Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 22

Stúdentablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 22
Stefna Manngildissinnaðra í ýmsum málum Rjúfa einangrun Háskólans Mikilvægt er að tengsl Há- skólans við fólkið í landinu séu góð. I dag er ástandið þannig að alltof algengt er að heyra setn- ingar eins og: „Sóun á fé skatt- borgaranna", þegar umræðan snýst um háskólanám. Því er nauðsynlegt að leiðir séu fundn- ar til þess að efla þessi tengsl og höfum við nokkrar tillögur um hvernig hægt sé að gera það. — Almenningur fái enn meiri möguleika á því að sækja aðstoð og þekkingu inn í háskólann. Það getur verið í því formi sem verið hefur, t.d. hjá Órator, þ.e. ráðgjafaþjónusta eða stutt námskeið sem stúdentar halda. — Einu sinni á vetri yrði öll- um sem vilja, og sérstaklega ráðamönnum, boðið í allar deildir fengju þeir þar kynningu á því sem þar fer fram. Deildimar geri út hópa í fyrir- tæki víða um land og kynni þar það sem þeir eru að gera á ein- faldan og aðgengilegan hátt. Þannig gætu þeir skýrt út nám sitt fyrir sjálfum sér og öðmm og tengt það því þjóðfélagi sem það á að nýtast í. — Lögð verði meiri áhersla á að prófessorar stundi rannsókn- ir og þá með stúdentum og að- ilum úr atvinnulífinu. Sjálfstæður Háskóli — í dag skipar Forseti íslands prófessora og mennta- málaráðherra dósenta og lektora. í dómsnefnd þeirri sem metur hæfni umsækjenda á menntamálaráðherra einn full- trúa, háskólaráð einn og deildin einn. Þetta em óþolandi afskipti utanaðkomandi aðila af mál- efnum Háskólans og er okkar til- laga sú að Iíáskólaráð skipi í allar stöður og sú nefnd sem dæmi um hæfni umsækjenda verði skipuð fulltrúum frá Há- skólaráði, kennurum í deildinni og nemendum í deildinni. — Gætt sé vandlega að starfstéttir sem eiga hagsmuna að gæta geti ekki haft áhrif á kröfur sem eru gerðar í ýmsum greinum og stjórnað þannig flæði fólks inn í stéttina. Menntun með virkri þáttöku — Gert verði meira af því að leysa raunveruleg verkefni úr þjóðfélaginu þar sem því verði við komið og sneiða þannig hjá tilhneigingunni til þess að glíma við eitthvað óraunhæft og óhagkvæmt. — Nemar á efri stigum fái aðstöðu til þess að reyna sig við að kenna nýnemum og fái það metið til eininga. — Metin verði störf nemenda í þágu stúdenta svo sem við rekstur Félagsstofnunar og blaðaútgáfu. 22 Rjúfa einangrun Háskólans Stúdentblaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.