Fálkinn - 28.02.1931, Page 7
F Á L K I N N
7
o •■"uini.-o ••"iiiiin- o -"uiiiii- o -•■iiiiim- o -«111111- o -miiii- -"uiin.- o -11111111- o -'num- o -«iiiu.- o -"iiiin.-o-"iuiii- o -miin.- o
o
o
FIFL - AÐEINS FIFL.
EFTIR WILHELM HAQQUIST.
x
O
O
B.
Hann stóö í göngunum og beið
eftir þvi að fara inn, Gipsmynd lílct-
ist hann einna mest þarna sem liann
stóð upp við gulu súluna og liallaði
sjer upp að lienni. Hvítur frá hvirfli
lil ilja, með fífishúfuna, stritumynd-
aða sniðhalt á höfði og snjóhvitt and-
liíið. Svört strikin kring um augun
og flámálaður munnurinn gerðu ná-
fölt andlitið stórfenglegt og trölls-
legt. Augun sáust varla undir feigð-
argrimunni, enda var ekki ætlast til
jjess að neitt sæist mannlegt hjá fifl-
inu, sem fæddur var til að koma öðr-
um til að hlæja.
Frainmi i sýningarsalnum var spil-
að. Það stóð yfir tamningaþáttur.
Tólf litlir svartir peðhestar með
skrautskúfa í faxi Ljeku listir sínar.
Nú dundi við lófatak og hestarnir
komu hlaupandi í haiarófu fram
göngin. Þættinum var lokið.
Ennþá var ekki komið að fíflinu.
Fyrst átti lcona ein að sýna sig. Loft-
drottningin signora Teresa. Hátt í
lofti ljek hún þá glæfralegu list að
kasta sjer úr einni rólu i aðra.
Og þarna kom hún. Lítil og liðleg
eins og köttur. Hárið var litað ljós-
gult og hjelt því siifurband, er líkt-
ist demantsdjásni. Iiún gekk til fifls-
ins. Það færðist nú líf í gipsmynd-
ina og fíflið stje fram á móts við
hana, greip báðum klónum um litlu
hendina hennar og þrýsti henni að
vörum sjer. Hestasveinarnir stóðu
hjá og hlóu.
„Nei, nei“, kallaði Teresa og dró
að sjer hendina, ,,þú setur málningu
á mig“.
En af gleðibrosi því, sem hún leit
til fíflsins með mátti ráða, að kveðj-
an var henni ekki ókær.
Forstjórinn klappaði nú saman
lófunum og gaf Teresu bendingu um
að koma inn. Hljómsveitin byrjaði
aftur að spil.a. Teresa tók nokkur
dansspor kysti á fingur sjer i áttina
til fiflsins og hoppaði inn á sviðið.
Dynjandi lófaklapp kvað við úr öll-
um salnum.
Fíflið fylgdi henni með augunum,
gekk síðan fram að fjaldinu og stað-
næmdist þar. Ilann sá Teresu ldifra
upp eftir kaðli sínum þangað tif hún
var komin upp i neðstu róluna. Þar
settist hún og fór að róla sjer með
geysihraða áður en hún hæfi stökkið
i hina næstu. Á meðan hrópaði hún
kátínulega til fjöldans hvað hún ætl-
aði að gera. Fólkið stóð á öndinni,
en enginn sá þó það, sem fíflið sá.
Hann sá sem sje að Teresa var djarf-
legri og vogaðri en hún átti vanda
til og hún hreyfði sig óvenjulega rösk-
l.ega, enda gekk það illa fyrir henni,
hún náði ekki slánni og fjell niður
í netið.
Fíflið liljóp til, en áttaði sig þó
og nam staðar. Hann sá Teresu rísa
skjótlega upp og klifra aftur upp
kaðalinn.
Fíflið stundi þungan. Var hann
fcginn að ekki hefði orðið meira að,
eða var það órói, sem hafði gripið
hann. Teresu liafði fipast smástökk,
hvernig skildi henni þá takast erfið-
asti Leikurinn, að kasta sjer kollhnýs
i háalofti úr einni rólu í aðra.
En uppi undir mæni sat Teresa
og sveiflaði sjer glöð og kát eins og
vant var. Tvívegis ljelc hún list þá,
sem mistekist hafði i fyrstu og fólk-
ið klappaði og hrópaði af fögnuði.
Síðan hægði hún á rólinu til þess að
hvíla sig um stund.
Fíflið kom nú inn. Hann álti að
gera sig aumingjalegan og var bún-
ingur lians vel til þess fallinn. Hann
átti að kveina og emja og látast þjást
af öllum sjúkdómum veraldarinnar.
Þessu hjelt hann áfram þangað til
inn kom einn af liestasveinunum
og skipaði honum að hætta þessu
væli. Lcnti nú í handalögmáli með
þeim, sem auðvitað endaði með því að
fíflið lá marflatt. Kallaði hann þá til
Teresu: „Vertu sæl Teresa. Þú ert
komin til himins en ekki er að vita
hvar jeg lendi“.
Að því búnu komu inn tveir af
leikendunum, klæddir eins og púk-
ar, og báru hann út.
Þennan þátt hafði fíflið sjálft ort
eitt sinn í þunglyndiskasti.
Leikur hringleikendanna er leikur
uin líf og dauða, var hann að hugsa
með sjer meðan hann var borinn út.
Það var leikur um hættuna miklu.
Hann sá Teresu hagræða sjer á slá
sinni fyrir gapalegasta þáttinn.
Hún hafði knýtt vasaklút sínum í
róluna og sveiflaði sjer nú aftur á
stað. Kastaði sjer i næslu rólu hjekk
þar á knjesbótunum og sveiflaði sjer
hraðar og hraðar svo að lnin í kastinu
gæti gripið í þá næstu. Það hepnað-
ist. Hún settist i róluna og gaf fólk-
inu bendingu um að nú kæmi það
stórfenglegasta af öllu. Illjómsveitin
hætti að spila, Teresa sveiflaði sjer
hraðar en nokkru sinni fyr og svo
hátt að liöfuðið vissi niður; þá kast-
aði hún sjer úr rólunni, en misti
taksins og steyptist á höfuðið niður
í netið. Eitthvað hafði komið fyrir.
Hún reis ekki á fætur aftur, en lá
alveg hreifingarlaus. Aðstoðarmenn-
irnir hlupu nú til rendu niður net-
inu og báru hana út.
Áhorfendurnir urðu órólegir menn
fóru að halda að eitthvað voðalegt
hefði komið fyrir. En þegar veð-
reiðasveinn kom þeysandi inn á
hvitum klár og aftur var farið að
spila liægðist fólkinu nokkuð. Aðeins
síðasta þættinum hafði orðið að
sleppa. Þann þátt hafði fíflið átt að
leika.
Nokkur ár eru liðin. Tandini fífl
er ekki nema svipur hjá sjón við það,
sem hann áður var. Honum er hætt
að detta nokkuð smellið í liug, en
tönglast altaf á því sama. Launin
hafa farið lækkandi og nú Leikur
hann hjá hringleikaflokki einum
sem hefir ein tvö tjöld. Eina ánægja
lians er Doris litla, dóttir Teresu.
Þegar Teresa varð fyrir slysinu
:— hún hafði hálsbrotnað i netinu —
vissi enginn að hún ætti dóttur. En
seinna komst það upp. Litla stúlkan
var þá bæði föður- og móðurlaus
og fósturforeldrarnir vildu ekki hýsa
hana lengur, þegar enginn var til að
borga fyrir hana. En ldstamennirnir
við fjölleikhúsin eru eins og ein fjöl-
skylda og þeir ákváðu strax að taka
dóttur Teresu til sín. Hún fluttist þvi
með leikendunum meðan flokkurinn
Iijelt saman og þegar hann tvístrað-
ist tók Tandini hana að sjer.
Doris varð eftirmynd móður sinn-
ar. En hún varð ráðrík og eigin-
gjörn af of miklu dálæti. Nú var hún
17 ára og oll.i Tandini áhyggjum
með því að leggja lag sitt við dótið,
sem altaf safnaðist utan um hring-
leikhúsin.
Einkum var það ungur maður
nokkur, sem Doris var mikið með.
Hann hjet Robert og hafði verið
markavörður á billjardstofu. En
liann lenti á villigötum. Komst i fjc-
lagsskap við nokkra svilcahrapþa og
var settur fastur. Robert var dæmd-
ur i fangelsi eins og hinir.
Halda mætti að tilfinningar Doris
litlu fyrir hinum fagurhærða Robert
hefðu kólnað nokkuð þegar hún fjekk
að vita að hann hefði verið dæmdur
fyrir þjófnað. Það var liðið að þeim
degi að láta átti Robert lausan.
Tandini vissi það; Doris hafði minst
á það við hann.
Tandini hafði beðið hana, skipað
henni, grátbænt hana við minningu
móður sinnar — það komu tár i
augun á honum þegar hann nefndi
nafn Teresu — en ekkert hafði get-
að fengið Doris ofan af þeim ásetn-
ingi að taka á móti Robert við fang-
eisisdyrnar. Hinir fjelagarnir ætluðu
líka að vera þá viðstaddir og ekki
vildi hún verða eiix eftir.
Tandini fanst alt verða skyndilega
autt og tómt i kring um sig Hann
hafði ekki sjeð Doris um daginn og
gekk inn í kventjaldið að leita henn-
ar. Þar var enginn fyrir nema gömul
leikkona, sem sat og stagaði i sokka.
„Hvar er Doris?“ spurði Tandini.
„Hún er farin“.
„Er hún farin þangað .... nei
það getur ekki verið“.
Hún kvaddi mig og sagðist ekki
vita livenær hún myndi koma aftur“.
„Æ, Doris, Doris, hún steypir mjer
beint í ógæfuna“, kveinaði fíflið'.
Hann náði i liatt sinn og yfirhöfn
og flýtti sjer út.
Hann gekk beint til fangelsisins.
Það lá við útjaðar borgarinnar.
Hann sá hóp af fólki, sem beið fyrir
utan, Doris var ekki á meðal. þeirra.
Nú kom fanginn út. Honum var
heilsað með húrrahrópum af hópn-
um, sem fylgdi honum síðan að lit-
illi veitingakrá.
Tandini elti, alla leið inn í salinn.
Doris sat þar umkringd af ungum
mönnum. Róbert sat þar við hlið
hennar og hjelt utan um hana. Ö1
var á borðum, smurt brauð og nokkr-
ir cigarettupakkar.
Tandini gekk fram að borðiriu.
„ Doris, má jeg fá að tala við þig?“
Doris hreyfði sig ekki, en sendi
langp reykjastroku út í bláinn.
„Ó, það er Tandini, fíflið“, hróp-
aði flokkurinn. „Skál fiflsins“.
Tandini liikaði, hann vildi ekki
sitja í þessum hóp. hann fór að tala
hjartnæmt til þeirra, rödd hans titr-
aði. Hann bað ungu mennina að
muna ábyrgð þá, sem hvíldi á þeim
ef þeir drægju ungu stúlkuna með
sjer i dýpið. Þeir ættu að hugsa um
þessa ábyrgð ef þeir hefðu nokkra
rjettlætistilfinningu i brjóstinu.
Alt fólkið við borðið brast í skelli-
hlátur. Doris ein sat náföl og kulda-
leg.
„Hann prjediltar eins og prestur“,
kallaði einn unglingurinn.
„Heldurðu að við sitjum i kirkju
og þú sjert kominn i prjedikunar-
stólinn, fífl“, hrópaði annar.
„Mjer finst bara gaman að hon-
um“, mælti hinn þriðji. „Fíflið er
aldrei skemtilegra en þegar hann
læst vera alvarlegur“.
Læst vera aLvarlegur. Það var of
mikið. Tandini greip hatt sinn og
fór út.
Sfðasta æfintýrið.
Það kom fyrir í smábæ nokkrum
á Ítalíu, Bentivoligo, að líkið af ríka
bóndanum, Luigi Bergamaschi hvarf,
án þess nokkur vissi hvað af því
hafði orðið. Var álitið að því hefði
verið rænt. Ekki sáust þó nokkur
merki þessa. Luigi hafði að vísu átt
marga óvini í lifanda lífi, en engan,
sem liægt var að trúa til slíks ó-
dæðisverks.
Það var sunnudagur. Eins og venja
var til átti jarðarförin að byrja með
erfidrylckju. Allir vinir hins látna,
presturinn, borgarstjórinn og fjöldi
hjeraðsmanna tók þátt i veislunni.
En brátt kom að þeiin tíma að
ætti að jarða. Fór þá likfylgdin öll
af stað út í likhúsið. Líkmennirnir
litu nú eftir hvort lokið væri nú vel
skrúfað á og síðan lyftu þeir kist-
unni á axlir sjer. Á eftir þeim kom
líkfylgdin, með hornaflokk i broddi
fylkingar, fjelög þau, sem bóndinn
hafði verið í gengu þar undir fán-
um sínum og' yfirleitt var líkfylgdin
liin fjölmennasta og viðliafnarmesta.
Loksins var kistunni komið fyrir í
kirkjugarðskapellunni og átti svo
grafarinn eins og siður er þar í landi
að koma henni fyrir í gröfinni þegar
fólkið væri farið. Gekk nú öll lík-
fylgdin aflur til bæjarins og hóf
veisluna að nýju.
En þegar líkmennirnir ætluðu að
fara að koma kistunni fyrir í gröf-
inni fanst þeim liún býsna ljett. Þeir
opnuðu liana og sáu að hún var tóm.
Líkið var horfið. Borgarstjóranum og
lögreglunni var nú gert viðvart og
brátt var það á allra vörum, sem við
liafði borið.
Loksins fór lögreglan á sjúkrahús-
ið til þess að spyrjast fyrir um dauða
Luigis. Jú, hann hafði dáið i þessari
sæng, og svo hafði hann verið bor-
inn út í líkhúsið og lagður þarna..
En heilaga jómfrú.... hann liggur
þarna ennþá karlsauðurinn. Ivyr og
rólegur, með krosslagðar hendur. Það
liafði einhverriveginn gleymst að
láta líkið niður í kistuna.
Nú var ekki um annað að gera, en
fara og grafa liann aftur. En i þetta
sinn var engin erfidrykkja, enginn
hornaflokkur, engin fjelög ineð fána,
yfirvöld eða gamlar grátandi konur.
L.uigi gamla var potað niður án
nokkurrar viðhafnar eins og það væri
honum sjálfum að kenna að það hefði
gleymst að láta likið niður í kistuna.
----X-----
Rakt ob kalt vedur.
orsakar auðveldlega ofkælingu.
Notið því
linunar- og varnarmeðalið
Föbnamint
gegn þrota í munni og hálsi.
I>að hefir lilotið skrifleg með-
mæli frá yfir 15.000 kunnum
læknum. F'æst i öllum lyfja-
búðum í glösum með 50 og
glerpípum með 20 töflum.
Leyft sjúkrasamlagsmeðlim-
um.
óskist frekari upplýsingar, þá út-
fyllið og sendið miðann til
A/S Wiilfing Co. Köbenhavn V.
Sct. Jörgensalle 7. Sími 5661.
Sendið mjer ókeypis og lnirðar-
gjaldsfritt:
Formamint sýnishorn og bækling.
Nafn ...........................
Staða...........................
Heimili ........................