Stúdentablaðið - 01.12.1973, Page 12
Því fer fjarri að unnt sé að
fjalia um menntun án tengsla
við aðra þætti þjóðfélagsins, af
þeirri einföldu ástæðu að þar
á milii er og hefur ávallt ver-
ið sterkt samband og miklu
varðar að rétt sé skil.iö eðli
þess sambands.
Þannig er almenn menntun
ekki bara að þakka aukinni
velsæld og hugmyndum um
upplýsingu og jafnrétti. Þær
hugmyndir eiga sér forsendur
í efnislegum þjóðfélagsveru-
leika, þeim aö framleiðsluhætt-
ir þjóðfólagsins gerðu það
nauðsynlegt að verkmenntun
yrði numin úr höndum ein-
stakra meistara og arfleifðin
gengi þannig frá manni til
manns. Stórstígar framfarir í
atvinnumálum og vélvæðing at-
vinnuvega kröfðust almennrar
menntunar, svo að vinnuaflið
yrði hreyfanlegt á vinnumark-
aðinum og ætti auðvelt með
að aðlaga sig verklegum fram-
förum. Einföld menntun: lest-
ur, skrift, reikningur og lítt
flókin handbrögð, voru nægj-
anleg menntun til að vinna
við þær vélar sem sneru við
þeirri afstöðu manns til verk-
færis, að það lyti stjórn hans.
Þáttur tækni og vísinda
í framlciðslunni
Tækni og vísindi verða stöð-
ugt stærri hluti framleiðslunn-
ar, sem verður einkum háð
þessum þáttum í öllu sem við-
kemur framþróun og aukinni
framleiðni. Tækni og vísindi
verða stöðugt kostnaðarsam-
ara og umfangsmeira fram-
leiðsluafl, sem hefur það sér-
kenni að vera staðsett að
miklu leyti utan hins eiginlega
framleiðsluferils. Vegna þess-
arar sérstöðu vísindalegra
rannsókna þarf sívaxandi hópa
tæknimanna til að miðla niður-
stöðum vísinda inn í fram-
leiðsluna og gera þriðja hópn-
um í þessum ferli, verkalýðn-
um, kleift að hagnýta vísinda-
legar niðurstöður við hin eigin-
legu framleiðslustörf. Þannig
hefur risið upp lagskipting á
grundvelli tækni og vísinda,
sem I fljótu bragði virðist hafa
leyst af hólmi aðra stéttskipt-
ingu, en þegar betur er að gáð,
reynist þessi lagskipting aðeins
nýtt birtingarform stéttaand-
stæðna auðvaldsþjóðfélagsins
og móthverfunnar milli launa-
vinnu og auðmagns.
Menntun
Almennt er talið að mennt-
un gegni tvíþættum tilgangi.
12 — STÚDENTABLAÐIÐ
Annars vegar að flytja þekk-
ingu og hugmyndir á milli kyn-
slóða og innræta uppvaxandi
kynslóðum ráðandi hugmyndir.
Hins vegar að undirbúa menn
undir þátttöku í atvinnulífinu.
f samræmi við áðurnefnda lag-
skiptingu er nám stigskipt.
Þannig hljóta nær allir al-
menna grundvallarmenntun,
sem felst annars vegar í félags-
legri aðhæfingu, hins vegar í
þeirri lágmarksmenntun, sein
ósérhæfð störf krefjast. Nokk-
ur hluti þjóðfélagsins hlýtur
síðan sérhæfingu, sem beinist
að hagnýtum verkefnum, t. d.
iðn- og tækninám. Loks er ör-
lítill minnihluti sem hlýtur
æðri menntun, sem gerir menn
hæfa til að sinna rannsóknum
og gera þannig mögulega
aukna framleiðni eða til að
taka að sér hlutverk hug-
myndamiðlara, sem við ríkj-
andi ástand felst í viðhaldi
ráðandi hugmynda. Þessi litli
minnihluti er oftast nær laun-
þegar, en býr þó vð mikil sér-
réttindi, enda er ráðandi aðil-
um nauðsyn að þeir viðurkenni
Status quo (óbreytt ástand).
Þjóðfélagsstaða
mcnntamanna
Hér að framan hefur verið
talað um ráðandi öfl í þjóðfé-
laginu án þess að skýrgreina
hvaða öfl það eru. En þar er
átt við borgarastéttina, það er
þá stétt sem á atvinnutækin og
lifir á því að arðræna starfs-
menn sína sem skapa öll efna-
hagsleg verðmæti með vinnu
sinni. Eins og áður er komið
fram gæti svo virst sem þróun
tækni og vísinda hefði koll-
varpað þessari stéttarskiptingu,
þótt hcr sé því neitað að svo
sé. Skal hér reynt að útskýra
hvað átt er við.
Ósérhæfður verkalýður og
tækni- og skrifstofumenn hafa
sömu stéttarstöðu ef miðað er
út frá afstöðu til framleiðslu-
tækja, og er því augljóst ,að
taka þarf tillit til fleiri atriða.
1 fyrsta lagi er aðeins unnt að
telja ti! öreigastéttar þá sem
vinna að verðmætasköpun eða
m. ö. o. vinna framleiðin störf.
í öðru lagi markast þjóðfélags-
staða menntamanna ekki ein-
ungis af ofantöldum atriðum,
heldur af almennri þróun auð-
magns og kapítaliskra fram-
leiðsluhátta. Sú þróun hefur
gert hlut vísinda og tækni
stærri og um leið þátt hug-
myndafræðilegrar innrætingar
mikilvægari, þ. e. að gera ríkj-
andi kerfi óvéfengjanlegt.
Þannig hafa orðið óljósari
mörkin milli framleiðinnar og
óframleiðinnar vinnu, þar sem
sú síðarnefnda er oft forsenda
framleiðinnar vinnu eða nauð-
synleg til viðhalds ráðandi
kerfis. Nútíma stéttskipting er
því um margt óljósari en oft-
ast áður og einnig hefur ör-
eigastéttin greinst sundur í
ýmsa hópa, sem hafa ólík laun
og vinnuaðstöðu. Jafnframt
hefur tekist að slæva stéttaand-
stæðurnar, — verkamaðurinn
vinnur nú t. d. hjá e-u fyrir-
tæki, en ekki ákveðnum at-
vinnurekanda, — og etja sam-
an einstökum hlutum öreiga-
stéttarinnar. Þannig er t. d.
vinsæl goðsagan um kökuna
sem til skiptanna er, þannig
að fái einn launþegahópur
stærri sneið, verði hlutur hinna
minni, — goðsaga, sem á sér
enga stoö nema í hagsmunum
auðvaldsins. Margt verður til
að vekja með verkalýðnum
tortryggni í garð mennta-
manna, t. d. mismunur í laun-
um og menningu. Þannig hylj-
ast í þoku ýmis þau atriði sem
áður voru Ijós og afleiðingin
verður úlfúð milli einstakra
hópa öreigastéttarinnar, en
þjóðfélagið í heild er aðeins
dregið í efa af minnihlutahóp-
um.
Vmsar afleiðingar
af skipun mcnntunar
Hér að ofan hefur verið rak-
ið hvernig flókin skipan mennt-
unar og stéttaskipunar torveld-
ar þjóðfélagsskilning og stétt-
arvitund. Þó er Iangt frá því
aö kerfið starfi eins og smurð
vél. Veldur því annars vegar
staðsetning menntunar utan
framleiðsluferlisins og ýmsar
mótsagnir sem af því hljótast
og hins vegar áföll þjóðfélags-
skipunarinnar sem verða til
þess að gagnrýnin vitund breið-
ist út meðal einstakra hópa.
Menntun tækni- og vísinda-
manna sem og „óæðri“ mennt-
un á sér stað utan framleiðslu-
ferlisins og þróast að vissu
leyti sjálfstætt, en hiýtur að
beygja sig undir kröfur at-
vinnuveganna (les: atvinnurek-
enda). Við þetta skapast ýms-
ar mótsaggnir og erfiðleikar:
1. Mótsögn milli hugmynda
um jafnrétti og almenna
menntun sem fylgdu
frjálshyggjunni (líberal-
ismanum) og krafna ein-
okunarkapítalismans um
sérhæft vinnuafl.
2. Mótsögn milli krafna um
sérhæfingu og krafna um
möguleika á hreyfingu
milli starfsgreina.
3. Mótsögn milli þróunar
menntunar og atvinnu-
hátta, sem er mishröð.
Kunnátta manna verður
úrelt.
Þessi atriði valda miklu um
óánægju náms- og mennta-
manna. Þannig voru nemendur
í tæknifræðum og verkfræði
mest áberandi í stúdentaóeirð-
unum í Frakklandi 1968, en
ofantaldar mótsagnir snerta þá
meir en aðra stúdentahópa. En
fleiri atriði skipta máli um ó-
ánægju námsmanna. Imperíal-
ismi háþróaðra auðvaldsríkja
og ýmis fasísk einkenni í
stjórnskipan þeirra hafa orðið
stúdentum víða um lönd að
ásteytingsefni. Einnig hefur
mönnum orðið æ ljósari hug-
myndafræðileg innræting auð-
valdsþjóðfélagsins. Ef til vill
Framhald á bls. 13.
UNIVERSITAS
ISLANDIAE
Ég minnist þess,
að fyrir átján árum
stóð opinn lítill gluggi
á þriðju hæð.
Og fólkið tók sér hvíld
eitt andartak
og horfði dreymnum augum
út um gluggann.
Þá brá ég við
og réði mann til mín,
sem múraði upp í gluggann.
Steinn Steinarr