Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 21

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Síða 21
Stefnuyfirlýsing Manngildissinnaðra stúdenta Hvaða kerfi, hvaða þjóð, hvaða félag er undanþegið þeirri kreppu sem ríkir í dag? Stjörnunum úti í geimnum verður ekki kennt um né heldur veðurfarinu. Mataræði fólks á engan þátt í því að niðurrifs- stefna ryður sér til rúms um gervalla heimskringluna ásamt atvinnu- leysi; verðbólgu, ofbeldi, ofsóknum, misrétti og tortímingu. A því- líkum neyðartímum leggur manngildisstefnan fram svör sín, sem miða að því að fólkið sjálft breyti félagslegum samskiptum, þau verði í þágu mannsins en vinni ekki gegn honum. Manngildisstefnan kom fram á öðrum tíma og reis með vísindaleg- um rökum gegn myrkraöflun og einræðisstjóm. Síðan hefur stefnan þróast og gert sér æ ljósari grein fyrir að hún felur í sér björtustu von mannkyns. Nú er hún sér fyllilega meðvitandi um möguleika sína og takmörk. Manngildisstefnan á uppmna sinn í tilvist mannsins. Hún fjallar um manninn út frá tilvist hans, en byggir ekki á kenningum um hann, sem ganga út frá því að raunveruleiki heimsins hefjist áður en mannlegt líf kviknaði. Manngildisstefnan fellst ekki á þá skoðun heimspekinga frá fymi tíð, að ekki sé hægt að skilgreina tilvist mannsins nema með háspeki, félags- og sagnfræðilegum tilgátum. Því er þvert á móti svo farið að við getum einungis mótað vísindalega heimssýn út frá tilvist starfsemi með aðferðafræði andofbeldis. Manngildisstefna samtímans lætur sér ekki nægja kenningar þeirra vísinda sem ekki styðjast við tilvist mannsins og því síður hjátrú um svokallað eðli mannsins, sem gengur út frá því að fyrirfram sé ákveðið hvort hann ver lífi sínu til góðs eða ills. Hver eru þá grundvallaratriði manngildisstefnunnar með tilliti til hins félagslega veruleika? Þau eru sem hér segir: 1. Heimurinn, sem maður- inn fæðist til, er félagsleg- ur og reistur á mannleg- umásetningi. 2. Félagslegur þáttur heimsins hefur ásetning. Það sem telst vera nátt- úrlegt getur orðið mann- legt með því að verða fyrir mennskum ásetningi. I reynd er það samfélagið sem miðlar og meðtekur það sem mennskt er — sjálfan tilganginn. 3. Þess vegna felst í mann- legri tilvist frelsi til að meðtaka heiminn — eða hafna honum. Hæfileiki mannsins til ásetnings gerir honum kleyft að samþykkja eða hafna ákveðnu ástandi. Þar af leiðandi er hann ekki ein- ungis „speglun" þessa ástands. 4. Samfélagið er söguleg staðreynd. Þess vegna er manneskjan félagsleg og persónuleg saga en ekki bara mannlegt „eðli“ („náttúra"). Náttúran hef- ur aðeins áhrif á líkama mannsins, en ekki hæfi- leikann til ásetnings, en ásetningurinn er einmitt það sem auðkennir það semmennskter. 5. Þaðervegnahæfileikans til að vera frjáls sem manneskja velur að sam- þykkja eða hafna því fé- lagslega ástandi sem hún fæðist til, þróast eða deyr í. Enginn getur þróast nema horfast í augu við það félagslega ástand sem hann býr við og eng- inn kemst hjá því að velja. Að velj a ekki felur einnig í sér val. Afleiðingar þess sem valið er staðfesta hvorki né ógilda þessa staðreynd. 6. Sögulegur eiginleiki mannsins birtist í sam- skiptum hans við félags- legar aðstæður, en þessi eiginleikivartilfyrirdaga einstaklingsins og heldur áfram að vera til eftir að hannerallur.Þannigfelur félagsleg virkni í sér stöð- ugt mat á sögunni og hún er jafnframt skuldbind- ing þeirri framtíð sem nær út fyrir dauða ein- staklingsins. 7. Mennsk tilvist þróast í mótsögnum sem verða til fyrir sögulegar aðstæður ogkoma stöðugt inn á hið persónulega og félags- legasvið. 8. Hjá einstaklingnum birt- ist mótsögnin sem skrán- ingáþjáningu. Afþvíleið- ir að þegar maðurinn stendur andspænis mót- sagnakenndu félagslegu ástandi þá þekkir hann sjálfan sig í þjáningu þeirra sem eru hrjáðir af samaástandi. 9. Félagsleg mótsögn er afleiðing ofbeldis. Of- beldið birtist ljóslega þeg- ar menn, einn eða fleiri, eru kaffærðir í hinum náttúrlega heimi og sviptir eiginleikanum til ásetnings sem jafngildir frelsisviptinguþeirra. 10. Ofbeldi t margvíslegum myndum (líkamlegt, efna- hagslegt, á grundvelli kynþátta og trúarbragða) er afneitun á því sem er mennskt í öðrum mönn- um. 11. Ofbeldi felst meðal ann- ars í því að hluti félags- legrar heildar slær eign sinni á heildina og þar er að finna undirrót mót- sagnaogþjáningar. 12. Persónulega og félags- lega þjáningu er einungis hægt að yfirstíga með því að breyta þeim ofbeldis- þáttum sem mótsögninni hafa valdið. Baráttan fyr- ir sigri yfir þjáningunni færir hverjum manni full- vissu um eigið frum- kvæði þar sem hann staðfestir með henni eig- inleikann til ásetnings sem aðrir hafa hafnað. 13. Árangurbaráttunnarfyr- ir því að gera heiminn mennskan (bæði hinn fé- lagslega og hinn náttúr- lega heim) birtist í stig- magnandi framþróun. Samfara þeirri framför þróast eiginleikinn til ásetningssemvinnurbug á sársauka ogþj áningu. Framangreind atriði og hagnýting þeirra í stjómmálastarfi má rekja til skilgreiningar sem reist er á tilvistarlegum rökum. Þau eiga, sér frumkvöðla í aðferð fyrirbærafræðinnar. Nú á dögum má telja hana einustu strangvísindalegu aðferð sem lýsi og túlki líf mannsins frá félagslegu sjónarmiði. Á sama hátt og manngildisstefnan aðhyllist vísindalega aðferða- fræði sem byggir á lýsingu og túlkun, tjáir hún sig í félagslegri starfsemi með aðferðafræði aandofbeldis. Stúdentablaðið 21

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.