Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagurinn 18. desembcr 1977 — Þetta er svosem ekki neinn sérstakur hnött- ur, en fin plata. — Er aldrei sýnt neitt annaö I þessum myrkva- stofum en þessi endalausa heimildarmynd um stjörnufræfti? — Og hvaö er þarna á litla skerminum? — Bara útdráttur úr aöalmyndinni. — Hefur aldrei neinn sagt þér aö þú hrjötir? Adolf J. Pefersen: VÍSNAMÁL Upp á toppinn Albert flaut (Pólitik í nýrri visnagerð) Skammdegi. Góö tiö, er nú hiö fyrsta umræöuefni manna þeg- ar þeir hittast, þaö er sam- kvæmt siövenju, fljótlega er þó viötalinu breytt og þeim visaö inn á þann farveg sem umræöur manna fljóta eftir, en þær eru nú aöallega um stjórnarhætti, þorskafla, lokun frystihúsa, landbúnaö og verölag, svo nokk- uö sé nefnt. Hvaö gera þeir á al- þingi spyrja menn hver annan og einn segir á alþingi, þeir gera þar andskotann ekki neitt nema rifast um setuna. Nú þeir gera þá ekkert illt af sér á meöan, svaraöi skáldiö, þegar þaö var spurt um það mál. En setan hefur fyrr en nú ver- iö til umræöu manna á meöal. 1 bréfi til Visnamála, segir Helga frá Dagverðará, frá spjalli sem hún átti 1930 vib Stefán Gislason bónda á Búöum á Snæfellsnesi, þá lét hann Helgu heyra þrjár visur sem hún heldur aö hann hafi þá mælt af munni fram en hann var mjög hraðkvæöur, vis- urnar eru um setuna og þannig: Fari setan fjandans til, þar fær hún nógan hita. Hún er útlent apaspil allir þetta vita. óvönum hún eykur kvöl, enginn mun þvi neita. (Jtgjöld, þrætur, andlegt böl alþjóö hún mun veita. Aldrei setan er mfn von. tsland sigraö getur, af þvf Þorsteinn Erlingsson einskis hana metur. Nú er spádómur Stefáns aö rætast, þar sem setan er orðin þrætuepli á alþingi og útgjöld mun hún auka þjóöinni, segir Helga I bréfi sinu og mun þaö orö aö sönnu. Þökk fyrir bréfiö Helga. Skammdegishrollur hefur ásótt menn, einkum þá er hall- Ioka hafa farib i prófkjörum aö undanförnu hjá þeim tveimur stjórnmálaflokkum, sem þau hafa helst iðkaö. Fréttir af þvi hafa borist norður á Skaga- strönd. Góöur hagyrðingur þar, Rúnar Kristjánsson lætur i ljósi sina skoðun: vegna prófkjörs I Reykjavik: Geir er imynd glataös manns, gæfa hans aö dvfna. Alvarlegu augun hans örvgmtingu sýna. Upp á toppinn Aibert flaut, ei sér kunni læti. Formaöurinn fölur hlaut falia I annaö sæti. Sfst er Baldur maöur meyr, mælskur vopnin hristi. Þvi fór svo, aö greyiö Geir geislabauginn missti. Aronskuna Albert kýs, áfram vill sér trana. Geir þótt vilji ei greiddan „prls” grlpa úr hendi kana. Nauösyn talur náö og ró Nató friðarbænar. Bak viö tjöldin þiggur þó þaöan fúlgur vænar. Rúnar segir aö þessar visur hafi dottið i sig, en bætir svo einni við aö gefnu tilefni: Eftir aö hafa innbyrt þrjá eöa fjóra „sjússa”, kemur hann viöa auga á útsendara rússa. Fyrir um þaö bil ári siöan barst kjósendum I Norðurlands- kjördæmi vestra sú fregn aö al- þýðuflokkurinn væri búinn aö ákveöa framboð i þvi kjördæmi. Blöðin birtu fréttina og kölluöu framboöiö snemmbæruna, um það varð þessi visa gerö: 1 lágu gengi lltilsverö, lötrar um I rýru standi Snauturieg I sni'kjuferö snemmbæran á Noröurlandi. Um prófkjör alþýöuflokksins I Reykjavik varö þessi visa til hjá S.S. Allan flokkinn undur skók, Eggert fékk aö hniga, Feikna jóösótt fjalliö tók fæddist lltil kvlga. Kannski hefur Sigurbur Draumland á Akureyri hugsaö eitthvaö likt, svo hann kvaö: Viöbrögö manns er vert aö sjá, i vanda þá er dottinn. Hafi ’ann meira en hundsvit á hann er sjálfur drottinn. „Fer aö gjósa fyrir jól”, var fyrirsögn I blaði einu um ástandiö I Bjarnarflagi. Þetta þótti Valdimar Lárussyni I Kópavogi gefa tilefni i ina visu: Sólness rós var sett á stól, sú fékk hrós án vöflu. Færi aö gjósa fyrir jól fá þeir ljós úr Kröflu. Svona gengur þetta, ekki er allt sem sýnist, eflaust er hún rétt þessi ályktun Jóns Sigurös- sonar I Hampiðjunni: Margt um störfin miöur fer, mönnum þörf aö laga. Vatn I hripum ennþá er endurtekin saga. Kosningaskjálfti er farinn aö hrista menn til nú I skammdeg- inu, auk prófkosninganna eru fundir haldnir, þar gengur á ýmsu, einhugurinn ekki sem bestur, eða nokkuö i líkingu viö þaö sem Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli segir i þessari visu: Undirtýilur einskis svlfast, allir vita þaö. Tala fátt, og þar á þrlfast Þetta er rannsakaö. Svo eru það fréttirnar af fund- unum, þær eru kannski ekki alltaf i sem bestu samræmi viö sannleikann, Þórhildur hefur sina skoöun á þvi máli og kveö- Ef þig véiar váleg frétt, vinsaöu úr af snilli. Sumt er logiö, sumt er rétt sumt er þar á milli. Aö venju munu svo talsmenn stjórnmálaflokkanna fara á hreyfingu til aö halda utan um hjörðina, þ.e. háttvirta kjósend- ur, og sjá til þess aö enginn vill- ist úr hópnum. Kosningavisur frá árinu 1918 eftir Emil Peter- sen á Akureyri eiga enn viö: Nöpur iskrar aura-sál, andi niskra galar. Saman pískra pukursmál, pólitiskir smalar. Vinir fláir valdhafans, veislum frá er slaga, smalar þá og hundar hans hnútur fá aö naga. Mútuboð og mútuþægö er ekki neitt nýtt i sögunni, mútugjöld voru þekkt á öldum ábur. A 17. öld var Æri-Tobbi uppi og kvaö: Traökast mengi, tiö er dauf, tekur málum halla. Rettargangur rass I klauf ruddafengiö mútupauf. Ferðasögur hafa löngum þótt góöar sem skemmti- og fræöa- lestur, ef þær voru vel i stil færöar. Ekki skal lagður dómur á stilinn I eftirfarandi ferba- sögu, en eflaust kannast menn við hana. Saga ný er sögö um mann, sannleik skortir eigi, aö frama til og frægöar hann flaug I austurvegi. Kvaddi á fróni kalin strá, klæddur reginfeldi, meö alvarlegum augum sjá ógn i rússaveldi. Honum fylgdi hiröin væn hátt sem leit og dreymdi. Feiminn las hann feröabæn en faöirvori gleymdi. Lét hann Gunnar „léniö” fá lyklavöld og stýriö. i Garöariki geröist þá Geirska ævintýriö. Til höfuöborgar halida vann. hermir sagan lengi aö máttarvöld I Moskvu hann mátu i lausu gengi. Höldar sýndu aö höföings siö honum nokkurn sóma, leiddu I Kreml og léku viö litlu fingurgóma. Kosigyn á kostum fór, kunni hofmannssiöinn og af Geir þau glöpin sór aö gylla Nató friöinn. Kurteisin var menguö mærö, maröar hulin klæöum. Undirhyggja, fals og flærö flutt I skálaræöum. Hreinskilni var helsl aö sjá _ hulda bak viö tjaldiö. Geirsku augun gláptu á gerska yfirvaldiö. Vitt um riki rússa fór, rausnir margar þáöi, varö þó ei af visku stór ogvarla breytti ráöi. Sagan engu á hann laug, er á letur dregin, til frama væri feröin spaug og frægöar enganveginn. Hélt svo aftur heim á Frón, I háttum ekki breyttur. Slst hann beiö á sálu tjón en svarafár og þreyttur. Aö hlotiö nokkra happamergö held ég rengja megi. Varla aöra fýluferö fer I austurvegi. AJP Nú munu Vfsnamál ekki verða meira á feröinni þetta ár- ið, en þakka ber öllum sem hafa sýnt þeim mikla velvild aö und- anförnu, bæöi meö þvi aö senda þeim vel þegin bréf, símtöl og önnur góð viömót. Hvort Vísna- mál fara aftur á stjá á næsta ári skal ósagt látið, en nokkur vilji , er fyrir hendi að svo veröi. Visnamál óska öllum lesend- um sinum gleöilegra jóla og góös komandi árs. Kveöja nú meö þessari visu eftir Steinunni Finnsdóttir I Höfn. öllum þeim ég óska góös, er á hafa hlýtt um stundir, og dyggva eyju funa flóös fel ég blessan undir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.