Stúdentablaðið - 06.03.1978, Blaðsíða 2
Stúdentablaðið
2
mb
Hags mu nafélag
stúdenta
Vaka er félag þeirra stúdenta, sem aöhyllast lýðræðislegar lífs-
skoðanir. VAKA er baráttuvettvangur fyrir umbótasinnaða stúd-
enta, sem vilja vinna að hagsmunamálum stúdenta á þeim grund-
velli, sem best hefur reynst, þ.e. að setja baráttumálin fram á
greinagóðan og raunhæfan hátt, beita sanngirni og virða réttar
leikreglur lýðræðisins. VAKA er opið félag. Allir þeir stúdentar,
sem áhuga hafa, geta tekið þátt í störfum félagsins og haft þar
áhrif. Stefna VOKU í hagsmunamálum stúdenta er skýr. Hagur
stúdenta situr alls staðar í fyrirrúmi. Stefna Vöku í þjóðmálurr
ber þess merki að félagið sækir fylgi sitt til stuðningsmanna allre
lýðræðisf lokkanna, auk hinna f jölmörgu, sem ekki hafa tekið af-
stöðu til neinna f lokka. Er þar í mörg horn að líta, en það er stef na
þess að allir lýðræðissinnaðir stúdentar sameinist í VÖKU.
Munið
kosningaballið
i Sigtúni 9. mars
Hvar
er
árangurinn ?
Þegar stúdentar ganga til kosninga nú og eiga að velja á milli nú-
verandi stjórnar stúdentaráðs og VÖKU, félags lýðræðissinnaðra
. stúdenta, sem hefur ekki haft meirihluta síðan 1971, ættu þeir að
reyna að svara eftirfarandi spurningum:
1) Hvaða árangur hefur náðst í baráttunni fyrir bættum náms-
lánum? 2) Hvernig er ástand og framtíðarhorfur Garðanna? 3)
Hvernig gengur rekstur Félagsstofnunar stúdenta? 4) Hvaða um-
bætur hafa verið gerðar á rekstri matsölu stúdenta til lækkunar
vöruverðs? 5) Hvernig eru rekstrarhorfur Hjónagarðanna? 6)
Hvað hafa margir almennir stúdentafundir verið haldnir í vetur?
7) Er Stúdentablaðið málgagn allra stúdenta meira en aðeins í
orði? 8) Er kosningafyrirkomulag til 1. des. hátíða stúdentar með
eins lýðræðislegum hætti og unnt er?
Til að meta árangur núverandi vinstri meirihluta verður hver
stúdent að svara þessum spurningum og f leiri. En svörin eru fá og
neikvæð. Er þvi ekki óeðlilegt, að stúdentar spyrji: Hvar hefur
stjórn stúdentaráðs verið í vetur?
Raunhæfari baráttuleiðir
Barátta stúdenta fyrir bættum lánum hefur verið megin deilu-
efni í hagsmunamálefnum stúdenta f mörg ár. Stefna VÖKU hefur
ætið verið skýr: Námslán séu ætíð í hópi hagstæðustu lána á hverj-
um tima. Eru stúdentar smám saman að sannfærast um réttmæti
þessarar kröfu. En lítill sem enginn árangur hefur náðst frá því
lögin um visitölubindingu námslána voru sett að frumkvæði vinstri
manna. Ýmsar baráttuleiðir hafa verið reyndar, en alltof mikið
hef ur verið um árangurslausa útif undi og þaulsetur, sem ná aðeins
árangri samhliða öðrum aðgerðum. VAKA hefur lagt áherzlu á, að
til að ná árangri þarf að beina spjótunum að þeim aðilum, sem
hafa ákvarðanavaldið. Sýndi VAKAeina leiðíverki i nóvember s.l.
með því að gefa stúdentum kost á að senda þingmönnum f járveit-
ingarnefndar Alþingis bréf með áskorun um veitingu 100% lána.
Lét VAKA siðan SHI eftir framkvæmd úrvinnslunnar. Alls sendu
um 1200 nemendur áskorun til f járveitingarnefndar. VAKA bendir
á eftirfarandi atriði varðandi þessa aðgerð:
1) Krafan í dag er 100% lán, 2) Stúdentar snúa sér beint að þeim
aðila, sem hefur ákvörðunarvaldið, 3) Hverjum stúdent gefst kost-
ur á að koma mótmælum sinum persónulega á framfæri og sýna
þannig raunverulegan baráttuvilja, 4) Samvinna VÖKU og vinstri
manna i þessu brýnasta hagsmunamáli stúdenta lofar góðu, 5)
Frumkvæði aðgerða þarf ekki alltaf að koma frá stjórn stúdenta-
ráðs.
Könnun á námsálagi
Tímabært er orðið að framkvæmd sé
könnun á námsálagi i háskólanum.
Standa vonir til, að slík könnun verði
gerð næsta vetur. Er það grundvallar-
atriði, að hún verði undirbúin i samráði
við alla hagsmunaaðila, svo niðurstöður
þeirra rannsókna verði raunhæfar og ó-
véfengjanlegar.
Gallað kerfi
Könnun á vinnu stúdenta getur verið
grundvöllur að úrbótum á námstilhögun
hinna ýmsu deilda skólans. Endur-
skipuleggja þarf einingakefi námsins.
Meta þarf allt nám til eininga, en i kjöl-
far þess má bæta lánakerfi stúdenta,
námstímamörk og vinnuálag. VAKA
opnar hér umræðuna og leggur fram
sinar hugmyndir að betri skóla.
Markmið
Megin markmið þessara tillagna
VÖKU er, að hver stúdent, hvar i skól-
anum sem hann stundar nám, fái að
ráða tilhögun náms sins eins mikið og
raunhæft er.
Einingakerfi náms
Einingakerfi náms verður að endur-
skipuleggja i þeim deildum, sem það nú
er og taka upp i hinum. Verður að ganga
út frá, að ein námseining jafngildi 40
stunda námsviku.
V____________________________
r >
Að hverju
hyggst Vaka
beita kröftum
sínum
næsta vetur?
lífvænleg lán fyrir
stunda
vinnuviku
VAKA íélag lýðræíieainnaðra stúdenta
v._________________________;_____________________J
Námshraði
Tryggja þarf, að einingakerfið sé
sveigjanlegt, svo stúdentar hafi alltaf
kost á að ljúka náminu á lengri eða
skemri tima en lagður er til grundvall-
d.F-
Viðmiðunarnámstimi
Lánasjóður islenzkra námsmanna
verður að taka mið af heildarnámstima
hverrar deildar. Sá viðmiðunarnáms-
timi er sá timi sem það tekur náms-
mann að meðtaka allt námsefni deild-
arinnar með 40 stunda vinnuviku.
Námslán
Námslán verði raunverulega hagstæð.
L.í.N. veiti fullt lán, er fullnægi fjárþörf
námsmanns, ljúki hann tilskyldum
einingafjölda með 40 stunda vinnuviku.
Aukin afköst
Ljúki námsmaður fleiri einingum en
tilskyldar eru, skal lánasjóðurinn mæta
þeim auknu afköstum með hærra láni.
Deildamúrar
Upptaka eininga i námi opnar deildir
skólans. Auðveldar það upptöku nýrra
deilda : gefur möguleika á fjölbreyttara
námi: meiri tilhneiging verður i þá átt,
að gefa kost á framhaldsnámi innan há-
skólans.
___________________________)