Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1929, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.06.1929, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Borgarstjóri og formaður bæjarstjórnar bjóða flugmennina vcl- komna. Til vinstri hafnarstjóri, Þórarinn Kristjánsson. Foto Óskar. Ahrenberg. Flodén og I.jnrglnnd, á brgggjunni i Regkjavik. Um ekkert hefir mcira vcrið tal- að í Rcijkjavík og enda um alt land síðastliðna viku en Atlants- hafsflug Ahrenbergs höfuðs- manns og Flodcn liðsforingja. Þcir flugu frá Stockholm á sunnudagsmorguninn var en lentu um kvöldið klukkan tíu við Skaftárós og var þá þrotið eldsneyti þeirra. Undir nœsta morgun kom varðskipið Óðinn á vettvang og dró vjelina til Vestmannaeyja, en þangað var ,,Fylla“ komin með benzín frá Reykjavik. Flaug Ahrenberg til Reyk javíkur mánudagskvöldið. Mikill mannfjöldi var saman kominn við höfnina til þess að taka á móii flugmönnunum og hcfir tseplega nokkrum gestum verið fagnað jafn lijartanlega og þcim Svíunum. Þá um kvöldið hjelt aðalræðismaður Svía og flugfjelagið þeim veislu á Hótel ísland og buðu þangað ráðherra, sendiherra Dana, borgarstjóra og fleirum. Eigi var setið lengi að borðum, því til mála gat komið, að flugmcnnirnir hjeldu áfram þá um kvöldið. Veðurfregnir frá Grænlandi voru fremur óhag- stæðar jmngað til klukkan þrjú um nóttina, cn þá var afráðið að halda af stað. En vjelin var ,,Sverige“ nýlent á Rcykjavíkiirhöfn. Foto Cnrl O/aFsson. .svo þunghlaðin, að hún náði sjer ekki upp. — Þriðjudags- morgun var svo haldið af stað, en flugmcnnirnir sneru bráð- lega við vegna smábilunar á skrúfunni og siðdegis sama dag var enn haldið af stað og snúið við vegna þess að ólag var á kælivatninu. Lengra er sög- u/ini ekki komið þegar þetta er skrifað. Sáfótenáety áer íesenclum ^fáf^ans /svecfju. Á mánudagskvöldið afhenti Ahrenberg flugmaður Fálkanum brjef frá þcim ritstjóra hans, sem búsettur cr í Osló. Er Fálkinn fyrsta blaðið hjer á landi, sem fær slíka kveðju toftleiðis frá öðr- um löndum, enda cr þetta í fyrsta skifti, sem póstflugvjel hefir komið hingað til lands. Fer brjefið hjer á eftir: Osló 7. júní 1929. K Æ a U L E S E N D U It F Á L K A N S ! Með þessari fyrstu loftpóstferð til Islands finn jeg sjer- staka ástæðu til að senda ykkur kveðju og bestu árnaðaróskir. Sú ferð, sem nú er farin, er líldeg til þess að valda tíma- mótum í sögu íslenskra samgangna. Hliðstæður atburður í sögu sambands Islands við önnur lönd var það, þegar ritsíminn var opnaður. En ritsíminn flytur fá orð og er dýr. Flugpóstur skapar möguleika fyrir sendingu brjefafrjetta og blaða á sólarhrings fresti. Það þýðir hvorki meira nje minna en að ísland er flutt þrisvar sinnum nær sínum nágrannalöndum í andlegum skilningi. Verið þess vissir, kæru lesendur, að þið munið fyrstir islenslcra blaðlesenda verða þessara umbóta aðnjólandi strax og reglubundnar ferðir hcfjast. „Fálkinn“ á erindi inn á hvert einasta heimili í landinu — og vjer munum ekkert spara til þess að gera liann sem fullkomnastan. — Munið það! M Efi K ÆR R I KVEfiJU Foto Ólafur Magnússoti. Ahrenberg aS lenda.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.