Þjóðviljinn - 18.12.1977, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 18. desember 1977 -
Tryggvi Emilsson I kröfugöngu —
nánar tiltekiö I Keflavlkurgöngu.
FYRSTA
KRÖFU -
GANGAN
Hér fer á eftir kafli úr Öðru bindi æviminninga
Tryggva Emilssonar verkamanns, Baráttan um
brauðið. Segir þar frá fyrstu kröfugöngunni sem
farin var á vegum verklýðsfélaganna á Akureyri
árið 1931. „Ekki er þess að dylgast, að fólkið sem
þátt tók i kröfugöngunni gekk uppréttara en nokkru
sinni áður”, segir Tryggvi — en hann gleymir þvi
ekki heldur, að það þurfti kjark til að rétta úr sér
þennan fyrsta maidag fyrir 46 árum. Kaflinn er
birtur með leyfi útgefenda.
Þegar fyrsti maí var orðinn há-
tiðisdagur verkalýðsins á Islandi
var sá háttur á haföur á Akureyri
að haldnar voru innisamkomur
með söng og ræðuhöldum. 1930
var hátiðin auglýst undir merki
hamars og sigöar og var i blaði
verkalýðsins skorað á allt vinn-
andi fólk að taka sér fri frá vinnu
þann dag. Heilsdags fri var þá á
Siglufirði og hálfsdags fri i
Reykjavik. Ungir jafnaðarmenn
gengu kröfugöngu inn að sam-
komuhúsi og báru rauðan fána
fyrir göngunni og þótti það tiðind-
um sæta. Formaður ungra
jafnaðarmanna var þá Eggert
Þorbjarnarson.
Fyrsta mai 1931 var gengin
kröfuganga á vegum verkalýðs-
félaganna á Akureyri i fyrsta sinn
og var stormað út á götuna með
kröfuspjöld og fána, islenska fán-
ann og þann rauða. Þennan dag
bar upp á kóngsbænadaginn sem
að visu var afdankaður og guð-
laus orðinn, en þó get ég mér til
að mörgum konungshollum góð-
borgurum hafi gengið högg nærri
hjarta þegar rauðir byltingarfán-
ar blöktu yfir höfðum vinnulýös-
ins i sinni storkandi stærð.
Um morguninn var ég snemma
á ferli að venju og stóð á Torfu-
nefsbryggjunni i þann mund sem
fiskimenn lögðu þar aö trillum
sinum. Ég staldraði við að spjalla
við nokkra verkamenn um veðrið
og um daginn og minnti menn á
kröfugönguna þar sem til mikils
var að vinna fyrir erfiðisvinnu-
fólk að sýna samstööu, en margir
þessir karlar voru enn áhuga-
lausir um gönguna og snópuðu
undir húsvegg i von um vinnu-
handtak ef til félli, vinnuveitend-
ur voru þvi vanir að skotra aug-
um til bryggjunnar ef þá vantaði
mann til að bera fyrir sig stól
milli húsa eða annað slikt.
Ég keypti mér fisk i soðið og
var að leggja á stað heimleiðar
þega'r ég mætti ungum manni og
andlitsfriðum með rautt merki í
trey jubarminum og var þar kom-
inn Asgeir Blöndal Magnússon að
selja merki dagsins, það kostaði
eina krónu og var jafnvirði þorsk-
kippunnar sem ég bar, og þarna á
Torfunefsbryggjunni keypti ég
mittfyrsta rauða merki. Það var
næstum hálftima gangur upp að
Skarðii slabbfæri þennan morgun
þar sem enn var snjór i sköflum
hér og þar, sumsstaðar var aur-
bleyta. Þegar heim kom var kall-
að til min frá búgarðinum að gera
þar við gaddavirsherfi þar sem
komið varað slóðadrætti, ég hafði
þeir menn áttu að halda uppi röð
og reglu og gæta þess að gangan
færi vel fram. Um tvöleytið hafbi
verkafólkið safnast saman við
Verklýðshúsið og þaðan var
ganganhafin. Um 120 manns tóku
þátt i göngunni auk nokkurra
barna og unglinga sem margir
leiddu sér við hönd. Ekki er þess
að dyljast að fólkið sem þátt tók í
göngunni gekk uppréttara en
nokkru sinni áður og lét engin að-
hróp á sig fá. Þaö var eins og nýtt
afl hefði losnað úr læðingi, nýr
kraftur sem aldrei yrði brotinn á
bak aftur, svo var þessi kröfu-
ganga samstillthreyfing, einbeitt
og ákveðin og hún setti svip nýrr-
ar orku á bæinn, vinnujálkarnir
heimtuðu sinn rétt, „vorn rétt til
að lifa eins og menn”. A götunni
heyrðum við göngufólkinu for-
mælt af þeim best stæðu I bænum
sem stóðu upp við húsveggi spari-
búnir á vinnudegi verkafólks, en
við vissum að á mörgum stöðum i
þessum ihaldssama kaupstað var
verkafólk að vinna, fólk sem
þorði ekki að sleppa vinnudegin-
um. Það var gert að okkur háð og
spé, aö samtökunum og að ein-
stökum mönnum sem voguðu að
láta sjá sig i kröfugöngu og það
voru steyttir að okkur hnefar út
um glugga. Unglingar og börn
„betri borgara” hópuðust Ut á
götuna með ólátum og atgangi
sem leiddur var af fullorðnum
mönnum, það var hrópað „niöur
með bolsana” og þaö var kastaö
að okkur aur af götunni. Sá kvitt-
ur kom upp siðar að þessi börn og
unglingar hefðu fengið fri i
skólanum og var mikið um það
talað eftirá þennan dag, en næstu
föstudag þar á eftir sendi skóla-
stjóri barnaskólans afsökunar-
beiðni til Verkamannafélagsins
vegna framkomu barnanna
þennan fyrsta mai, það var ekk-
ert fri gefið i skólum, aðeins var
sagt að nokkrir unglingar hefðu
skrópað vegna foreldra sinna.
Það gekk á ýmsu ótrúlegu
þennan dag, vist hafði maður bú-
ist við köldum kveðjum frá
ihaldssinnuðum andstæöingum
og embættismönnum, ai að allt
þetta velklædda fólk væri svona
fjandsamlegt vinnulýðnum þar
sem konur jafnt sem karlar létu i
sérheyra, það var með ólikindum
ieinum smábæ. Virðulegur kaup-
maður með kúfhatt og dálitið
framsettur stóð á götuhorni og
horfði á kröfugönguna og sagði
Þessi mynd er llklega tekln I sambandl vlö Krossanesverkfallið sem
kemur mjög við sögu hjá Tryggva. Frá vinstri: Jdn G. Quðmann,
Brynjólfur Bjarnason, Þóroddur Guðmundsson.
*
Ur ævi-
minningum
Tryggva
Emilssonar
verkamanns
legið yfir þessu verki daginn áður
og var þarna um stund að ljúka
viðgerðinni en var kominn heim
nokkru fyrir hádegi. Þannig stóö
á að ég var enn með berklabólgu i
hægri hendi og átti þvi óhægt um
öll verk þó ekki mætti ég láta það
verða mér til stórtafa, ég hafði
vettling á hendinni og þannig til
reika gekk ég á stað að heiman
ofan I Verklýðshús, albúiisi i
kröfugönguna.
í Verklýðshúsinu við Strand-
götuna var unnið aö undirbúningi
og skipulagningu göngunnar,
teknir voru fram islenski fáninn
og sá rauöi sem báðir voru hinir
myndarlegustu fánar og minnir
mig að bræður tveir bæru þá i
fylkingarbrjósti, þeir Stefán og
Karl Magnússynir, stórir menn
og drengilegir og djarfir i fram-
gangsmáta. Kröfuspjöldin og
borðarnir, sem Elisabet Geir-
mundsdóttir listakona mun hafa
lagt hönd að, risu enn upp við
veggi og sýndust mér áletranim-
ar lifi gæddar. A spjöldunum
voru kröfur verkalýðssamtak-
anna skrifaðar skýru letri og á -
berandiþarvarkrafist vinnu fyrir
alla, hærra kaups, átta stunda
vinnudags án kaupskerðingar og
atvinnuleysistrygginga, auk
margs annars sem þá var efst á
baugi. Þessi merku kröfuspjöld
voru borin i göngunni og sýndust
hanga eins og sverð yfir höfðum
„betri borgara” sem sögðu kröf-
urnar óbilgjarnar og ófram-
kvæmanlegar og ýgðust við
burðarmönnum.
Nú var ég kominn með rauöa
borðann minn i barminn og fékk
rauðan renning um handlegginn
sem var merki þess að ég var
einn af útvörðum göngunnar en