, en Há- skóli Islands hefur hingað til gef- ið þvi mjög Utinn gaum.“ (Dr. Halldór Elíasson — Vettvangur SÍSE og SHÍ). IIHillHllllHtiMIIIHlllHllllHillHllimilHIIIHIIlll BÍIIIIHIIIIHIIIlHIIIIBIIIIBIIIIBililHllllHilllHIIIIBIIIIBIIIII I»œr raddir heyrast oft, að við ís- lendingar séum svo lítil þjóð, að við getum og eigum ekki að stunda grund- vallarrannsóknir, en sælcja nauðsyn- lega þekkingu einvörðungu til annarra. Dæmið um Karaltúlpestirnar sannar hið gagnstæða. Svo lítið var vitað um þessa sjúkdóma crlendis, að til er- lendra vísindamanna var lítið að sækja í þeim efnum. I>að urðu því íslcnzkir vísindamenn með þekkingu og skiln- ing á íslenzkum að- stæðum, sem öfluðu þeirrar vitneskju, sem gagnleg hefur reynzt í baráttu við þessa kvilla. Þetta framlag kemur ekki aðeins íslendingum að gagni heldur og öðrum þjóðum, sem eiga við svipuð vandamál að stríða. (Guömundur Pétursson, læknir — Mennt er máttur). . Ég tel ennfremur, að skilningur þjóð- arinnar á gildi háskólamenntun- ar hafi ekki verið nægur og mörg- um þeim, sem lokið hafa há- skólanámi, gieymist harla fljótt að því loknu, að það hafi orðið þeim eitthvert vegamesti i lífinu. Sökin er líka okkar kennaranna og ykkar stúdentanna. Ég dreg í efa, að við höfum gert nóg tii þess að vekja traust fólksins í landinu á því, sem við fáumst við. Við verð- um því að kappkosta að bindast því og atvinnuvegunum traustari böndum.“ (Próf. Guðlaugur Þorvaldsson — viðtal I Vettvangi). IIIÍH1IIIHIIIHIIIIHI!IH!!I«!IIH1II!HI1IIH!!IHH>IB!!1H 3743 !J IIIIHIIIIHillliailllHIIIHIIIlBailllHIIMIIIIBIIIHIIIIHIIIH Þ6 að starfssvið Jtaunvísindastofnun- orinnar sé undirstöðurannsólmir, hef- ur starfsemi hennar og undanfara hennar, Eðlisfræðistofnunar Háskóians, haft og hefur enn beina eða óbeina hagnýta þýðingu. Nægir þar að minna á grunnvatnsrannsóknir og rannsókn- ir á ncðanjarðar- rennsli heits vatns. Þessar rannsóknir eru nú mikil stoð fyrir starfsemi Orkustofnunarinn- ar. Vert er að hafa f huga í þessu sam- bandi, að verkefni þetta hefði líklega ekki verið tekið upp hér, ef ekki hefði verið til há- skólastofnun, Eðlisfræðistofnunin, með því frelsi í verkefnavali, sem er ein- kenni háskólastofnana. (Próf. Magnús Magnússon — Mennt er máttur). TALA STUDENTA ÞREFALDAST A NÆSTU 12 ARUM (samkv. töflu menntamálaáætlunar,. gerðri af Sigurði Þorkelssyni og Oddi Benediktssyni) 1498 1950 1960 1970 1980 Á slðastliðnum 25 árum hefur tala stúdenta við H.l. rúm- lega þrefaldazt. Fjölgun stúdenta er hins vegar svo ör að innan 12 ára munu stúdentar við H.l. vera orðnir þrefalt fleiri en nú er. Ef hugað er að þvf, að nú þegar er ekki fulinægjandi hús- næði fyrir þá, sem em í skólanum, er augljóst að við há- skólanum blasir stórkostlegt vandamál. Við núverandi skilyrði er útUokað, að H.l. geti tekið við öllum þeim, sem ljúka stúdentsprófi næstu árin. Veldur þvi skortur á húsnæði og kennurum. Þar við bætist svo, að flestar deildir eru nú yfirfullar og ekki tryggt, að alUr þeir, sem innritast f hinar ýmsu deUdir háskólans næstu árin, geti verið vissir um starf í grein sinni að loknu námi. Ef þjóðin vill tryggja þegnum slnum skUyrði tU þess að auka menntun sína, verður þegar í stað að hef jast handa um áframhaldandi uppbyggingu háskólans. Það er nauðsyn að auka húsrými skólans. Það er óhjákvæmUegt að fjölga kennslugreinum og taka upp nýjar námsleiðir. Ef þetta verð- ur ekki gert, getur háskólinn ekki veitt þeim, sem ijúka stúdentsprófi á næstu árum, þá menntun, sem þjóðinni er skylt að sjá þeim fyrir, vUji hún halda menningarlegu og efnahagslegu sjálfstæði sínu. 30% íslenzkra stúdenta við nám erlendis Islenzkir stúdentar stunda nám I u. þ. b. 25 löndum. Myndin sýnir fyrirlestur I bandarískum háskóla. Samkv. upplýsingum frá Gjald- eyrisdeUd bankanna eru nú um 550 islenzkir háskólastúdentar við nám erlendis, þ.e. um 30% há- skólanema. lsland hefur að þessu Ieyti aigera sérstöðu meðal Evr- ópuþjóða. Norðmenn og Grikkir komast næst þessu. 1967 voru t.d. um 17% norskra háskólastúdenta við nám utanlands. Þetta hlutfall, 30%, hefur hald- izt nokkuð svipað undanfarin ár, en mun hafa verið eitthvað hærra 1960—1962, um 35%. Hér eru kandidatar í framhaldsnámi með- taldir, en þeir eru liðlega 100, flestir læknar. Hinir skiptast á 22—23 þjóðlönd og yfir 30 náms- greinar eftir því sem næst verður komizt. Af þeim eru rúmlega 100 í verkfræði, flestir, sem hafa lok- ið fyrrihlutaprófi við H. 1., 50 í húsagerðarlist, 50 I eðlis- og efna- fræði, 60—70 I tungumálum, 25— 30 I sálar- og uppeldisfræði, 20 í félagsfræði og stjórnvísindum, en aðeins 7 I fiski- og haffræði. Fyrrihlutanám í nýjum námsgreinum við H.l. ? 1 ljós kemur, að flestir íslend- ingar, sem nám stunda við erlend- an háskóla, lesa greinar, sem ekki eru á námsskrá H.I., eða eru ein- ungis kenndar þar að fyrrihluta- prófi. Það er í sjálfu sér eðlilegt, að jafnfámenn þjóð og Islendingar geti ekki haldið uppi háskóla- kennslu I öllum greinum, þar kemur til mikill kostnaður við tæki og rekstur, skortur á sér- hæfðu kennaraliði og fæð nem- enda í mörgum greinum. Þó virð- ist ekki óeðlilegt og mun raunar I undirbúningi, að tekið verði Um spekilekann Naumast verður svo rætt um framhaldsmenntun á Islandi, að ekki sé minnzt á eitt helzta vanda- mál, sem henni er tengt, búsetu íslenzkra menntamanna erlendis, eða landflótta menntamanna, eins og stundum er sagt. Þetta fyrir- bæri er óumdeilanlega hið mesta alvörumál og líklegt til að fær- ast í vöxt á næstu árum, ef ekki verður við spornað. Orsakir vandans eru margar, og á sumum þeirra verður naum- ast ráðin bót. Svo er um misjöfn launakjör. Efnahagur sumra þjóða stendur undir hærri launum en okkar, og eins tiðkast víða launamunur sérhæfðs starfsliðs og almenns meiri en okkur Islend- ingum þykir hæfa. En það ér miklu fleira en launa- munur, sem stuðlar að því, að íslenzkir menntamenn setjist að erlendis. Við viljum nefna þrennt, sem mætti ráða nokkra bót á. Eltt er það, hve áralöng náms- dvöl erlendis losar um tengsl manna við heimalandið og kem- ur I veg fyrir að menn kynnist því, sem hér er að gerast í sér- grein þeirra. Ur þessu mætti draga með þvl að gefa sem flest- um kost á menntun hér heima, a. m. k. að nokkru leyti. önnur orsök landflóttans er sú, að menn ráðist til náms I greinum, sem reynast svo enga atvinnu- möguleika bjóða á Islandi. Sýni- lega þarf að beina mönnum að þvl námi, sem þjóðin hefur gagn af, en það verður bezt gert með því að taka hér upp kennslu í slík- fyrstu upp fyrrihlutanám í nýjum námsgreinum við H. I., en seinni- hlutanám verði stundað við er- lenda háskóla. Það styttir þann tíma, sem námsmenn dveljast fjarri ættjörð sinni og þjóð og heimturnar yrðu að öllum líkind- um mun betri. Þegar af þessu verður, yrði óhjákvæmilegt að semja við erlenda háskóla um að taka við þeim ísl. stúdentum, sem hafa fyrrihlutapróf héðan. Verður innritun í erlenda háskóia erfiðari í framtíðinni? 1 þessu sambandi er skylt að minna á, að aðsókn að erlendum háskólum hefur aukizt gifurlega á síðustu árum og þvi sennilegt, að erfiðar verði I framtíðinni að vista Isl. stúdenta þar og gildir það raunar um alla erlenda stúd- enta. Háskólamenntun er dýr og því verður framlag grannþjóða okkar við menntun Isl. námsmanna seint fullþakkað, en benda má á, að í ýmsum greinum er aðsóknin svo mikil, að fyrir hvern erlendan stúdent, sem inngöngu fær, verð- ur þarlendur frá að hverfa. Við H. 1. eru nú um 60 erlend- ir stúdentar flestir I Islenzku eða bókmenntum. Ófyrirsjáanlegar af- leiðingar getur það haft, ef er- lendum stúdentum verður meinað að hefja nám við H. 1., eins og gerðist á slðasta ári í læknis- fræði. Við verðum að sýna lit, þó ekki sé nema á táknrænan hátt. Eðlilegt og nauðsynlegt, að nokkur hluti íslenzkra stúdenta sæki nám erlendis. Þótt stefnt verði markvisst að þvl að auka kennslu og fjölga námsgreinum við H. I. á kom- andi árum, mun háskólanám er- lendis gegna áfram mikilvægu hlutverki I æðri menntun lands- manna. Við byggjum jú afskekkt eyland og búum þvi við meiri einangrunarhættu en aðrar þjóðir allflestar. Við verðum að kynn- ast og tileinka okkur ýmislegt af því, sem bezt er með nágrönnum okkar, en keppa þó jafnframt að þvl að veita flestum þeim náms- mönnum, sem sigla, mun betri undirbúningsmenntun, bæði al- menna og þó einkum i þeirri grein, sem þeir ætla að stunda erlendis. um greinum, því að flestir vilja fremur læra heima, eigi þeir kost á námi við sitt hæfi. Loks skal nefna þá orsök vand- ans, að í vissar greinar sækir meiri fjöldi manna en starf er fyrir á Islandi. Reynt er að hamla gegn þessu með sérstökum inn- tökuskilyrðum í viðkomandi deild- ir, en það gerir þetta nám enn eftirsóknarverðara I augum manna. Ákjósanlegust lausn væri að dreifa þeim fjölda, sem nú sæk- ir I verkfræði, læknisfræði og lögfræði, með því að bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir við há- skólann hér. Hér hefur verið reynt að benda á leiðir til að draga úr landflótta menntamanna. En raunar er það allt sama leiðin, efling Háskóla Islands. Þannig mætti I senn dreifa þorra námsmanna á fleiri greinar en nú er, beina þeim að því námi, sem þjóðinni er gagn- legt og halda þeim í tengslum við ísland, íslenzkar aðstæður og íslenzk verkefni, en allt þetta mundi stuðla að því, að starfs- kraftar þeirra nýttust sjálfum þeim og þjóðinni. „Oft heyrist þess getið, að Is- lenzka þjóð skorti bolmagn til að halda uppi ■vísindastarfsemi. Raunarer vanda- málið oftast sett fram á rangan hátt. Nær væri að spyrja, hvort íslenzk þjóð hafi ráð á að vanrækja vísindastarf- semi - hvort hún hafi efni á að láta ónotaða starfskrafta ýmissa vísindalega vel menntaðra manna sinna. Nýlegar rannsóknir sýna, að 60-90% af aukningu á þjóð- artekjum í hinum háþróuðu iðn- aöarlöndum eigi rót sína að rekja til bættrar tækni, verklegra fram- fara og aukinnar hagræðingar I rekstri, en um öll þessi efni hefir vísindastarfsemi vísað veginn." (Ármann Snævarr háskólarektor — 1. des. 1964). „Það er þörf á auknum náms- möguleikum bæði I raunvísindum og hugvísindum. En það væri stór- tjón að því, ef mönnum væri ekki kleift að komast úr landi til framhaldsnáms, jafnvel í grein- um, sem kenndar eru til kandí- datsprófs hér, vegna þess að einn góður maður, sem hefur stundað sitt nám í þessari fræðigrein er- lendis, hann getur lagt eitthvað glænýtt til málanna.“ (Magnús Már Lárusson nýkjörinn rektor — viðtal í Vettvangi). „Hálfrar aldar reynslutími Is- lands sem full- valda ríkis hefur um leið verið reynslutími fyrir eitt hið helzta af óskabörnum þess, háskólann. Hið lofsverða fram- tak, sem stofnun skólans var tví- mælalaust á sínum tíma, er ef- laust ávöxtur þeirra frjálsræðis- og sjálfstæðishugmynda, sem svo mjög voru áberandi á fyrstu ár- um aldarinnar og leiddu tii að- skilnaðar við Dani og lýðveldis- stofnunar. Hátt var stefnt í fyrstu, svo sem efni stóðu til. En reynslutíminn er háskóianum mun óhagstæðari en hinu nýfrjálsa, fullvalda ríki. Skilningur alls al- mennings og ráðamanna á hlut- verki og þörfum þessarar stofn- unar hefur einatt verið næsta tak- markaður.“ (Ólafur G. GuSmundsson, form. SFHl — 1. des. 1968). „Ályktun mín verður í örfáum orðum sú, að á lslandi sé það eðlilegt og nauð- synlegt, að nokk- ur hluti æsltunn- ar afli sér mennt- unar erlendis. En ágæti erlendra menntastofnana má aidrei verða átylla til kyrrstöðu heima fyrir. Oltkur ber nauðsyn til að efla a 11 a r greinar æðri mcnntunar hér heima á Islandi, og I þvi skyni má okkur ekki vaxa í aug- um kostnaðurinn. Það er óþarfi að ætla sér að stökkva heljar- stökk áfram f þessum efnum, en okkur ber að vinna af einbeitni og seiglu að settu marki. Mistak- ist oklcur verkið getum við aldrei talizt vera fullgild menningar- þjóð“. (Andri Isaksson, sálfræSingur).

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.