Stúdentablaðið - 01.12.1973, Síða 5
Árni Hjartarson:
Ógnarlæti íhaldsmanna
Bægslagangur vegna væntanlegrar brottfarar hersins
Nú meðan yfir standa samn-
ingaviðræður við Bandaríkja-
menn um brottflutning hersins
af landinu, ganga íhaldsöflin
berserksgang í örvæntingaræði
vegna tilhugsunarinnar um her-
laust land.
Svo gengdarlaus hafa ofstæk-
isskrif Morgunblaðsmanna um
„varnir" Islands verið að und-
anförnu að gengur næst brjál-
æði. Nær daglega þeysa helstu
hernaðarsérfr-æðingar íhaldsins
út á ritvelli blaðsins með stríðs-
öskrum og vopnabraki og fylla
þar hverja síðuna af annarri af
herfræðilegu kjaftæði og öfug-
snúnum röksemdafærslum.
Efnt hefur verið til funda
um hermálið þar sem 'for-
kólfar Sjálfstæðisflokksins hafa
borið sömu herfræðisúpuna á
borð fyrir fólk, og ungir íhalds
menn hafa rokið til og stofn-
að umræðuhópa um þessi mál
og njóta þar leiðsagnar starfs-
krafta NATO.
Hver eru svo rök íhaldsins í
i Verðandi var stofnað vorið
| 1969 og nefndist þá Verðandi
L fólag vinstri sinnaðra stúd-
enta, en var 1 raun ekki ann-
að en kosningabandalag
þeirra stúdenta, sem ekki
fylgdu Sjálfstæðisflokknum
að málum. Félagið varð þó
i skjótt sjálfstæður pólitískur
( aðili ,sem beitti sér jafnt ut-
an Háskóians sem innan, en
forverar þess .deildir stjórn-
málaflokkanna, lognuðust út
af. Þróun félagsins fylgdi al-
mennri póliitískri þróun í
skólanum, og gerðist það að
um leið og stefna félagsins
varð vinstri sinnaðri, náði
það yfirtökunum í flestum
stofnunum stúdenta eftir
margra ára forræði andstæð-
ingsnis, Vöku. Þannig hafa
Verðandimenn ráðið Stúd-
entaráði síðastliðið eitt og
hálft ár og unnið í öllum
meiriháttar kosningum síð-
ustu tvö ár, t. d. kosningum
til fyrsta des. nefndar og til
Háskólaráðs.
hermálinu? Jú, það er fljót-
sagt: Allar byggjast röksemda-
færslurnar á örfáum og aðal-
lega þó tveimur grunnforsend-
um, sem þeir gefa sér, en eng-
ar líkur eru til að standist, eins
og margsinnis hefur verið sýnt
fram á.
1. meginforsenda: Rússarnir
koma um leið og kaninn slakar
hið minnsta á varðstöðu sinni
í Keflavík.
2. meginforsenda: Ef til
stríðs kemur, verða ekki notuð
kjarnorkuvopn
Þetta er grunnurinn. Þeir
nota nær aldrei önnur rök en
herfræðileg, og segir það sína
sögu að allur þeirra málflutn-
ingur skuli reistur á þessari
mannfjandsamlegu fræðigrein,
sem byggir á tortryggni, óvild
og hatri milli manna og þjóða.
Aldrei líta þeir á aðrar hliðar
málsins, svo sem þá mannlegu,
siðferðilegu, þjóðhagslegu,
þjóðernislegu o. s. frv.
Ognarlæti íhaldsins nú stafa
I samræmi við almenna
þróun innan félagsins, setti
Verðandi sér ný lög og stefnu-
skrá á þessu hausti. Var
nafni félagsins breytt í Verð-
andi — félag róttækna stúd-
enta ,og skorið úr um það,
að stefna félagsins byggði á
grunni marxismans, hins vís-
indalega sósíalisma. Athyglis-
vert er, að um leið og Verð-
andi tekur ótvíræðari vinstri
stefnu en fyrr og ákveðnari
afstöðu með hagsmunum ör-
eigastéttarinnar, höfðar Vaka
stöðugt meir til hægfara stúd-
enta og „ópólitískra" og get-
ur alls ekki lengur talist úti-
bú Heimdallar í Háskólanum,
þótt öll forysta félagsins sé í
höndum íhaldsstúdenta. Þrátt
fyrir þessa tilfærslu á landa-
bréfi stjórnmálanna hefur
meirihluti Verðandi haldist,
og má raunar fullyrða að
aldrei hafi hann verið eins
traustur og nú. Veldur þar
mestu gjörbreyting á pólitísk-
um skoðunum og þjóðfélags-
þó alls ekki af því að þeir séu
á nokkurn hátt hræddir um að
við séum að rífa okkur lausa
úr hernaðarmaskínu Banda-
ríkjanna eða hrófla við NATO-
samningunum. Slíkt er því mið-
ur alls ekki til umræðu í samn-
ingaviðræðunum við kanann.
Nei, það er óttinn við að missa
frá sér hina einkennisbúnu her-
menn og vígvélar þeirra, sem
móðursýkinni veldur, því ef
slíkt gerist kemur Rússinn vað-
andi og tekur Island skv. 1.
meginforsendu.
Og þegar landið er fallið í
hendur kommúnista hrynur
hinn vestræni heimur og
menning hans eins og spila-
borg. Því þegar Island er fallið,
liggur auðvitað ljóst fyrir að
Noregur fer næst og öll Norð-
urlönd. Síðan flæðir óvígur
rússneskur her vestur yfir alla
Evrópu. Ameríkanar fá ekkert
að gert, því þeir komast ekki
yfir hafið eftir missi Islands.
Auk þess munu þeir eiga nóg
vitund stúdenta (sem og ann- t
arra námsmanna) sem með- ;
al annars speglast í því, að ;
fyrir nokkrum árum var sam- J
þykkt á stúdentafundi stuðn- J
ingsyfirlýsing með NATO,
með á annað hundrað at-
kvæðum gegn örfáum. Nú
samþykkja hins vegar geysi-
fjölmennar kosningar að til-
einka 1. des., baráttudag
stúdenta, málefninu Island úr ;
NATO — herinn burt. ;
Verðandi hefur beitt sér /
fyrir margvíslegu pólitísku )
starfi ,m. a. hefur félagið J
haft frumkvæði í baráttunni ;
hérlendis gegn heimsvalda- '
stefnu Bandaríkjanna í Víet-
nam og beitti sér fyrir stofn-
un Víetnamnefndar á Islandi
fyrir rúmu ári. Félagið hefur
átt aðild að starfsemi her-
stöðvaandstæðinga, auk þess
að hafa beitt sér fyrir því,
að stúdentar hafa helgað 1.
des. því máli þrisvar í röð.
Er þá ótalíð starf félagsins
innan Háskólans, fundahöld,
leshringir o. fl. og þátttaka
í fjölmörgum aðgerðum utan
skólans vegna innanlands- og
alþjóðamála. Síðast en ekki
síst ber að nefna starf Verð-
andimanna sem hafa leitt
hagsmunabaráttu stúdenta í
Stúdentaráði og Háskólaráði,
rekið hana af áður ójækktum
krafti og lyft á hærra stig
hagsmunabaráttu og þjóðfé-
lagslegum afskiptum stúd-
entá.
með sjálfa sig því rússneskir
kafbátar munu komast óáreittir
fram hjá landinu, upp allar ár
og læki Ameríku og sprengja
allt í klessu.
Þarna er Dómínókenningin
fræga endurborin hér uppi á
Islandi.
Upphaflega var sú kenning
notuð til að réttlæta Vétnam-
stríðið og þá var röksemda-
færslan sú, að ef Vétnam félli,
færu Laos og Kambódía sömu
leið, svo Japan og Formósa, þá
Hawaí, og þá liði víst ekki á
löngu þar til barist yrði í Kali-
forníu.
Hér er lýsandi dæmi um
hvernig herfræðin brenglar alla
dómgreind og hvernig fer fyrir
þeim mönnum sem einblína á
vopnastyrk og valdajafnvægi.
Af málflutningi Morgun-
blaðskappanna leiðir ennfrem-
ur að Islendingar hljóta að
verða hernumin þjóð í her-
setnu landi svo lengi sem stór-
veldin kæra sig um.
Kenning þeirra er sú að
smáþjóðir eigi að hnýta sig í
tagl risaveldanna og hanga svo
þar hvað sem á dynur sem und-
irgefnir þrælar þeirra stóru.
Þetta er heimspeki og lífs-
stefna þessara manna.
En sagan mun dæma þessar
skoðanir, eins og hún dæmir
alla íhalds- og afturhaldsspeki
sem rakalausan þvætting sem
allir sjá í gegnum að lokum,
og boðendur hennar eins og
alla þá menn sem erlend ásæln-
isöfl hafa haft að handbendi.
A meðan íhaldið bítur sig
fast í herfræðikenningaar og
heimtar að erlendur her verði
á íslenskri grund, hefur þessi
sami her unnið hrottalegusm
fólskuverk sögunnar með stríð-
Framhald á bls. 15-
Haustljóð
á vori 1951
Ein flýgur sönglaus til suðurs,
þótt sumartíð nálgist,
lóan frá litverpu túni
og lyngmóa fölum,
þytlausum vængjum fer vindur
um víðirunn gráan.
— Hvað veldur sorg þeirri sáru,
svanur á báru?
Misst hefur fallglaður fossinn
fagnaðarróminn,
horfinn er leikur úr lækjum
og lindanna niður,
drjúpir nú heiðin af harmi
og hörpuna fellir.
— Hvað veldur sorg þeirri sáru,
svanur á báru?
Fdmtruð og þögul sem þöllin
er þjóðin mín unga,
brugðið þér sjálfum hið sama:
þú syngur ei lengur,
þeyrinn ber handan um höfin
haustljóð á vori.
— Hvað veldur sorg þeirri sáru,
svanur á báru?
Einar Bragi
VERÐANDI
FÉLAG RÓTTÆKRA í HÍ.
VERÐANDI er félag róttækra stúdenta og byggir starf sitt
og stefnu á grundvelli vísindalegs sósíalisma, marxisma, og
samstööu meö öreigastéttinni. Félagið er leiðandi afl meðal
stúdenta við Háskóla Islands.
STÚDENTABLAÐIÐ — 5