Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.06.1930, Blaðsíða 7
F & L K I N N 7 Týnda heimilið. Lestin kom másandi og blásandi inn á stöðina. Maður steig út úr henni og leit i kringum sig, daufur í bragði. Hann var þokkalega til fara, þó voru föt hans dálítið slitin og ekki laus við gljáa hjer og þar. Hann var hár og grannur í vexti og nálægt fertugu að aldri. Það var auðsjeð að lífið hafði leikið liann dálítið grátt þessi tuttugu árin, sem hann hafði verið fjarverandi. Tuttugu ár! Oft hafði hann sjeð þetta augnablik fyrir sjer — að komast heim aftur þang- að, sem hann var fæddur! Hailn hafði legið úti á steppum Af- ríku undir berum himni og horft á sljörnudýrðina og þráð heim — heim. Einu sinni þegar hann var á reki á opnum bát, í Suðurhöfum, þegar dauðinn var yfirvofandi, hafði lieim- kynni hans staðið sjerstaklega skýrt fyrir sjónum lians. Hann gekk út úr járnbrautarstöð- inni og tók eftir öllum nýbygðu hús- unum fram undan sjer. Þegar hann mundi fyrst eftir hafði verið þarna akur og hafði smágata legið þvert yfir liann alveg niður að vatnspóstinum. Vatnspóstinum þeim gat hann aldrei gleymt, því að hjá honum hafði hann lifað úrslitastund æfi sinnar. Hann mundi eftir því að hún hafði bláan hatt og fram undan börðun- um gægðust svörtu lokkarnir hennar. Hann mintist þess hve mikið hann hafði elskað hana um það leyti — ást hans hafði verið heit og fús til þess að fórna öllu — han var reiðu- búinn til þess að ganga út i æfilang- an þrældóm hennar vegna. Jafnvel nú — hann bar liöndina ósjálfrátt upp að augunum — jafnvel ennþá elskaði hann hana. í tuttugu ár! Það var langur reynslutími! Og ást hans var af þvi tagi, sem hver stúlka mátti reiða sig á og bera fult traust til. Hugsanir hans snerust um hvar hún væri og hvað hún mundi starfa. Betty! Betty! með tinnusvarta hár- ið. Betty! Betty! með djúpu einlægn- ina — yndisþýða brosið. Rúm og tími! Hvaða þýðingu liöfðu þessi hug- tök þegar um sanna ást var að ræða! Hann gekk yfir sig hissa fram hjá nýja fallega pósthúsinu — ineðan hugsanirnar leituðu uppi gamla tim- ann. Dan gamli Jordan, sem vanur var að ganga um með brjefin, var auð- vitað löngu hættur því starfi. Senni- lega dáinn fyrir mörguin árum! Æf- in leið jafnfljótt hvort sem maður var nálasgur kunningjunum eða einhyer- staðar úti á hala veraldar. Einkenni- legt væri það, en vel gat hann þó trúað því að heyra i Jordan gamla einhverstaðar rjett lijá sjer. Jú, drott- inn minn dýri, bílarnir voru að byrja að ryðja sjer til rúms þegar hann heyrði Jórdan gamla lilægja seinast. En straumur tímans þekkir enga miskunnsemi! Hann horfði ýmist til hægri eða vinstri meðan hann gekk upp eftir aðalgötunni. Öðru hverju gægðust fram gamlir kunningjar. Jurtasalinn þarna á horninu. Gulpinsbúðin. Hann liafði ekki liugsað um þetta nafn i tuttugu ár. Nú höfðu tveir synir Gul- pins tekið við versluninni, nei, ferð- aðist ékki annar þeirra til Ástraliu? — hann mundi það ekki vel. Maður kom út í dyrnar og horfði á Jim. Hvað '•— var þetta ekki Chest- on Triton, sem einu sinni hafði verið skólabróðir hans? Öðru hvoru — úr órafjarlægð — hafði Jim dottið i hug að skrifa Cheston — en nú þegar þeir stóðu augliti til auglitis, þekti Cheston hann ekki. Það voru dálítil vonbrigði fyrir Jim þegar Cheston geklc þegjandi fram lijá honum. Skyldi íólkið, sem heima situr liugsa minna um hinn fjarverahdi en liann um það? Hann hrökk við. Þarna kom Dibney gangandi. Dibney hlaut þó altaf að kannast við hann og muna eftir hon- um. Jim gekk rakleitt til hans. Komdu sæll, Steel, sagði Dibney dálitið undrandi, — livaðan kemur þú? — En þú verður að afsaka mig gamli fjelagi, jeg hefi hræðilega mikið að gera. Og liann var allur á bak og burt. Vonbrigðin í augnaráði Jim breytt- ust í djúpa hrygð. Alstaðar sá hann ókunnug andlit. Þessi þarna var t. d. ekki fæddur þegar Jim fór úr bænum! Gamli skólinn stóð þarna ennþá, og ein kynslóðin á fætur annari liafði byggingar alstaðar. Eða öllu heldur byggingar, sem höfðu verið nýjar ein- hverntíma eftir að hann fór. Nú var farið að sjá á þeim og litla hrörlega húsið til vinsri handar — þar hafði liann verið á barnasamkomu fyrir 35 árum. Og umhverfi þess var nú alt breytt. Nokkrir grindhoraðir kjúk- lingar voru að skjótast þar og kröfs- uðu ofan í moldina öðru hvoru þar sem áður hafði verið allra fallegasti grasblettur. Sá staður, sem dró hann mest að sjer var lengst til hægri. Hjarta lians sló örara eftir því, sem liann nálgaðist. Húsið stóð þarna enn. Húsið hennar Betty! Þar hafði verið blómgarður með allskonar blómum og skuggasælum trjám, þarna inni sat hann forðum með ástmey sína. Hann mundi það enn — eitt júníkvöld, þegar þau stóðu þar um sólarlag og garðurinn var einskonar dísalundur, og það var ekkert til í gengið inn i hann og útskrifast úr honum. Jim hnepti að sjer yfirfrakk- anum honum var dálítið kalt og virtist sem hálf vaiidræðalegur. Hann andvarpaði og snjeri við og gekk uppeftir einni götunni, þó liálf- tregur að því er virtist. Hann gekk hægar en venjulega. Hann var þreytt- ur á sál og likama — og hræðilega svangur. Hann nam staðar við litla búð — hún virtist óbreytt að ytra útliti. — Sælgæti, vasalinífar og stila- bækur. — Ótal drengir liöfðu gengið í gegn um þesar dyr eins og hann sjálfur — til þess að eyða vasapen- ingum sinum. — En hin gildvaxna glaðlynda frú Floyd var þar ekki núna, Jim sá magran, fölleitan ung- ling innan við búðarborðið og var hann að vega súkkulagi handa tíu ára drengsnáða. — Jim hjelt áfram. Hann virtist þunglyndari við hvert skref sem hann gekk. Hvar var fagn- aðarfundur við gamla.vini? Hvar hin hlýju liandtök, hjartanlegu spurning- arnar og gleðin yfir þvi að hann var kominn heim? Ógleði hans óx ennþá meira, hann gekk niður eftir annari götu. Þar var alt ennþá verra, Nýjar heiminum nema hann og Betty. En nú bjó þarna blikksmiður! Já blikk- smiður! Og verkstæðið hans var ein- mitt þar, sem bekkurinn hafði verið sem þau Betty höfðu setið á þegar þau höfðu haldist í hendur. Það fór hrollur um hann. Og meðan hann slóð þarna kyr kom kona blikksmiðs- ins, breið og bústin, til þess að hengja upp þvott. Þetta tók mjög á hann — allar vonir hans voru að bresta, og þarna stóð han og horfðist í augu við iskaldan veruleikann. Hann sneri í burt, eins og honum væri sama um hvernig alt veltist, varir lians bærð- ust, óskiljanleg orð fæddust og dóu um leið. Stormuri'nn greip orðið Betty! en það var aðeins kaldur og liráslagalegur stormur, sem gerði það, og sem hafði enga minstu meðaumk- un með sárþjáðri sál. — Jim gekk hægum skrefum aftur til járnbraut- arstöðvarinnar. Eins og í leiðslu steig liann upp i lestina. Hann varð að fara burt — langt burt! í Liverpool stje hann út úr lestinni, hann gekk þar eftir götu einni niður við höfnina; hann var á leið langt í búrtu. Honum var gengið fram hjá snotrum blómgarði. Kona, sem lá þar í hengirúmi sá hann koma niður göt- una. Þessi kona var með hrafnsvart liár, sem var að verða eilitið hæru- skotið. Hún fleygði frá sjer bókinni og hljóp á móti honum með útbreidd- an faðminn. — Hvernig líður þjer Betty spurði hann hálf feimnislega -- og börnin? Það er skemtilegt að vera aftur heima. Mjer finst eins og jeg hefði verið lieilt ár i burtu! — Nei, Betty, við getum ekki farið til Devon aftur til þess að reisa þar bú. Þar er alt svo breytt að þú mundir ekki kunna þar við þig aftur! SLUNGINN ÞJÓFUR. Lögreglan í Budapest liefir nýlega handtekið einhvern slungnasta inn- brotsþjóf álfunnar. Hann heitir Stephan Kugyela og er fæddur i Buda- pest. Fyrir tæpu hálfu ári var hon- um slept úr rikisfangelsinu, var hann þá búinn að sitja inni í tíu ár. Á þessu hálfa ári, sem hann hefir leikið laus- um hala, hefir hann framið mörg hundruð innbrotsþjófnaði, sem voru liver öðrum sniðugri. Einu þjófastykki hans er svo vel af sjer vikið, að ekki verður hjá þvi komist að geta um það. Josef Wenckheim, greifi hafði stofnað til útiskemtunar á hinni fögru höll sinni í Ofen. Sama kvöldið vildi svo til að Stefáni var reikað þar framhjá, var hann þá að leita tækifæris til að stela. Hann stað- næmdist jafnskjótt og hann sá gest- ina streyma að í bifreiðum sínum. Alt i einu sá hann einn gestanna missa boðsbrjef sitt. Var hann þá ekki seinn a sjer að gripa það, án þess nokkur sæi. Gekk liann siðan í burtu, náði sjer í vandaða bifreið og ók í henni upp að höllinni, steig hann þar af og var tekið á móti honum með hinum inestu virktum og leiddurinn í garðinn þar sem skemtunin átti að fara fram. Voru mörg hundruð manna saman komin þar í garðinum. Stefán draltk nú nokkur glös af lcampavíni, svona til að „stramma sig upp“. Að svo búnu laumaðist hann inn i höllina. Var hún þá mannlaus, þvi gestirnir stigu dans úti á gras- flötunum. Þar inni í sölum var gnægð silfurmuna og ýinissa dýrgripa. Ljet hann nú greipar sópa um allar skúff- ur og skápa og tók alt, sem hann fann, og auk þess alla peninga er fyrir hon- um urðu. Komst hann með þetta alt saman burt án þess nokkur yrði var við. Löngu seinna komst þó upp hver verið hafði að verki. Stefán mún nú eiga fyrir sjer langa . innisetu. ----X------

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.