Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 2

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 2
Jón Guðni Kristjánsson. ÍSLAND ÚR NATO - HERINN BURT Ræða flutt á kosningafundi í Háskólabíói 20. október sl. Þegar alþingi samþykkti að- ild Islands að NATO 30. marz 1949, voru íslendingar fullviss- aðir um, að hér yrði aldrei er- lendur her NÉ HERSTÖÐV- AR á friðartímum, enda tekur Atlantshafssáttmálinn af öll tvímæli um það. En tveim ár- um síðar steig bandarískur her á land í Keflavík, það voru ekki lengur friðartímar að dómi bandarískra og íslenzkra ráða- manna. Stríðið í Kóreu ógnaði öryggi íslands á einhvern yfir- skilvitlegan hátt, sem þeir ein- ir skilja, sem hugsa hnattrænt. Og alls staðar voru Rússarnir í bakgrunninum með horn og hala, reiðubúnir að leggja land- ið undir sig með pín og áþján. Þegar vinstri stjórnin fyrri sat að völdum vildi hernaðarsinn- um það happ til, að Rússar réðust inn í Ungverjaland, og hver maður hlaut að sjá, að það var aðeins um tímaspurs- mál að ræða, hvenær röðin kæmi að íslandi. Svo að her- inn sat. Síðan kom TékkósJó- vakía og ég rek ekki þessa sögu lengra; hún ætti að vera hverjum manni kunn. En NATO-sinnar á íslandi hafa mátt reyna það að undan- förnu, að það er erfitt að hafa tímann á móti sér, að svo sannferðug sem lygin var fyrir 25 árum, jafnaumkunnarverð er hún í dag. NATO var stofnað sem enn ein tilraun afturhaldsafla Evr- ópu til að frysta umsamin styrkleikahlutföll stórvelda álf- unnar; valdajafnvægir marg- fræga. Sú kennin að valdajafn- vægi stórvelda sé trygging fyr- ir friði í heiminum er búin að lifa lengi og með hana að leið- arljósi hafa mörg myrkraverk verið unnin. Það er í raun- inni átakanlegt að sterk öfl meðal 200 þúsund manna þjóðar, sem í ofanálag á í bar- áttu við erlent herveldi um yf- irráðarétt yfir auðlindum sín- um, skuli telja viðhald þessa jafnvægis mikilvægasta verk- efnið á sviði utanríkismála, svo gjörsamlega ósamrýman- legt sem það er sjálfsákvörð- unarrótti þjóða. Það var óneit- anlega gaman að heyra valda- jafnvægispostulan Benedikt Gröndal verða að játa það fyrir nokkru, að líklega mætti líta svo á, að brottför sovézka herliðsins frá Tékkóslóvakíu raskaði valdajafnvæginu. At- ferli Sovétríkjanna austantjalds er nefnilega auðskilið í ljósi valdajafnvægiskenningarinnar, og þeir sem áfellast þá í öðru orðinu en Iofsyngja valdajafn- vægið, komast í háðulega mót- sögn við sjálfa sig. Umhyggja sumra íslendinga fyrir því hernaðarbákni sem NATO er, er svo mikil, að yf- irgengur skilning venjulegra manna. Þegar brezki NATO- flotinn réðist inn á íslenzkt yf- irráðasvæði, varð Mogganum það fyrst fyrir að segja í leið- ara, að þótt landhelgismálið væri að sönnu mikilvægt, þá væru öryggis- og varnarmálin mikilvægari. Mogganum láðist þó að geta þess, hversu miklu hann vildi fórna af landhelg- inni til að fá að njóta áfram nærveru kanans. Og þegar Bretar sigldu með drápstæki sín út úr landhelginni, var Mogganum efst í huga: NATO hefur sannað gildi sitt, NATO hefur bjargað andlitinu , það hefur unnið landhelgismálið. Við höfum eignazt nýjan Jón Sigurðsson, Jósep Luns, fram- kvæmdastjóra. Ekki orð um efnahagslegar refsiaðgerðir sem við erum enn beittir, ekki orð um að á væntanlegri hafréttar- ráðstefnu munum við eiga í harðri baráttu við NATO-rík- in. Fyrir þá Islendinga sem á hinn bóginn kunna að draga nokkrar ályktanir af atburðum líðandi stundar, hafa undan- farnir mánuðir verið merkilegir tímar. Mönnum hefur t.d. mátt verða það ljóst, að verndun umhverfis er orðið eitt, þar til tekizt hefur að ná náttúruleg- um auðlindum undan valdi bákna eins og fjölþjóðlegum auðhringum og því hervaldi, sem er bakhjarl þeirra. Menn mega líka gera sér það ljóst, að landhelgisstríð Islendinga og Breta er aðeins fremur kurt- eisleg vasaútgáfa af stríðum, sem bandalagsþjóðir okkar heyja annars staðar í heimin- um, þótt forsendurnar séu þær sömu. Vinstri menn við H.I. krefj- ast þess, að íslendingar láti af þjónkun við hernaðarbákn vestrænna stórvelda. Þar hafa Framhald á bls. 15. Sveinn Rúnar Hauksson: Baráttan gegn heimsvaldastefnunni Ávarp flutl á kosningafundi í Háskólabíói 20. október sl. Nú er liðið eitt og hálft ár, síðan heildarsamtök stúdenta við H.I. mótuðu stefnu sína í utanríkismálum, gegn NATO og Bandaríkjaher á Islandi. Hér sem annars staðar varð árásarstríð Bandaríkjanna í Indókína til þess að opna augu fólks fyrir eðli bandarísku heimsvaldastefnunnar og þeirri hlið hennar, sem eru hernaðar- bandalög um allan heim og bandarískar herstöðvar, sem skipta þúsundum. Fólk hefur fengið að fylgjast með því hvernig Bandaríkin, og þá er ekki átt við bandaríska alþýðu heldur bandarísku heimsvaldasinnana með sam- spili hervalds og auðvalds, hafa frá Iokum síðari heimsstyrjald- arinnar skapað sér þá arðráns- stöðu gagnvart þriðja heimin- um, sem auðstéttin hefur hreykt sér í og jafnframt notað til að hygla þægum leppum sínum. Sú ljóta saga, hvernig hér- lend borgarastétt flækti Island inn í eitt þessara hernaðar- bandalaga og fékk í gegnum það erlendan her sér til bak- tryggingar verður ekki rakin nú. Þá sögu þyrfti hver maður að þekkja og setja hana um leið í samhengi við reynslu alþýðu annarra landa af heimsvalda- stefnunni og handbendum hennar. Þess má til dæmis minnast, að sama ár og Bandaríkjastjórn sveikst um að kalla heri sína burt af íslandi að heimsstyrjl öldinni síðari Iokinni, hófu nánir bandamenn hennar, frönsku nýlendusinnarnir árás- arstríð sitt gegn Alþýðulýðveld- inu Víet Nam, sem hafði verið stofnað árið áður eftir sigur Víetnama yfir Japönum. Frá þessu ári, árinu 1946, hefur verið háð í þessum tveim lönd- um ólík barátta, en jx') sama eðlis, barátta gegn heimsvalda- stefnunni og innlendum verk- færum og skjólstæðingum hennar. — í þann mund sem Víetnamar lögðu frönsku ný- lenduherina að velli (við Dien Bien Phu 1954), náðist hér heima víðtækari samstaða en oft áður gegn bandaríska NATO-hernum, sem m.a. leiddi til myndunar vinstri stjórnar 1956. Hún efndi ekki loforð sín um brottför hersins og féll 1958. Nú er aftur við völd svo- kölluð vinstri stjórn og hefur setið svipaðan tíma og hin fyrri, og á sömu loforðum. Þessi ríkisstjórn okkar hefur þrátt fyrir alit notið stuðnings alþýðu um land allt vegna þeirra vona sem bundnar hafa verið við framkvæmdir hennar í landhelgis- og herstöðvarmál- inu. En fólk lætur sér ekki nægja að sitja bara og vona. Eftir að Stúdentaráð hafði markað stefnu okkar gegn að- ild íslands að NATO og fyrir brottför Bandaríkjahers af ís- landi, urðu fleiri samtök náms- manna og æsku til þess að móta sömu stefnu gegn banda- rísku heimsvaldastefnunni hér á landi, um leið og þau lýsm yfir stuðningi við þjóðfrelsis- baráttu Víetnama, en um þess- ar mundir stóð einmitt yfir vor- sókn Frelsisherja víetnömsku alþýðunnar, sem knúði banda- rísku heimsvaldasinnana til al- varlegra samningaviðræðna og að lokum til friðarsamkomu- lags. Stuttu eftir samþykkt Stúd- entaráðs gerði Æskulýðssam- band Islands aðra slíka og nokkrum vikum síðar voru samtök hernámsandstæðinga stofnuð. Þau hafa frá upphafi lagt höfuðáherzlu á að veita ríkisstjórninni stuðning, eða öllu heldur þrýsting, til að efna heit sitt um brottför hersins á kjörtímabilinu. Víetnamnefndin’ á íslandi var svo stofnuð á hausti síðasta árs, en hún hefur tengt stuðn- ing við þjóðfrelsisbaráttu Víet- nama barátmnni gegn banda- ríska NATO-hernum á íslandi og fyrir úrsögn íslands úr Framhald á bls. 15. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.