Fálkinn - 07.06.1930, Page 9
F Á L K I N N
9
Myndin hjer til vinstri er frá
Búdapest, tekin þar um síð-
ustu páska. Lambakjöt er
þar aðalpáskamaturinn og
götusalar ganga hús úr húsi
og bjóða lambakjöt og gera
mikla verslun.
Til Grikklands koma í sum-
ar miklu fleiri ferðamenn
en ella, vegna hátiðahald-
anna í landinu í tilefni af
iOO ára sjálfstæði landsins.
Fyrir utan höll forsetans
gefur að líta þessa varð-
menn, í afar sjerkennileg-
um einkennisbúningum.
foh Itili'rtmt IMHM HI MWffi
/ Indlandi hafa fylgismenn Gandhi sumstaðar lagt sig yfir járn-
braátarteinana, svo að lestirnar verða að stansa og bera þá burt.
1 Berlín kom það fyrir í aprílmánuði síðastliðnum að börn í sum-
um skólum gerðu verkfall. Og það fór um þetta verkfall eins og
mörg önnur, að börnin, sem gerðusl „skrúfubrjótar“ urðu fyrir
ýmsum óþægindum af hinum, svo að mæður þeirra heimtuðu að
lögreglan fylgdi þeim í skólann.
Myndin hjer til vinstri sýnir
Ras Tafari Iceisara Abessyn-
iumanna fyrir utan höll
sína, að kenna syni sinum
að sitja á hestbaki. Þó Ta-
fari sje svo til nýlega tek-
inn við ríki hefir hann bor-
ið keisaranafn í mörg áir,
því hann var meðstjórnandi
Zeoditu drotningar, sem dó
í vetur.
Myndin til hægri er af ný-
tísku vorfatnaði kvenna.
Siður frakki og pils og hatt-
ur úr sama efni.