Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1929, Qupperneq 3

Fálkinn - 26.10.1929, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 I BIFREIÐ YFIR SAHARA Leiðarmerki i Buta i Sndan. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilsijórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. A ðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 cg 1—7. Skrifstofa í Osló: Anton Schj öthsgate 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarvcrð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. AllAR ÁSKRIFTIR GREIÐIST FYRIRFRAM. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Prentsmiðjan Gutenberg SRraóéaraþan/íar. „Hefði jiað verið steinn þá hefði það drepið mig“, sagði kerlingin þeg- ar hent var í hana ullarlagðinum. Við hlæjum að lterlingunni. En cigi skyldi sá grjóti kasta er i glerliusi býr. Við erum stundum lítið betri sjálfír. Mikill liluti allra þeirra þrætumála sem rísa milli manna, byggjast nefni- lega í upphafi á röksemdafærsiu kerl- ingarinnar og liennar liugsanagangi. En væri þeirri röksemdafærslu fylgt út í æsar yrði heimurinn áreiðanlega skrítinn. Því að þá væri skyndilega kominn nýr grundvöllur undir tilver- una. Það er einkenni málafylgjumanna og Iögflækjenda að bregða þcssu „hefði .... hefði“ fyrir sig. Og á þann hátt tekst þeim stundum að skekkja svo viðhorf málsins, að það virðist alt annað en það i laun og veru er. Við skulum segja, að maður Iæsi ann- an inn i herbergi. Sá innilæsti stefn- ir og krefst skaðabóta og leggur fyrir iögfræðing sinn, að klekkja sem mest á andstæðingnum. Og svo kemur lög- fræðingurinn og heldur þvi fram að innilokunin hafi verið banatilræði, því ef það hefði kviknað i húsinu á með- an þá liefði maðurinn brunnið inni. Og i stjórnmálunum er þetta ekki síður notað. Jafnvel í sjálfum al- þingissölunum blygðast kjörnir full- trúar þjóðarinnar sín ekki fyrir, að halda langar ræður, bygðar á þeim forsendum að ullarlagður og steinn sje eitt og það sama. Þessi aðferð er ekkert nema blekk- ing, visvitandi blekking. Gerð til þess i fyrstu, að villa öðrum sýn. En þetta vopn hefir þann eiginleika að það snýst í höndum manns, öðrum vopn- um fremur. Þeir menn, sem temja sjer aðferðina eru ótrúlega fljótir að hlekkjast sjálfir, þeim fer á sömu leið og mönnunum sem ljúga sama hlutnum svo oft, að þeim finst liann orðinn að sannleika. Ekkert er jafn skæður óvinur skýrr- ar hugsunar eins og þessi lciða að- ferð. Hún flælcir einföld atriði, sem öllum gætu verið skiljanleg, snýr sannleika i villu og ósannindum i sama. Og það er eigi ávalt auðgert, að finna raunveruleikann eftir að liann hefir verið málaður með þessum felu- litum. Og i stað þess að svifta Ijóns- húðinni af asnanum, þá láta menn htnum liðast að rymja, þó þeir þekki liæði óminn og eyrun. Fyrir rúmum mannsaldri var Afríka ókannaður heimur. Ferða- lög þeirra Livingstone og Stan- ley vöktu eigi minni athygli en heimskautaferðir og áttu það skilið. — Ferðalýsingar þessar lýstu erfiðleikum og þjáningum en auk þess stórmerku jurta- og dýralífi og tilveru nýrra þjóð- flokka. Um eyðimörkina Sahara hef- ir það verið sagt til skamms tíma, að yfir hana væri engum fært nema „skipum eyðimerk- urinnar“, úlföldunum. En nú hefir hugvitsmönnunum tekist að smíða ný „eyðimerkurskip", sem eru hraðari i förum en úlf- aldarnir og eiga sennilega eftir að útrýma þessum eldgömlu samgöngutækjum. Bifreiðarnar eru orðnar svo fullkomnar, að þær komast leiðar sinnar yfir foksandsflæmi eyðimerkurinnar. Nýlega liafa tveir enskir liðs- foringjar, Crofton og Tweedy skrifað bók um frækilega ferð, 10.000 kilómetra langa, sem þeir liafa farið á bifreið um eyði- mörkina Shara. Þeir höfðu með sjer negra einn og voru ekki fleiri í ferðinni, en áður hafa hvitir menn ekki lagt upp í þessháttar ferðir án margra tuga af svertingjum og fjölda burðar- dýra. -— Lögðu Englendiugarnir upp frá bænum Redjaf við Nil á hifreið sinni og komust alla leið vestur að Nigerfljóti en þaðan til Alsír og hefir förin vakið athygli um allan mentaðan heim. Myndirnar sein fylgja grein þessari eru allar úr l'erðalaginu. Gefa þær hugmynd um hvernig verið liefir umhorfs sumstaðar á leiðinni. Fyrsti kafli leiðarinnar heitir „Konungsbraut“; er það gömul þjóðleið milli Níl og Ivon- go, er þrælakaupmenn hafa far- ið öldum saman. Þaðan liggur leiðin áfram suður og vestur á bóginn. í Sudan hafa Bretar gert mikil mannvirki á síðari árum. Meðal annars hafa þeir lagt vegi og gert vatnsveitingar, hlaðið stíflur fyrir fljót og náð vatni á land, sem áður var eyðimörk, en nú er orðið hið frjósamasta. Til sönnunar þvi, að veganetið sje orðið nokkuð stórt, er efsta rnyndin með þessari grein. Hún er tekin í bænum Buta, sem er samgöngumiðstöð þar syðra, og sýnir leiðarmerkin til ýmsra staða þar í nágrenninu. Árnar voru einna versti þrösk- uldurinn á vegi ensku ferðalang- anna, því þær eru flestar óbrú- aðar ennþá. Urðu þeir því að flytja bifreið sína á ófullkomn- um flekum og bátum yfir árnar, og gekk það stundum skrykkj- ótt. Sumstaðar hefir orðið að grafa geilar i sandinn niður á fastari botn, til þess að komast áfram, en þær þurfa mikið við- hald, því þær vilja fyllast af foksandi. Frakkar hafa í tvö síðustu ár haldið uppi reglubundnum ferð- „Konungsbraut“. gamla þrœlasalaleiðin frá Nil og vestur. Bifreið Englendinganna. í sandmum sjást djúp hjólför eftir frönsku bifreið- arnar, sem ganga milli Niger og Alsír.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.