Stúdentablaðið - 01.12.1973, Síða 6
Valdaránið í CHILE
- og hlutverk alþjóðlegs auðvalds
Atburðarás sú sem leiddi til
valdaráns „múmíanna" í Chile
þann 11. september í ár var
flókið samspil atvika og áttu
þar í hlut tilraunir innlends og
erlends auðvalds til að fella
lýðræðislega kjörna stjórn All-
endes allt frá því hann náði
kjöri og svo mistök Alþýðu-
fylkingarinnar eða hluta henn-
ar. I þessari grein mun þó ekki
verða fjallað um þá atburðarás
í öllum sínum mikilfengleik
heldur einungis reynt að gera
skil þætti hinnar alþjóðlegu
borgarastéttar í þeim myrkra-
verkum sem nú hafa leitt til
múgmorða og einhverra blóð-
ugusm ofsókna sem nútíma-
sagan greinir frá.
ÁSTÆÐAN
Hvað kom mönnunum til að
vilja steypa stjórn sem var kjör-
in samkvæmt borgaralegum
lýðræðishefðum og hafði þar
að auki þá yfirlýstu stefnu að
halda sig í einu og öllu innan
ramma stjórnarskrárinnar,
þeirrar stjórnarskrár sem borg-
arastéttin sjálf hafði samið og
sniðið að eigin þörfum?
Jú, Allende hafði einnig þá
yfirlýstu stefnu að skera niður
við trog arðránsmöguleika
hinna fjölþjóðlegu auðhringa
eins og hins illræmda ITT og
koparhringanna Kennecott og
Anaconda
Nú, en munaði auðhringana
svo mikið um það að eitt land
félli úr arðránskeðju þeirra sem
teygir sig um allan heim?
Þar er komið að kjarna máls-
ins.
Tekjur auðhringanna af fjár-
festingum sínum í Chile voru
svo gífurlegar að þess {x;kkjast
vart dæmi í öðrum löndum
heims. I ræðu sem Allende for-
seti hélt á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna í desember í
fyrra skýrði hann frá því að
gróði koparhringanna í Chile
einu saman hefði numið á 42
árum fjórum miljörðum dollara
en upphafleg fjárfesting þeirra
í landinu var einungis 30 milj-
ónir dollara.
Annað dæmi: Þegar Allende
hóf þjóðnýtingar sínar ákvað
hann að greiða hringunum
skaðabætur. En áður en þær
voru reiknaðar út dró hann frá
gróða fyrirtækjanna umfarm
12% árlega frá 1955. Útkom-
an varð sú að hringarnir skuld-
uðu Chile stórfé!
Þriðja dæmið: Gróði kopar-
hringsins Kennecott af öllum
fyrirtækjum hans utan Chile
var árið 1969 10,82% en gróð-
inn af námunni El Teniente í
Chile var sama ár 50,12%.
Gróði Anaconda af fyrirtækjum
sínum utan Chile var 1969,
2,51%. A námunni Chuqui-
camata græddi hringurinn sama
ár 36,83% og á námunni E1
Salvador 41,07%.
Af þessum dæmum ætti að
sjást af hverju áhugi auðhring-
anna á því að fella Allende var
svo mikill.
AÐFERÐIRNAR
Aðferðir heimsvaldasinnanna
við að stuðla að falli Allendes
voru tvenns konar: með íhlut-
un auðhringanna sjálfra og
með aðgerðum Bandaríkja-
stjórnar.
Þakkir séu bandarískum
blaðamanni, Jack Anderson,
að komist hefur á almannavit-
orð hvernig risafyrirtækið ITT
beitti öllum hugsanlegum
brögðum til að koma í veg fyr-
ir að Allende settist í forseta-
stól árið 1970. Blaðamaður
þessi komst höndum yfir bréfa-
viðskipti fyrirtækisins á tímabil-
inu frá því Allende sigraði í
forsetakosningunum þar til
hann hafði hlotið samþykki
þingsins og var sestur í forseta-
stól. Snúast þau einkum um til-
raunir til að afstýra því að
Kristilegir demókratar veittu
honum stuðning sinn en einn-
ig er þar að finna bréf frá for-
stjóra fyrirtækisins til Kissing-
ers þar sem lögð er fram áætl-
un sem Bandaríkjastjórn ætti
að fara eftir (hvað hún gerði)
til að velta Allende úr valda-
stóli.
I bréfum þessum kemur fram
að ITT sparaði engin meðul
til að ná sínum skuggalegu
markmiðum. Reynt var að fá
frambjóðanda hægri manna,
Allessandri, kjörinn af þinginu.
Hann átti síðan að segja af sér
og fyrirskipa nýjar kosningar.
í þeim átti Frei að bjóða sig
fram fyrir Kristilega demókrata
gegn Allende en hann átti vís-
an stuðning hægri aflanna, væri
hann einn í framboði gegn
Allende. Þetta mistókst þó.
í bréfunum kemur einmg
fram að chilenski herinn var
sem leikfang í höndum auð-
hringanna og þeir stjórnuðu
honum með aðstoð innlends
auðvalds. Ein áætlunin gekk
líka út á að skapa hernaðar-
ástand í landinu sem „réttlætti"
valdatöku hersins. Hún átti að
hefjast á því að sköpuð yrði
eínahagsleg ringulreið í land-
inu sem leiddi af sér ofbeldis-
aðgerðir af ýmsu tagi er mögn-
uðust stig af stigi þar til herinn
sæi sig „knúinn" til að grípa
í taumana. Á einum stað er
sagt frá tilraunum til að láta
„eina eða tvær mikilvægustu
lánastofnanir lýsa yfir gjald-
þroti. Búist er við að þetta
myndi leiða til stöðvunar
bankaútlána sem afmr myndi
hafa í för með sér lokun nokk-
urra verksmiðja með tilheyr-
andi atvinnuleysi." Að auki átti
svo að ögra vinstri mönnum
svo mikið að þeir leiddust út
í verkföll og ofbeldisaðgerðir.
En vinstri menn létu ekki ögra
sér og aðrar þrýstingsaðgerðir
lukkuðust ekki að heldur. Og
þrátt fyrir allt hlaut Allende
útnefningu þingsins og settist
í forsetastól.
En ITT lét ekki bugast.
Þann 23. október sendi einn af
forstjórum auðhringsins Henry
Kissinger bréf þar sem hann
benti honum á í hve mikilli
hættu erlend fyrirtæki væru í
Chile og sem fylgiskjal var á-
ætlun sem Bandaríkjastjórn ætti
að framkvæma til að fella AIl-
ende og stöðva framgang
kommúnismans í Chile.
BANDARlKJASTJÓRN
OG CIA
Þessari áætlun fylgdi Banda-
ríkjastjórn í einu og öllu næstu
þrjú árin með þeim afleiðing-
um sem öllum eru kunnar.
Samkvæmt áætluninni átti
Bandaríkjastjórn að stöðva öll
lán til Chile úr Alþjóðabank-
anum og bandarískum bönkum,
frystá innistæður landsins er-
lendis, hætta að veita landinu
lánsfrest, setja viðskiptabann á
landið o. s. frv. Allt þetta gerði
Bandaríkj ast j órn.
Þarna er komin helsta ástæð-
an fyrir efnahagsöngþveiti
landsins sem að viðbættri
skemmdarstarfsemi innlendrar
borgarastéttar á efnahagi lands-
ins (hún neitaði td. að fjárfesta)
og aðgerðum koparauðhring-
anna sem lýstu sér í því að
koparverð hrapaði niður úr öllu
valdi eftir valdatöku Allendes
og hélst í lágmarki í þrjú ár (á
þessu ári hefur verðið aftur á
móti rúmlega tvöfaldast og er
enn á uppleið) leiddi til öldu
ofbeldisverka sem samévæmt á-
ætluninni „réttlætti" valdatöku
hersins.
Enn er ótalinn þáttur banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, í
aðförinni að Allende.
Það hefur komið fram að
Frei fékk árið 1964 20 miljóna
dollara fjárframlag svo mætti
honum lánast að sigra Allende
í forsetakosningunum. Þetta
framlag kom frá Bandaríkja-
stjórn fyrir milligöngu CIA.
Hvað skyldu dollararnir hafa
verið margir sem veitt var í
baráttuna fyrir því að Allende
næði ekki kjöri árið 1970?
Fyrrverandi yfirmaður CIA,
Allen Dulles skýrði frá því í
endurminningum sínum að
stofnunin hefði veitt andkomm-
únistum í Iran og Guatemala
stuðning til að fella Mossadegh
og Arbenz. Þeir voru þó sak-
lausir umbótamenn. Það er því
engin furða þótt CIA hafi beitt
sér gegn Allende sem var yfir-
lýstur marxisti.
Samkvæmt chilenskum heim-
ildum þrefaldaðist tala útsend-
ara CIA í landinu á þessu ári.
Eitt dæmi sýndi glöggt nærveru
þeirra Eitt sinn voru fjölmargir
háspennustaurar sprengdir í loft
upp í einu með þeim afleiðing-
um að hálft landið varð raf-
magnslaust í þrjá stundarfjórð-
unga. Nokkru áður höfðu fé-
lagar úr fasistasamtökunum
Föðurland og frelsi sprengt
sjálfa sig í loft upp í tilraun
til að sprengja einn staur. Það
var því greinilegt að nú voru
Framhald á bls. 14.
Pablo Neruda:
Þannig urðu
fánar okkar
Þannig urðu fánar okkar
Fólkið saumaði þá kærleika sínum
og faldaði með þjáningum.
Festi á stjörnur brennandi hendi
og klippti úr klæðum sínum eða himninum
blámann í föðurlandsstjörnuna.
Smám saman bættist við liturinn rauði, dropi í senn.
Pablo Neruda
Úr „Canto General“
6 — STÚDENTABLAÐIÐ