Stúdentablaðið - 14.12.1976, Síða 8
ttr lofti.
Nýtt skipulag lóðar HI
SKJÓL FYRIR
NORÐANÁTT
Síðari hluta nóvember voru
kynntar tillögur finnans Alvar
Aalto og framtiarskipulagi há-
skólasvæðisins. Alaðamönnum
var allflestum boðið á fund með
kaffi og kökum, myndir birtust
siðan af rektor, dr. Magga og
kennslustjóranúm skælbrosandi
og þeir voru allir mjög hressir
með tillötu Aalto.
Tillagan hefur legiö fyrir frá
þvi i janúar, en nokkur ár eru siö-
an þessi þekkti arkitekt tók þetta
verk að sér. Vörpúðu þá margir
öndinni léttar, einum bitanum
var þó borgið úr munni tslenskra
arkitekta. Þó blasir sú staðreynd
við, að þó gott skipulag sé til, þvi
lausnAalto er snjöll, þá er alltaf
nóg, af misvitrum embættis-
mönnum sem ganga þvert á slik-
ar tillögur. Það hafa verið örlög
þessarar þjóöar að sérhæfa sig i
slikum aulum og til að kóróna allt
þá sitja þeir oft mestu ábyrgðar-
stöðurnar Nægir að benda á hrak-
farir i islensku skipulagi til þess,
tillögurnar að Þingvöllum og
Fossvogshverfi sem voru báðar
algerlega hundsaðar af stjórn-
völdum.
Skjól.
Svæðisskipan Aaltos gengur út-
frá aöalbyggingu sem miðju.
Hann heldur sig lika við ásinn
sem kominn er með Suöurgötunni
og gerir ráð fyrir að handan göt-
unnar verði byggingar á vegum
skólans, svo sem VR og Þióðar-
bókhlaðan, en það stendur til að
hefja framkvæmdir við hana á
næsta ári. Hann gerir þó ekki
kröfuá hendur borgaryfirvöldum
aö Suðurgatan leggist af. Hún
klýfur hverfið að vissu leyti i
tvennt og verður ævinlega til
trafala, það mun aukast til muna
ef hún verður gerð að hraöbraut,
einsogáætlaðer i aðalskipulagi.
Siðan er ætlun Aaltos að þrengja
byggingar á svæðinu kringum
aðalbyggingu. Byggt verði I sveig
og niður af henni þannig að skeif-
an haldist að hlut, en verði um-
kringd af byggingum i halfboga.
Þannig lokast umferðargnýrinn
af, auk þess sem skjól myndast á
svæðinu fyrir norðanáttinni. Hug-
myndin er að útfrá háskólanum
til austurs risi mikil húsasam-
stæða undir húmaniskar greinar.
A vængnum á móti (sjá mynd)
risi m ik ill f yrirlestrasalur. E innir
risi miklar byggingar andspænis
Amagarði og Lögbergi. Niðri
mýrinni á Nörræna húsið að bera
viö fjallahring við botn þriðju
tjarnarinnar. Siðan er Háskólan-
um opinn svæði til byggingar i
suður meðfram prófessorabúö-
stöðum og hjónagarði allt út að
Tivoli.
Athugunar er þörf.
Skipulag Aaltos er aðeins hug-
mynd. Þaö tengist hvergi neinni
ákveðinni stefnu yfirvalda, enda
eru byggingarmd skólans, svo
húsnæöi hans verði vel fyrir kom-
iö, ekki I höfn á næstu áratugum.
A lóð landspitalans er gert ráð
fyrir mikilli byggingu undir
lækna og tannlæknadeild. Þá er
sömuleiðis gert ráð fyrir Náttúru-
gripasafni i suðri. Þessi áætlun
tengist samt ekki víðfeðmu og
ákveðnu skipulagi. Þetta er að-
eins skýjaborgið og timinn einn
virðist geta sagt hvert útlit
svæðisins verður þegar allt kem-
ur til alls.
Háskólaritari, lector og dr. Maggi: Ef þú smælar framan I heiminn
Frá öskjuhlið.
Fj órðadagsgleði
verður haldinn 28.des.
9-3 28. des. kl. 21-3
í Sigtúni
Stuðmenn
sjá um fjörið
Miðasala í anddyri FS. 27-28 kl.1-4.
Miðar seldir stúdentum gegn
framvísun skýrteinis á kr. 800
miðann. Aðrir borgi 1200 kr.
Samtök stofnuð
um dagvistarheimili
Byggjum fleiri dagvistarheimili
Fóstrur, foreldrar og fleiri aðilar hafa stofnað með sér
samtök til að berjast fyrir úrbótum i dagvistarmálum.
Samtökin eru öllum opin og byggjast á einstaklingsaðild.
I. Skipulag samtakanna er eftirfarandi:
a) Stjórn kosin á aðalfundi. Hana skipa fimm menn og
skipta þeir með sér verkum eftir þörfum.
b) Almennir félagar starfa i starfshópum eftir getu.
Starfshóparnir vinna eftir stefnuskrá samtakanna.
Starfshópar eru ýmist stofnaðir af stjórn eða myndaðir
á félagsfundum.
c) Félagsgjald er 500 kr. á ári eða hærra að vild félaga.
Aðalfundur ákveður félagsgjald.
II. Markmið samtakanna:
Aðaimarkmið samtakanna er að öll börn á forskólaaidri
eigi rétt á dagvistun.
Samtökin teija dagvistun þessara barna forsendu fyrir
jafnrétti til náms og starfs. Meginástæður þessarar
afstöðu eru tvær. Annars vegar eru börnin og hins vegar
eiga báðir foreldrar rétt á að sækja vinnu. Af þessu
leiðir að samtökin berjast fyrir fleiri og betri dagvistar-
heimilum og bættri starfsaðstöðu starfsfólks þeirra.
III. Kröfur:
Af markmiðum samtakanna leiðir að þau setja fram
eftirfarandi kröfur:
a) Fleiri dagvistarheimili.
— öll börn eigi rétt á dagvistun.
b) Nýbyggingar og frágangur: 500 milj. úr rlkissjóði
strax.
c) Engar hækkanir á dagvistargjöldum — fast hámarks-
gjald.
d) Færri börn á hvern starfsmann — aukin velliðan og
þroski.
IV. Aðgerðir:
Samtökin leggja á það aðaláherslu, að treysta verði á
samtakamátt fjöldans, fremur en gerðir einstaklinga
eða ráðamanna I komandi baráttu. Samtökin álita að
rikisvaldið og bæjar- og sveitarfélög eigi að bera
kostnað dagvistar að mestu leyti og beina þvi kröfum
sinum og baráttu að þeim aðilum. Samtökin munu nota
fjölmiðla og standa fyrir ýmsum aðgerðum, svo sem
undirskriftasöfnunum, fundum, kröfugöngum o.fl., til
að koma skoðunum sinum á framfæri.
Dag v i sta r sa mtök i n
Starfsgrundvöllur samþ. á
stofnfundi 20. nóv. ’76.
pbb