Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 2
Um kosningar til Stúdentaráðs f nútíð og fortíð Enn einu sinni standa stúdentar í Háskóla íslands frammi fyrir því að velja fulltrúa sína í Háskólaráð og Stúdentaráð Háskóla íslands. í fyrsta skipti í 25 ár stendur valið á milli fjögurra fylkinga en undanfarin fjögur ár hafa þrjú félög boðið fram. í bæði ráðin er kosið almennri, hlutbundinni listakosningu og sitja þeir, sem kosningu hljóta, í tvö ár. Á kjörskrá eru allir skráðir stúdentar við Háskólann en undanfarin ár hefur um helmingur þeira nýtt sér kosningaréttinn. í Stúdentaráði Háskóla íslands (SHÍ) sitja nú 30 fulltrúar. Allir eru þeir kjömir til tveggja ára og er því 15 fulltrúar kosnir ár hvert. Af þessum 15 em 13 kjömir beint til Stúdentaráðs en 2 sem Háskólaráðsfulltrúar en þeir eiga jafnframt sæti í Stúdentaráði. Má því segja að framundan séu tvennar kosningar sem fari aðeins fram á sama tíma. Á kjörstað munu kjósendur fá afhenta tvo kjörseðla, annan með framboðslistunum til Stúdentaráðs en hinn með listunum tii Há- skólaráðs. Til fróðleiks má geta þess að í Háskólaráði sitja 15 manns og þar af fjórir stúdentar. Þessum fjómm fulltrúum skipta í dag Vaka og Félag vinstri manna jafnt á milli sín. Það kostaði mikla baráttu að fá fulltrúa í ráðið en fyrsti stúdentinn tók þar sæti árið 1957. Þeim fjölgaði í tvo kringum 1970 og haustið 1976 urðu þeir fjórir. Eins og áður sagði sitja30 manns í Stúd- entaráði og skiptast fulltrúamir þannig á milli fylkinganna að Félag umbótasinnaðra stúdenta hefur 6, Félag vinstri manna 12 (og þar af tvo Háskólaráðsfulltrúa) og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, 12 fulltrúa (en þar af tvo Háskólaráðsfulltrúa). Við skulum nú glöggva okkur lítillega á því hvernig kosið hefur verið til Stúdenta- ráðs á liðnum áratugum. Kosningafyrirkomulagið frá 1920 til 1985 Stúdentaráð Háskóla íslands var stofnað í lok árs 1920.1 upphafi sátu 9 manns i ráðinu og hélst það óbreytt til 1966. Frá stofnun SHÍ og til 1923 vom 8 fulltrúanna kjömir gegnum deildirnar, tveir úr hverri deild, en fráfarandi ráð kaus níunda manninn. Árið 1923 var ákveðið að deildirnar kysu aðeins einn manninn hver en fjórir yrðu kosnir almennri meirihlutakosningu. Þessi skipan hélst til 1933 en þá var samþykkt að taka kosningu níunda mannsins frá frá- farandi ráði og kjósa í staðinn fimm fulltrúa almennri kosningu. Þá var einnig sú breyt- ing gerð á fyrirkomulagi almennu kosninganna, að meirihlutakosning var látin víkja fyrir hlutbundinni listakosningu. Það var nauðsynlegt vegna stofnunar fyrstu pólitísku félaganna í skólanum. Ekki vom menn lengi sáttir við þessa breytingu og ákváðu að stíga skrefið til fulls árið 1936 og láta kjósa alla fulltrúana níu í almennri, hlutbundinni listakosningu. Þetta fyrirkomulag hélst óbreytt til 1960 en þá var samþykkt, eftir mikið þjark, að hverfa til upphaflega fyrirkomulagsins og láta kjósa fulltrúana í ráðið sem einstaklinga gegnum deildirnar. Hið nýja fyrirkomulag átti að gera kosningamar ópólitískar en vafamál er hvort það hefur nokkurn tíma tekist. Endurbætur vom gerðar á deildakjörinu árið 1966, sem fólust m.a. í fjölgun ráðsliða, en annars var það viðhaft til 1974. Þá var deildakjörið orðið að hreinni pólitískri kosn- ingu og þótti því farsælast, að skipta aftur yfir í almennt, hlutbundið listakjör og hefur það haldistsíðan. Myndun meirihluta í Stúd- entaráði Undanfarin fjögur starfsár Stúdentaráðs hefur engin fylkinganna þriggja, sem fulltrúa eiga í ráðinu, haft þar meirihluta. Þess vegna hafa stjómarmyndunarviðræður alltaf fylgt í kjölfar hverra kosninga og hafa jafnvel staðið í nokkrar vikur. Umbótasinnar hafa verið í oddaaðstöðu í ráðinu og er þess vegna erfitt að mynda meirihluta án þeirra nema þá auðvitað að allveruleg breyting verði á fylgi fylkinganna. Nú heldur um stjórnartaumana meirihluti umbótasinna og Vökumanna, í fyrravetur voru umbótasinnar í samstarfi við vinstri menn en tvö árin þar á undan með Vöku. Stúdentablaðið vill að lokum hvetja stúd- enta til þess að nýta sér kosningaréttinn. í síðustu kosningum kusu um það bil 49% þeirra sem vom á kjörskrá. Þessa tölu má auðvitað hækka eitthvað þegar tekið er tillit til þeirra hundmða sem þá höfðu hætt námi eða aldrei hafið það. Þetta breytir því þó ekki að þátttakan í kosningunum undangengin ár hefur verið of lítil. stúdentablaðið Skilafrestur í fjórða tölublað Stúdentablaðsins rennur út miðvikudaginn 10. apríl 1985. Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjóri: Kristinn Jens Sigurþórsson Ritstjómarfulltrúar: Hrólfur Ölvisson og Páll Björnsson Auglýsingastjóri: Júlíus Einarsson Útlitshönnun: Ýmsir Forsíðumynd: Jóhanna Friðriksdóttir Prentvinna: Prentstofa G. Benediktssonar Ritstjóm-Afgreiðsla-Auglýsingar: Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut 101 Reykjavík. Sími Þ59-59. 2 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.