Stúdentablaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 8
8
HASKOLINN
Nýnemar hrúgast inn í Húskólann enn eitt árið. Konur eru taplega 60% nýnema
Slagurinn harðnar í læknisfræði
KONUR
57,8%
KONUR
55,7%
í Bffl '
hjá nýnemum með 220 nýskxán-
ingar. Hagfræðin er nokkuð svipuð
og í fyrra þótt fækkun kvenna sé
kannski nokkuð áberandi.
Heimspekideildin stærst
Tveimur fleiri nýnemar skrá sig í
heimspekideild heldur en í
læknadeild og verður hún því að
teljast sú vinsælasta. Fátt er þó um
breytingar og virðast skorirnar
halda sínum hlut. Islenska og
sagnfræði eru þar fjölmennustu
fögin og rómönsk og slavnesk ntál
eru sömuleiðis vinsæl. Atján
hyggjast spreyta sig á
tannlækningum en klásusinn þar
býður upp á að sex komist upp á
annað ár.
Verkfræðin áfram karlaveldi
Það er helst byggingarverkfræðin
sem dregur að sér konur því þar
skráir sig ein kona á nióti hverjum
tveimur körlum. Fæstir fara í
byggingarverkffæði eins og í fýrra.
Langfjölmennust verður vélaverk-
ffæðin (40 strákar, 4 stelpur) að
vanda og rafmagnsverkfræðin (37
strákar, 2 stelpur) kemur rétt á eftir.
Litlar breytingar hafa orðið á fjölda
nýskráðra í raunvísindadeild.
Sjatnar í sólarfræ&inni
Tvö hundruð nýnemar fóru í
sálarfræði fyrir tveimur árum en nú
og í fyrra rétt rúmlega eitt hundrað
sem gefúr til kynna að hin
gríðarlega fjöldasprenging hafi þar
náð hámarki haustið 1993.
Breytingin hjá sálarfræðinni (39
karlar, 79 konur) frá því í fyrra
virðist helst vera í þá átt að fjöldi
kvenfólks sé að aukast á kostnað
karlmanna á meðan að áhugi
kvenna á stjórnmálafræði (33
karlar, 16 konur) minnkar nokkuð.
Annað er flest við það sama í
félagsvísindadeild.
Konur viröast á góðri leið
með að taka yfir trúarlíf
landsmanna. I tölum yfir
fjölda stúdenta á fyrsta ári í
Háskólanum kemur fram að 32
konur á móti 9 körlum skráðu sig í
guðfræðideild. Trúin er þó alls ekki
eina sviðið þar sem hlutfall kvenna
eykst því að í ár eru tæp 58%
nýskráðra konur en voru 55% í
fyrra. Fleira vekur athygli en rétt er
að taka fram að tölur um fjölda
nýnerna í ár gætu átt eftir að
breytast lítillega. Til að mynda
kunna einhverjir deildaráfandi að
vera tvítaldir.
SIGURJÓN PÁLSSON SKRIFAR
Einn nýnemi kynlaus
í ár hafa þegar skráð sig 2266
nýnemar en í fyrra voru þeir 2291.
Alls stunda 5626 einstaklingar nám
við Háskóla Islands en af þeim
fjölda eru 3179 konur eða 55,7%
og 2446 karlar eða 44,3%. Fegar
betur er að gáð vantar einn upp á í
þessum útreikningum
(3179+2446=5625, eða hvað).
Skýringin á þessu vandamáli
reyndist vera sú að einn nýnemi er
skráður kynlaus, já kynlaus, hjá
Nemendaskrá. Allt um það, á
tímum umburðarlyndis og
fordómaleysis ætti það ekki að
trufla einn né neinn í skólastarfinu.
Blóð og hvítir sloppar
Tuttugu fleiri en í fyrra dreymir um
blóð og hvíta sloppa því 197 ætla
að reyna sig við klásusinn (30 inni,
restin úti) í læknisffæði en aðeins
177 í fyrra. Fjölgun á skráningum í
lyfjafræði (9 strákar, 25 stelpur)
viröist hafa staðnæmst, a.m.k. um
sinn, eftir mikla aukningu í fyrra.
Enn fjölgar í hjúkrunarfræði (3
strákar, 139 stelpur) en nokkuð
færri stefna í sjúkraþjálfún.
Laganemum á fyrsta ári virðist
við fyrstu sýn hafa fækkað um
hundrað frá því í fyrra, úr 238 í
145.1’egar betur er að gáð og tekið
er tillit til þeirrar lensku í Lögbergi
að vera tvö til þrjú ár á fyrsta ári er
best að bíða eftir endurskráningum
á fyrsta ár áður en of víðtækar
ályktanir eru dregnar. Nokkur
fjölgun hefúr orðið í viöskipta-
fræðinni en hún er vinsælasta fagið
Fjoldi nynemo við H.j haustíð 1995 samanboriS við fjölda þeirra í fyrra. Efri
súbn sýnír fioldann 1994 og sú neðri sýnir nýskráningar 1995. Karlstúdentar
iylla biáu sulurnar en kvenstudentar þær bleiku.
Ferðaskrifstofa
stúdenta 15 ára
Stokkakerfið
Fimmtán ár eru liðin síðan stjórn
Félagsstofnunar stúdenta ákvað að
stofna sérstaka deild innan
fyrirtækisins sem sinnti ferðamál-
um stúdenta. Ferðaskrifstofan
fagnaði þessum tímamótum ný-
verið en í fyrstu var deildin kölluð
Ferðaþjónusta stúdenta. Fví var
breytt árið 1986 og heitir hún nú,
eins og ófáir stúdentar vita fúllvel,
Ferðaskrifstofa stúdenta. Fað ár
fékk skrifstofan formlegt ferðaskrif-
stofúleyfi, ásamt IATA réttindum.
Um þessar mundir starfa níu fast-
ráðnir starfsmenn hjá Ferðaskrif-
stofú stúdenta auk framkvæmd-
astjóra.
Ferðaskrifstofan hefúr alla tíð verið
rekin meó það að markmiði að
sinna þörfúm ungs fólks og náms-
manna. Reynt hefúr verið að semja
um hagkvæm fargjöld um allan
heim, ýmist í flugi eða með lest.
Ferðaskrifstofan er m.a. aðili að
Norrænu stúdentasamtökunum
sem reka Kilroy Travels Inter-
national.
DALLA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR
Nýtt kennslufyrirkomulag hefúr
verið tekið upp í verkfræði- og
raunvísindadeild sem auðveldar að
mörgu leyti námsskipulag innan
deildanna. Fað byggist á stokkum
sem innihalda tvær 35 mínútna
kennslustundir en 5 mínútna hlé er
á milli þeirra. Kortershlé er á milli
stokka. Samkvæmt dönskum
rannsóknum halda nemendur
einbeitingu í einungis 35 mín. og
er þaö ein aðalástæða þess að
stokkakerfið var tekið
upp. Stúdentablaðið
leitaði til Sigurðar
Steinþórssonar,
prófessors í
raunvísindadeild, og
fékk nánari útlistun á
kerfinu.
„I hverjum stokki
eru námskeið sem
liggja á ólíkum sviðum
svo að ekki er hætta á
að nemendur þurfi að sleppa
námskeiðum vegna árekstra,“ segir
hann. „Kosturinn við kerfið er sá
að nú er stundaskráin föst og þegar
lengra líður er ætlunin að
próftaflan verði líka föst og liggi því
alltaf fyrir. Kerfið gerir það einnig
að verkum að öllu fyrirlestrahaldi er
lokið um hádegisbilið og
eftirmiðdagarnir nýtast því betur til
lesturs.“
I framtíðinni má að mati
Sigurðar búast við því að
stokkakerfið verði allsráðandi innan
Styttri tímar ojy skóla
lýkur á hádejyi
Háskólans. Fá ætti val á kúrsum
innan deilda að verða mun
auðveldara en nú er. Sú gagnrýni
sem einna helst hefúr borið á snýr
einmitt að sama máli. Nemendur í
landaffæði og lyfjafræði eiga t.d.
erfiðara nú en áður að velja
námskeið í öðrum deildum vegna
þess að stundaskrá er ólík milli
deilda.
Stokkakerfið kallar á betri
undirbúning kennara ef þeir ætla
að komast yfir sama námsefni á 35
mínútum. Nemendur
eru nokkuð smeykir um
að þar sem kerfið er nýtt
muni álagið verða rnikið
í lok kennslu ef kennarar
hafa ekki náð sömu
yfirferð og áður. En á
móti kemur að rneiri
tími nýtist nú til lestrar
og því ætti sjálfsnám að
verða stærri hluti af
náminu.
aq.aa aq.qæ Mán. Þri. MiS. Fim. Fös.
Uo.UU’Uq.JÍ) 1 2 3 4
uo;4U-U7: i u
ur:ou-1 \j.\jsj 7 4 5 6 2
i u: i vj-1 u.^u
i i :uu-1 i :ou 11:40-12:15 ó 3 7 1 5
Veturinn ‘95-’96gengur ígildi nýtt fýrirhotnHlajj vii) kennslu i
vcrkfrœdi- ojj raunvísindadciid. Oll rcíjlulc/j námskcid cru felld í
númeraöa kennslustokka. Námskeiö í sama stokki eru kennd sömu
daga ojj á sómu tímum. Hér sést hvernig stokkar raöast á vikuna.