Fálkinn - 28.02.1931, Síða 9
F Á L K I N N
9
Á sýningu á rússneskum list-
iðnaði, sem nýlega var lxald-
in í St. Louis í Ameríku
voru meðal annars ýmsir
munir, sem síðasti keisari
Rússa hafði átt. Kringum
stúlkuna á myndinni .t h.
sjást ýmsir af þessum mun-
um. Á hnjenu hefir stúlkan
púnsskál keisarans, sem er
lír skíru gulli greyptu með
emalje og gimsteinum. Iíost-
ar þessi skál ein ógrynni
fjár.
Myndin til hægri sýnir Kaye
Don (t. h.), þann sem nýlega
setti lieimsmet í kappsigling-
um á vjelhátnum „Miss Eng-
land 11“ og komst 107 ensk-
ar milur á klulckustund. T. v.
við hann stendur vjelfræð-
ingur hans.
Spanskir fyrirmenn hafa nú flestir mist auð sinn og völd, en
eitt eiga þeir eftir og það er kurteisin. Þykja þeir öllum mönn-
um fremri í fögru og kurteisu látbragði. Hjer á myndinni sjást
spanskir aðalsmenn vera að tala við kvenfólk í samkvæmi.
Tveir austurrískir stúdentar fóru nýlega á bifhjóli yfir fjallið
Grossgtockener, sem er 9 þúsund feta hátt. Þykir þetta einstakt
afrek. Hjer sjest annar stúdentinn í síðustu brekkunni.
Þessi mynd er tekin suður í St. Moritz. Einlwer gesturinn hefir
haft nauman tíma og þess vegna látið flugvjel flytja sig þangað.
Nýjustu veiðiaðferðina má sjá á þessari mynd, sem er af skipi,
sem lílcist í flestu sandpumpuskipunum, sem notuð eru til að
dýpka hafnir. Skipið dælir upp sjónum með fiskinum upp í
vírgirðingu á þilfarinu, rennur sjórinn síðan út en fiskurinn
verður eftir. Líklegt er að þessi veiðiaðferð verði bönnuð al-
staðar, því hún hlýtur að vera skaðleg.