Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1930, Page 10

Fálkinn - 07.06.1930, Page 10
10 P A L K I N N SOLINPILLUR eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur lækna van- líðar. er stafar af óregluleg- um liægðum og hægðaleysi. Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1.25. — Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúðum. Þjer standið yður allaf við að biðja um „Sirius“ súkkulaði og kakóduft. 2 Gætið vörumerkisins. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. Zebo ofnlögur hefir nýlega fengið mikla endurbót. Gefur fagran, dimman gljáa. Vátnjggingarfjelagið NYE j | DANSKE stofnað 186b tekur \ \ að sjer LlFTfíYfíGlNfíAR j j og RRIJNA TfíYfífílNGAR \ \ allskonar með bestu vá- ■ I trgggingarkjörum. : Aðalskrifstofa fyrir ísland: j Sigfús Sighvatsson, Amtmannsstig 2. j Léreftstuskur kauplr Herbertsprent. Fyrir kvenfólkið. Hvernifl nota má gamla sokka. Gamlir sokkar eru ekki mikils virði að okkur finst. Þegar þræðir fara að rakna upp úr silkisokkunum eru þeir varla til nokkurs nýtir. Það eru þvi ekki svo fáir sokkar, sem safnast fyrir á liverju ári á þennan hátt. Takið þá til. Það má hekla ljóm- andi fallega gólfábreiðu úr gömlum sokkum. Ábreiðan á myndinni er gerð úr svörtum og gráum ullarsokkum. Klippið 1 sm. briðar ræmur og teyg- ið vel á þeim, þá er betra að hekla úr þeim. Helkla má þær aflangar, fer- hyrntar eða kringóttar. Tvær hinar fyrnefndu tegundir eru heklaðar inn- anfrá. Berjið það vel þegar það er fullgjört, þá losnið þið við alla lausa spotta. Gul og grá ábreiða er mjög falleg. Notið altaf fasta inöskva yst, þá verður ábreiðan sterkari. Nota má venjulega grófa stránál. Ern konuraar fallegastar i september. Eigandi einnar þektustu fegrunar- stofnunarinnar í New York hefir látið hafa það eftir sjer, að konurnar væru fallegastar í septembermánuði. A vetrum segir hún að andlitsdrætt- irnir harðni af kuldanum. Einkum sje það i deseinber, janúar og febr- úar. Á vorin, í mars, apríl og maí sje húðin óhrein og á sumrin sje hún of feit og auguii gljáalaus. Á haustin lifni stúlkurnar við. Þá sje svo margt, sem þær hlaki til og eigi í vændum og það liafi þau á- hrif á útlit þeirra, að þá sjeu þær miklu fallegri en nokkurntima ann- ars. ÓVENJULEG ATVIK. Julianne Horgos er stúlka ein nefnd. Er hún ungversk að ætt og uppruna og fluttist til Budapest fyr- ir mörgum árum síðan til að leita gæfunnar. Gerðist hún þjónustustúlka þar i borginni. Júlíana var fríð sýn- um, stór og föngulegur kvenmaður. En sagt er að þeir sem ólíkastir eru dragist stundum hvað mest saman. Kinverji var þar einn litill í borg- inni og fremur óásjálegur. Hafði hann ofan af fyrir sjer á sama hátt og ýms- ir af hinum gulu bræðrum hans með því að selja alskonar austurlenskt glingur, falskar perlur, glerskraut og þess háttar. Dag nokkurn þegar Júliana gekk um strætið fyrir utan búðarholu Kin- verjans, festi hann auga á lienni og varð ástfanginn í stúlkunni þegar i stað. Leist henni einnig mæta vel á manninn og þar sem Kínverjinn hafði talsvert góðar tekjur af verslun sinni og ekkert var því til fyrirstöðu að þau gætu gift sig, tóku þau sig til og ljetu gefa sig saman á kínverska vísu af borgarlegum embættismanni. Þetta skeði fyrir 6 árum. Hjóna- bandið var hið hamingjusamasta. Þau hjón eignuðust tvö börn saman, og sóttu bæði börnin í móðurættina, nema hvað þau voru nokkuð hidekkri en Ungverjar alment. Fyrir ári siðan veiktist Li snögg- lega af bráðatæringu og dó eftir þriggja vikna legu. Ekkjan sat ein uppi. Hún hafði lítið sjer til lífsvið- urværis því verslunin var ekki mikils virði. Foreldrar hennar, sem áttu býli uppi í sveit höfðu útskúfað henni þegar hún gekk að eiga Iíinverjann. En Júlíana var ekki ein þeirra kvenna sem gefst upp hvað lítið sem ábjátar. Hún gerðist aftur þjónustustúlka og gat með mikilli sparsemi og dugnaði framfleytt báðum börnum sinum á þann hátt. Dag nokkurn datt lienni alt í einu i hug, að eiginlega ætti hún að til- kynna tengdaforeldrum sinum i Hong- kong um dauða sonarins. Bað liún vin manns sins um að skrifa fyrir sig og láta þau vita livernig farið hefði. Nú liðu nokkrir mánuðir og frú Li var búin að gleyma öllu saman. Þá vill svo til einn dag að til hennar kemur dálítill Kínverji. Hann var svo nauðalíkur manni hennar sáluga, að henni kom ekki annað í liug en þarna væri Li sinn afturgenginn. Þetta var þá mágur hennar, sem búsettur var í Berlín. Var hann kominn til Buda- pest í þeim erindagjörðum að gift- ast henni. í Kína er það nefnilega æfagömul venja að elsti bróðurinn giftist ekkju bróður síns, sje liún á MiiiiiiiiimiiiMimmmiiiim í IDOZANÍ tm S er heimsfræfít .iármneöal viö 5 | blóðleysi i og þar af lútandi S 5 þreytu og taugaveiklun. | m mm Fæst í lyfjabúðunum. 3 S riiiiiiiimiiiiiMiiiiiiiiiiiimiH Vandlátar húsfreyjur kaupa Tígulás- jurtafeiti. Elsta, besta og þektasta ryksugan er Nílfisk. Aðalumboð hjá Raftækja- verslunin Jón SiBurðss. Austurstr. 7. vonarvöl. Hafði hann fengið skipun frá foreldrum sínum í Ilongkong um að ganga að eiga konuna. En Júlíana var ekki á því að gifta sig aftur. Kom mágur hennar því þannig fyrir að hún fór með börn sin til Honkong og settist að hjá tengda- foreldrum sínum þar. Síðan fór litli Kínverjinn aftur til Berlínar. Hann skildi hreint ekki í þessu, að liún skildi ekki vilja eiga liann.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.