Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1929, Síða 13

Fálkinn - 26.10.1929, Síða 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. mpiRlNN ^ Reykiavfk. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. Aðeins ekta iSteinway- Piano og Flygel bera þetta merki. Einkaumboðsmenn: Sturlaugur Jónsson & Co. ♦»»»♦»»»»»»»»»♦» Vsrsia l/ig L/iig£- Vörur l/ið Vægu Verði. »»»»»»»»»»»»«i»*» súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest * Notið eingöngu íslenska rúgmjölið í brauð og slátur. mcrjo Mjólkurfjelag Reykjavíkur. cFál/sinn " b,M’- er besta heimilisblaOiD. Mlrtmlatlliiiriii E'TW william le queux Fbh. hefði verið öðruvísi, hefðir þú þá viljað verða mín? Hefðir þú þá .... ef til vill .... getað elskað mig? — Hugh, jeg elska þig .... nei, ekki þetta. Hugh ætlaði aftur að taka hana í fang sjer .... — en trúðu mjer .... jeg hefi orð- ið fyrir óttalegri, hræðilegri sorg, sem ekkert kemur við sambandi mínu við klúbbinn, og þau atvik gera mjer ómögulegt að verða þín. Ne, spurðu inig ekki, því jeg get ekki svarað. — Segðu mjer aðeins...er einhver ann- ar maður þvi til fyrirstöðu? — Nei, ekkert þessháttar, en hindrunin er engu að síður óyfirstíganleg. Hún mælti þessi orð með hryggum rómi, en einmitt hrygðin, sem i þeim lá, gladdi Hugh að sumu leyti, þvi hún var játning þess, að hún elskaði hann, og uppörvun fyrir hann til þess að leiða i ljós þetta leyndarmál, sem stóð á milli hans og stúlkunnar, sem hann elskaði. — Þú segir, að það sje klúbbnum alger- lega óviðkomandi, sagði hann. — Ekki kannske algerlega, sagði hún, en það er starfsemi hans óvikomandi, engu að siður. — Er þjer ógerlegt að segja mjer hvað það er? sagði Hugh. Og er það í raun og veru satt, að jeg geti ekkert gert i málinu? — Ef til vill get jeg einhverntima sagt þjer frá því, svaraði hún, — en jeg kom ekki hingað í dag til þess að tala um það. Og nú verð jeg að fara. Hugh fór til að opna dyrnar. Þar eð hann sá að hún vildi ekki segja honum meira, vildi hann ekki heldur spyrja frekar en orðið var. Hann opnaði aðeins dyrnar og beið eftir að hún færi lit. Hún geltk út að dyrunum og lokaði þeim því sein næst. Síðan sneri hún sjer að Hugh og sagði: — Hugh, þú ert ekki reiður við mig, er það? — Nei, auðvitað ekki. Og á næsta augna- bliki hafði hin tilfinninganæma stúlka, sem vildi bera harin sinn ein, vafið örmum sin- um um þáls hans og kysst hann. í eina minútu stóðu þau þannig — en þá sleit hún sig lausa. — Hugh, sagði hún, — jeg hlýt að vera bandóð, — vertu sæll, elskan min. Að svo mæltu opnaði hún dyrnar og þaut út og hann á eftir. í forsalnum kom hið önuga andlit á James í Ijós, og hann gekk fram til þess að opna útidyrnar fyrir hana. Hún trítlaði ljettilega niður tröppurnar og veifaði hendinni og var horfin á næsta augna- bliki. — Með leyfi að segja, herra .... mælti brytinn. — Þakka yður fyrir, jeg þarfnast ekki at- hugasemda yðar um gesti mína, svaraði Hugh, — og bið yður að stilla yður um alt slíkt. — Sjálfsagt, herra, sjálfsagt, svaraði Ja- mes gamli með illgjörnum glampa i augun- um. — Mjer gæti ekki dottið í hug að gera athugasemdir um gesti yðar. Það, sein jeg vildi sagt hafa, var ekki annað en það, að lögreglumaðurinn spurði hversu oft unga stúlkan kæmi hingað. — Skárri er það ósvífnin að spyrja þjón- ustufólk mitt sliks, æpti Hugh. ævareiður. — Og hverju svaraðir þú? — Jeg svaraði aðeins, sagði gamli brytinn illgjarnlega, — að jeg væri of þagmælskur til að segja ókunnugu fólki frá þvi hvenær unga stúlkan kæmi eða færi. — James, ef þú værir svo sem 150 árum yngri, þinn gamli, vitlausi beinasni, skyld- irðu fá spark í afturendann svo að þú sæir ekki sólina aftur. — Jeg vona, herra, .... En Hugh hafði þegar gripið hatt sinn og þotið út. Hann gekk mílu eftir mílu og mundi alls ekki eftir hvert hann hafði gengið, og gleðin, sem hann fann til i hjarta sinu af því, að hann vissi, að Sylvia elskaði hann, var óskert þrátt fyrir meðvitundina um hættuna, sem þau voru stödd í bæði. En þó Hugh myndi ekki eftir hverja leið hann hefði gengið þenna dag, var annar, sem mundi það, því frá því augnabliki, sem hann fór út lír dyr- um sinum, og alt þar til hann kom aftur heim, þrem stundum seinna, elti stór maður hann á röndum, og meira að segja, eftir að Hugh var kominn inn, beið hann skamt frá dyrunum þangað til annar maður honum á- þekkur, leysti hann af hólmi. Hugh át miðdegisverð heima hjá sjer og fór ekki út aftur, daginn þann. Fycst og fremst var hann dauðþreyttur, og i öðru lagi datt honum í hug, að hann kynni að fá ein- hverja orðsendingu frá Sylviu, sem þó aldrei kom. Hvorki þann dag nje hinn næsta heyrði hann neitt frá henni. Á þriðja degi ákvað hann að hafast eitthvað að, og fór þvi i Múr- brotaklúbbinn. Hann velti þvi fyrir sjer hvernig hann ætti að sanna, að hann væri meðlimur, til þess að fá inngöngu, því þótt hann vissi sjálfur, að svo var, hafði hann engar sann- anir nje skilríki á sjer. Að lokum ákvað hann að, ef honum yrði varnað inngöngu, skyldi hann gera boð fyrir Ránfuglinn, eins og forðum. Hann gekk inn i forsalinn, skildi yfirhöfn sína eftir í fatageymsjunni, og kom nú aftur að vængjahurðinni, sem hafði svo margar einkennilegar endurminningar að geyma. í þetta sinn gerðu þjónarnir, sem stóðu við dyrnar ekki annað en hneigja sig lcurt- eislega fyrir honum. Auðsjáanlega þektu þeir hann, en á hvaða hátt, gat hann ekki vitað. Hann settist við borð í horninu og bað um te, sem hann fjekk afarlaust, og tók síð- an að athuga fólkið, sem inni var — fjelags- systkini sín, sem nú voru oröin. Aftur tók hann sjersaklega eftir þvi, hve margar þjóðir voru þarna saman komnar. Þarna var t. d. gamall maður, gráskeggjaður, sem Hugh þóttist viss um að hafa sjeð einhversstaðar á meginlandinu. Hann var í samkvæmisföt- um, þótt ekki væri orðið áliðið, og bar ítalskt orðuband og stjörnu. Þarna Var greinilegur Þjóðverji að tala við annan mann, er talaði þannig, að ekki var um að villast, að hann var Skoti. Þarna voru og nokkrir Ameriku- menn og tveir eða þrir svertingjar. Hugh tók eftir því, að margir þeirra, sem þarna sátu, virtust ekki þekkjast innbj'rðis, og virtust vera að líta í krigum sig með álíka forvitni og hann sjálfur. Mjög var fátt af kvenfólki viðstatt, aðeins eitthvað tíu, á að giska, og þær voru mjög einkennilegar, þvi þótt tvær eða þrjár væru líkar þeim, sem al- gengastar eru í næturklúbbum, voru hinar gieinilega af hærri stigum. Meðan Hugh var að velta þessu fyrir sjer, fann hann, að kom- ið var ljettilega við öxl honurn, og er hann leit við sá hann hið gletnislega bros Sylviu Peyton. Sylvia var í yfirhöfn og virtist vera að fara út. — Elskan min ..... sagði Hugh, en hún þaggaði niður i honum. — Suss.......ekki tala hátt. Hlustaðu á, .... jeg er alveg að fara, og það getur verið, að þú sjáir mig eklci i nokkurn tíma. Komdu ekki hingað oftar en gert er boð eftir þjer, það er ekki ráðleg. Vertu sæll. — Já, en....... Sylvia, svaraði Hugh. — Jeg þarf að tala við þig. Hvert ertu að fara? — Það get jeg ekki sagt þjer, þvi sjálf veit jeg það ekki almennilega enn. En jeg skal

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.