Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.10.1929, Blaðsíða 14
14 PALKINN Frh. af bls. 7. H A U S r N Ó T T .... Þannig skapa vætfirnar listaverk í ríki náttúrunnar. — — Er þetta ekki dásamlega fallegt? sagði Olga og benti í átt- ina til fjallanna. — Er þetta ekki eins og stórfengleg æfin- týraborg? Þau höfðu víst bæði gleymt því, se mþau voru að tala um áður. Náttúran hafði gripið þessi börn bæjarlífsins föstum tökum, og skemti sjer við að láa þau falla í stafi yfir skrauti sínu, — skrauti, sem ber af fullkomn- ustu djásnum mannahanda sem gull af grjóti eða sól af kertis- skari. — Jú, svaraði hann dreym- andi. — Þetta er eitt hið dásam- legasa, sem nokkur venjulegur íbúi þessarar jarðar fær augum Iitið. Svo leit hann á úrið sitt. Það var komið langt fram yfir mið- nætti. — Yður verður kalt, sagði hann við Olgu og tók slæðuna, er runnið hafði niður í sætið, og lagði yfir axlir henni. Þau stóðu á fa;tur og gengu áleiðis til farrýmisins. — Sjáið! mælti Örn og benti til strandarinnar. — Fjöllótt landslag minnir mig á stórfelda kirkju. Á tunglbjörtum nóttum syngur náttúran messur sínar í kirkjum þessum, — hinar þög- ulu, en áhrifaríkustu messur, sem sungnar verða yfir sálum mannanna á þessari jörð. Haust og vetrar Skófatnaður. Meira, fallegra og ódýrara úrval en nokkru sinni fyr. — T. d.: Kvenskór, með lágum og hálfháum hælum. Karlmannaskór, með hrágúmmísólum. Skólastígvjel, á drengi og telpur. Inniskór. Gúmmískór. Skóhlífar. O. fl. Skóverslun Ð. Stefánssonar, Laugaveg 22 A. Sími 628. voru ekki ut í Ioftið, það sannaði best dauði Raynonds Gaunt og Villa Skræks. En hvern- ig skeði þessi leyndardómsfulli dauði J.eirra, sem óhlýðnuðust klúbbnum. Það vissi Hugh elcki og læknar voru auðsjáanlega jafnfróðir honum, og hann ásetti sjer að láta ekki hið sama koma fram við sig. Hanti hringdi bjöll- unni og sagði við James: — Láttu niður í töskuna mína það, sem nægir mjer til viku —■ innan 20 mínútna. Síðan tók hann sjálfur að skrifa þau brjef, sem hann þurfti, og und- irbjó sig að öðru leyti. Innan hálftíma var hann ltominn i klúbbinn, og er hann kom i stóra salinn mætti hann stóra dólgnum, sem hafði verið svo ógestrisinn forðum hjá Rán- fuglinum, en nú brosti út undir eyru og sagði: — Ránfuglinn vill finna yður inn í hreiðrið, og Hugh, sem mundi fundi þeirra á þeim stað, brosti, því honum var orðið vel við þennan góðlátlega „Hausakljúf“. sem hafði haft hugsun á því að gefa honum vind- linga, er hann var í varðhaldinu. Ránfuglinn sat við skrifborð sitt og leit upp, er Hugh kom inn. — Góðan daginn, sagði hann. — Hjer er brjef frá Forseta* og hann vill, að þjer farið til Marseille undir eins. Flugvjel bíður eftir yður úti á Croy- ton, — hafið þjer vegabrjef, eða á jeg að út- vega yður það? Nú, Jijer hafið það — gott. Vantar yður peninga? Nú, ekki það? Sælir. Og áður en Hugh vissi hvaðan’ á sig stóð veðrið, var hann á hraðri ferð út að flug- vellinum með brjef Forseta í hendinni, að leggja af stað út í ævintýri, sem hann vissi alls ekki hvað var. láta þig vita eins fljótt og jeg get. Og það er eitt enn — það er beðið eftir mjer —. Hlust- aðu nú á: Ef þú hittir Eunice de Laine, sem þú gerir eflaust, þá vertu varkár. Hún er fall- eg og gáfuð, og vefur flestum karlmönnum um fingur sjer. Jeg er viss um, að hún er óvinur minn, svo þú skalt vera á verði. En nú verð jeg að fara, — vertu sæll. Hugh fjekk rjett að eins tíma til að gripa hönd hennar áður en hún dró hana að sjer. Síðan þaut hún á dyr og hvarf. Hugh fór út á eftir henni eins fljótt og hann gat, en sá ekki neitt til hennar, er hann kom út á göt- una. Hvernig gat henni dottið í hug, að Eun- ice de Laine væri óvinur hennar. Það var hún áreiðanlega eklci, fanst Hugh, — en samt á- setti hann sjer að vera á varðbergi ef hann kynni að hitta hana, þótt sennilega væri þetta ekki annað en afbrýðissemi frá hendi Syl- viu, og það þótti honum vænt um. Hún áleit hann þó vera þess verðan að vera afbrýðis- söm hans vegna. Henni stóð ekki á sama um hann. Hugh leið mildu betur eftir þetta við- tal við Sylviu, þótt stutt væri, og tók að líta björtum augum á tilveruna, þrátt fyrir alt. Hann þóttist viss um, að alt myndi enda vel, og hann fór í rúmið um kvöldið í besta skapi. En margt átti eftir að gerast áður en lyki. Morguninn eftir skýrðu blöðin frá hræði- Iegum glæp, er framinn hafði verið í Regent Street. Roskinn gimsteinasali, að nafni Marnington, hafði verið vakinn um nóttina af þjðni sínum, sem sagði honum, að brot- ist hefði verið inn í búð hans, og að tveir leynilögreglumenn biðu niðri, til þess að ná tali af honum. Hann klæddi sig í snatri, og hafði farið niður og skömmu seinna út úr húsinu, ásamt lögreglumönnunum tveim. Þegar hann var ekki kominn aftur, eftir nokkra klukkutíma, gerðir dóttir hans, sem bjó með honum, fyrirspurn til Scotland Yard, en fjekk það svar, að viðburðurinn væri þar með öllu ókunnur, en skyldi hins- vegar verða rannsakaður. Dóttirin, sem varð hrædd við þessi tíðindi, klæddi sig og ók til búðarinnar, og fann Jiar nokkra lögreglu- menn, sem biðu fyrir utan, en sjálf búðin var lokuð og ekkert athugavert við hana, nema hvað járngrindurnar fyrir dyrunum voru opnaðar og fleiri ljós logandi bakatil í húðinni, en venja var til. Yfirmaðurinn, sem þarna var staddur, hlustaði á ungfrú Marington segja frá þvi sama, sem hún hafði sagt stöðinni gegnum símann, og fræddi hana á því, að lögreglunni hefði alls ekki verið gert aðvart um r.óttina, og enginn þaðan verið sendur lil föður henn- ar, en sá, sem var á verði í nágrenninu, hefði sjeð þrjá menn koma akandi og staðnæmast fyrir utan búðina um nóóttina. Lögreglu- þjónninn hafði gengið til þeirra, en er hann sá, að þar var kominn faðir hennar, sem hann þekti í sjón, hafði hann ekki skift sjer af þessu frekar. Hann hafði ekki sjeð sjálfa mennina Icoma út aftur, en dáJítið ofar í göt- unni hafði hann sjeð vagninn fara af stað aftur. Umsjónarmaðurinn fjekk að vita, að hr. Marnington geymdi alla helstu lykla sjálfur. Þar eð hann var gamaldags og íhaldssamur, trúði hann ekki einu sinni fulltrúa sínum fyrir lyklunum að peningaskápnum. Þegar umsjónarmaðurinn heyrði þetta, ljet hann brjóta upp búðina. Þegar þangað lcom, var auðsjeð, að eitthvað óvenjulegt hafði verið á seiði, því sýningarkassarnir höfðu verið tæmdir að ýmsum verðmætum smáhlutum. Síðan var farið niður í kjallarann þar, sem aðal-geymslurúmið var, en í því voru aftur járnskáparnir. Hjer sáust enn vegsum- merki, því á slitnu ábreiðunni, sem var fyrir framan dyrnar á geymslurúminu, var blóð- blettur. Dyrnar voru læsar, en umsjónar- maðurinn símaði til Scotland Yard og þaðan voru sendir menn, sem opnuðu þær, og er það var gert kom í ljós líkið af hr. Marning- ton. Hann hafði verið rotaður með einhverju þungu verkfæri, og við nánari rannsókn kom það í Ijós, að skartgripum fyrir hjer nm bil 50 þúsund sterlingspund hafði verið stolið. í blöðunum kom lýsing af mönnunum, er komu heim til gimsteinasalans, en alt til þessa hafði ekkert uppgötvast. Hugh hafði rjett lokið við að lesa blaðið, þegar brjef kom til hans og af innihaldi þess gat hann sjeð, að eiður sá, er hann hafði unnið, var annað og meira en formið tómt. Brjefið hljóðaði Jiannig: „Búið yður undir að fara úr landinu, Jieg- ar í stað, og komið í klúbbinn innan hálf- tíma“. — Skárri er það djöfulsins ósvífnin, hugs- aði hann með sjálfum sjer. — Hjer er svo sem ekki verið að segja „gerið svo vel“ o. .s frv.....Og auðsjáanlega gekk sendandi út frá takmarkalausri hlýðni, því sendillinn hafði sagt, að ekki væri óskað eftir svari. — Fara tafarlaust úr ladi? Nei, svei því þá .... Stundarkorni seinna tók Hugh að hugsa málið rólegar, og komst að þeirri nið- urstöðu, að það hefði verið einmitt í tilefni af þessu, að Sylvia hefði brýnt fyrir bonum takmárkalausa hlýðni, og hann hefði lofað henni að halda eið sinn, hvað, sem veltist. Svo miltið var víst, að hótanir klúbbsins IX. KAPÍTULl. Hugh Valentroyd komst út á flugvöllinn og fann þar fyrir flugvjel, sem hafði þegar beðið hálfa klukkustund, og er hann hafði lokið vegaabrjefsskoðun og öðru slíku, flaug hann af stað. Vjelin hafði rúm fyrir fjóra farþega, en Hugh var einn farþegi, og er hann liafði vanið sig við hreyfingu vjelar- innar, opnaði hann brjef Forseta. Það var stutt og þess efnis, að hann skyldi taka sjer gisting á Hotel Bristol, en umfram alt að flýta sjer. Þegar vjelin fór í hendingskasti yfir Ermarsund, þar sem skipin sáust eins og smádílar, tók Hugh að hugsa uin hvað þessi flýtir ætti eiginlega að þýða. Forsetinn hafði fullvissað hann um, að hann skyldi ekki hafður til neinna glæpsamlegra verka, eri hafði fremur gefið í skyn einhverskonar leynilega stjórnmálastarfsemi. Hann spurði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.