Stúdentablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 9
að þeim skuli ekki hafa dott-
ið þetta sjálfum í hug fyrir
lifandi löngu. Með þessu erum
við íslendingar raunar aðeins
að launa Norðmönnum gaml-
an vinargreiða. Það er sögu-
le gstaðreynd, að utanríkisráð-
herra Noregs forðum, Halvord
Lange, var okkur allra stjórn-
málamanna ráðhollastur og
lagði fastast að okkur að biöja
um aðgöngumiða að her-
mannaklúbbnum Nató. Við
fórum að sjálfsögðu að ráðum
þessa góða og víðsýna Norð-
manns og strukum af okkur
húsaskúm sveitamennskunnar,
útkjálkabragsins og hlutleysis-
ins. Og svo stendur skrifað á
fornum bókum vorum: glík
skulu gjöld gjöfum!
Þetta hollráð okkar handa
Norðmönnum er snúið úr
tveim þáttum: böndum sifja og
vináttu, en ekki sízt höfum við
áhyggjur af Iegu Noregs fyrir
opnu Atlantshafi að vestan,
úfnu íshafinu að norðan og
alla helvítis Rússana að aust-
an. Ráð okkar eru að miklu
leyti herfræðilegs og herstöðu-
legs eðlis, svo sem sjá má.
Sumum útlendum mönnum
kann að virðast það anzi bros-
legt, að við íslendingar, þessir
dvergar á heimsmælikvarða,
séum að gefa stærri þjóðum
strategísk ráð. En glottið ekki,
frændur góðir! Okkur hefur
farið ótrúlega mikið fram þessi
fáu ár, sem við höfum setið í
skinndregnum hægindastólum
í stríðsklúbbnum Nató. Við
Jón Óskar:
1. desember 1962
Ljós tendruð
og slökkt
í Guatemala
Þeir reyndu í Guatemala að tendra ljóskerin sín og
þau loguðu æ skærar og skærar yfir fátækum börnum sem lyftu
höndum fagnandi móti öllum þcssum ljósum eftir alla þessa
löngu nótt engra ljósa.
Og þeir lögðu vinnulúnar hendur á höfuð kvenna sinna
þegar þeir komu heim af bananaekrunum og kaffiekrunum
og þeir sögðu Við erum þreyttir en við höfum tendrað ljós
handa börnum Guatemala.
Fyrsti des í dag. 1 dag
skammast ég min.
I dag eru stúdentar fullir. f dag
tala Birgir og Goir um frelsið. í dag
skammast ég mín
fyrir að hafa skilið allit frelsið eftir
í klónum á Birgi og Geir.
Varnarbandalög
Islendingar erum bráðskarpir
nemendur. Lítið bara á klúbb-
dúxana okkar: Gunnar og
Gylfa og Geir — að ógleymd-
um Gröndal .kandídat íslenzka
hermálaráðuneytisins. Þeir
hafa allir útskrifast með ágæt-
iseinkunn í herskólunum í
West Point og Sandhurst þar
sem Churchill dumpaði forð-
um daga. Og nú vonum við að
frændur vorir opni Verndur-
unum hliðin að Noregi og
minnist hins fornkveðna: eng-
in borg er óvinnandi ef asni
klyfjaður gulli kemst í gegnum
borgarhliðin. Um leið látum
Dagur Sigurðarson:
sviptir tjaldinu frá leiksviði
framtíðarnnar og við horfum
sturluðum augum á þessar ægi-
sýnir:
„Verði hins vegar Keflavík-
urstöðinni lokað myndi það
þýða, að Sovétríkin hefðu flutt
sig úr stað um nokkur hundr-
uð mílur inn á Atlantshaf."
(leturbr. mín.) Það mun víst
heyra undir þá tegund kurteisi
sem kallast understatement á
ensku máli þegar blaðamaður
Observers bætir við til skýr-
ingar fyrrnefndum fimbulvið-
burðum sem í vændum eru:
„Norðmönnum fyndust þeir
umkringdir og berskjaldaðir
fyrir þrýstingi Sovétmanna við
norðurlandamærin.“ Já, er það
nokkur furða?!
Ég veit ekki hvort við Is-
lendingar eigum heldur að fyll-
ast hrolli eða monti að valda
slíkum jarðhræringum að meg-
inland Sovétríkjanna taki sig
upp og fari á flakk nokkur
hundruð mílur út á Atlantshaf.
Hvern hefði grunað að bíslagið
okkar í Keflavík gæti valdið
slíkum byltingum í skorpu
hnattarins? En því meiri á-
stæða til að Bandaríkjaher
skipi sér nú sem snarast til
varnar frændum vorum Norð-
miinnum og styðji við bakið
á gamla Dofra karli. Ekki er
að vita ncma Rússar brjóti í
sér vágtennurnar j^egar þeir
fara að tyggja forngrýtisfjöll-
in þar scm hann á heima.
við okkur nægja aö loka hljóð-
lcga bíslaginu í Kcflavík.
Mister Huntford, hinn brezki
blaðamaður Morgunblaðsins,
reyndist hálfgcrður gatisti í
faginu, sjóhcrnaðarlistinni, þeg-
ar hann taldi Rússa svo tjúll-
aða að þeir myndu hefja inn-
rás í Noreg frá suðurströnd
íslands. En þá tók fyrst í
hnjúkana þegar hann komst
að hcildarniðurstöðum hernað-
arrannsókna sinna á því hafi,
scm ísland hefur talið vcra lög-
heimili sitt. Mister Huntford
Og birtan ljómaði um stafrófskverin. Börnin í Guatemala
sátu hlið við hlið kringum borðið og voru loks farin
að geta kveðið að þegar ókunn hönd kom á gluggann og þau
heyrðu framandi rödd segja I am The United Fruit Company.
En þau voru ekki nema börn og þau gerðu ekki annað
en reyna að haldast í hendur. Þau sáu rúðuna hrynja yfir
stafrófskverin og risavaxna hönd teygja sig inn yfir
borðið, einkennda þrem stöfum. Þau voru að læra að stafa,
bömin í Guatemala, og því var það að þau gátu fest sér
í minni þrjá skelfilega stafi U. S. A. Og þau munu ekki
gleyma þeim, því þau höfðu nýlært að stafa. Þau munu ekki
gleyma fæim því að ljósin slokknuðu fyrir þeirri hendi sem
bar þá, og þau sátu aftur í myrkrinu.
Þeir reyndu að tendra ljós í Guatemala.
Svo mikil ógn stendur her-
námssinnum af þeirri tilhugs-
un að Island yrði hlutlaust í
átökum stórvelda og herlaust,
að þeir tolja það jafngilda
sjálfsmorði ef sú stefna yrði að
veruleika. Að þeirra mati kem-
ur ekki til greina að íslending-
ar „standi uppi varnarlausir'1
og „raski um leið valdajafn-
væginu" með því að segja sig
úr NATO, fyrr en gengið hef-
ur verið frá „öryggismálum"
Evrópu með nýjum hætti.
Hafa þessir sefasjúku menn
gersamlega gleymt því, að
meirihluti allra aðildarríkja
Sameinuðu þjóðanna stendur
utan allra hernaðarbandalaga
og eru án erlendrar hersetu?
Og andkannanleg er hræðslan
um varnarleysi landsins, þegar
yfirstandandi umræður um „ör-
yggismál Evrópu“ eru með
þátttök u Rússa, þess aðila,
sem varnirnar eiga einmitt að
beinast gegn! Nú á sumsé
fjandi okkar, sem veldur þvi
að við neyðumst til að þola
hersetu og þátttöku í hernað-
arbandalagi, að verja okkur,
fyrir sjálfum sér væntanlega!
Mikil er viska ykkar, Björn og
Gröndal!
Hitt er annað mál að áður-
nefndar viðræður Ieiða skýrt í
ljós, hvert er meginhlutverk
hernaðarbandalaga. Ekki aö
verjast utanaðkomandi óvini —
á milli stórveldanna ríkir gagn-
kvæmt traust — heldur hitt,
að tryggja yfirráð stórvelda
yfir fylgiríkjum sínum og gæta
þess að þau fari ekki út af
sporinu. Hver þekkir ekki
Grikkland og Chile, þar sem
aðstaða og áætlanir hernaðar-
bandalaganna voru notuð til
að tryggja pólitísk ítök Banda-
ríkjanna og efnahagslega hags-
muni auðhringa?
STÚDENTABLAÐIÐ — 9