Fálkinn - 28.02.1931, Qupperneq 11
F A L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Að taka Ijósmyndir.
Einu sinni voru ljósmyndááhöld
svo dýr, að það var ekki neina fyrir
ríka menn að eignast þau. En nú er
öldin önnur og nú eiga margir dreng-
ir og stúlkur ljósmyndavjel sjáll'.
Þegar unglingar byrja að taka ljós-
myndir, er oftast nær svo mikið óða-
got á þeim, að árangurinn verður
ekki sem skyldi. Þeir taka mynd af
pabba og mömmu, framan og aftan
og á hlið, í stofunni, úti á hlaði og
á túninu. En þetta verður leiðinlegt
til lengdar. Miklu meira gaman er að
því að ljósmynda t. d. fallega staði,
eða þá kýr, hesta, löinb, hænsni,
hunda eða þessháttar. Það er erfið-
ara, en árangurinn verður skemti-
legri ef það tekst á annað borð.
Það er ekki sist vandasamt að
Ijósmynda vilta fugla. Ef þið viljið t.
cí. ná í ljósmynd af fugli við hreiðrið
sitt verðið þið að setja ljósmynda-
vjelina á vissan stað í hæfilegri fjar-
lægð frá hreiðrinu og festa langt
band í lokarann, koma sjer svo fyrir
í leyni og taka í bandið þegar tæki-
færið kemur. Miklu hægara er að
ljósmynda egg í hreiðri, þegar fugl-
inn liggur ekki á. En myndir af
fuglshreiðrum eru mjög skemtilégar.
Það er ólíkt meira gaman að .taka
mynd af hreiðrinu en ræna úr því
eggjunum.
Jeg ætla ekki að reyna að kenna
ykkur, hvernig þið eigið að lýsa
mynd og þesskonar, þvi að það lærið
þið hest af reynslunni með því að
vera athugul. En jeg ætla að reyna
að kenna ykkur ýmsar ljósmynda-
hrellur, sem þið getið haft gaman af.
Það er mjög áríðandi að skola
vel plötur og kopíur, en flestir taka
sjer þetla verk of ljett. Að fleygja
plötum eða kopíunum i skál og láta
vatn renna um þær um stund, er
fjarri því að vera nægilegt.
Gerðu tilraun við tækifæri. Taktu
skál með vatni og láttu fáeina dropa
af bleki út í. Settu svo skálina undir
vatnskranann og láttu vatnið renna.
Þú inunt verða hissa þegar þú sjerð,
hve lengi vatnið í skálinni er að
verða hreint. En vitanlega er það
alveg eins með söltin í framköllun-
ar- og festivökvanum eins og með
blekið, og ef maður vill skola vel
verður maður að tæma skálina al-
veg við og við.
Besta skolunarskálin er eins og sú,
sem sýnd er hjer að ofan. Hún fyll-
ist og tæmist alveg sjálfkrafa. Littu
á myndina og reyndu að sjá, hvers-
vegna hún gerir það sýndu hvað þú
ert athugull.
Uöggmynd af sjálfmn þjer.
Eftir ljósmynd af þjer getur þú
búið til aðra ljósmynd, sem er líkust
þvi, að hún væri tekin eftir högg-
mynd. Kliptu höfuðið út úr mynd-
inni. Kopieraðu það á pappír (þú
verður að lýsa það þrisvar sinnuin
lengur en venjulega plötu), framkall-
aðu og festu svo myndina, og hún
verður mjög einkennileg.
Skarpt og dauft.
Margir vilja hafa myndirnar af
sjer svolitið daufar í dráttunum og
þetta er hægt með mörgu móti. Ým-
ist með því, að stilla myndina ekki
inn í brennidepilinn eða með því að
liafa flugnanet fyrir framan ljósop-
ið en þá verður að iýsa lengur en
elia .
Bestum árangri nær maður með
]>ví að gera gat á netið og halda því
þannig, að augun verði skörpust á
myndinni en myndin smádeyfist út
að plötubrúnunum.
Ljósmyndim inhanhúss.
Þegar taka skal mynd af manni
inni í stofu, verður maður oftast nær
að notast við ijós frá einni hlið,
gegnum gluggann. Maður getur hjálp-
að þessu viðTneð þvi að nota spegil,
sem er settur þannig, að hann varpi
ljósinu frá glugganum á manninn
þar sem dimmast er á honum.
Á myndinni sjest hvernig þessu ér
komið fyrir, 1. myndavjelin, 2. speg-
illinn, 3. maðurinn, 4. gluggarnir.
Límdu myndirnar þinar í albúm.
Þjer finst þær ef til vill ekki hafa
mikið til sins gildis i dag og á morg-
un, en þegar, frá líður verða þær
skemtileg endurminning • um liðna
daga.
Smalastúlkan er raunamædd, því
að hún hefir mist tvö lömbin sín.
Geturuðu fundið þauV
Svona andlit getur þú búið til úr
cplum eða glóaldinuin. Þú skerð hol-
ur, þar sein augu, nef og munnur á
að vera, og stingur rúsinum í augna-
tóptirnar. Svo læturðu kramarhús á
eplin fyrir höfuðfat og stingur brjef-
ræmum undir; þær eru hárið. Svo
skrifarðu nöfn heimilisfólksins á
kramarhúsin.
í norrænum löndum, einkum Svi-
þjóð tíðkast mjög að byrja jólin með
því að halda Lúcíumessu héilaga.
Fallegasta stúlkan á heimilinu er lát-
in skreyta sig sem hin heilaga Lucia
og fara á fætur á undan öllum öðr-
um, og bera lólkinu morgunkaffið
og þessháttar, með kórónu með fimm
logandi kerlum á liöfðinu. í Stokk-
hólmi hefir Stockholms Dagblad tek-
ið upp þá hugmynd, að útnefna á ári
hverju, að undangenginni samképpni,
þá stúlku, sem hæfust sje til þess að
vera Lúcia þess árs. Eru þau skilyrði
eiii sett, að liún skuli vera ljósliærð
og bláeyg og liæglát í framkomu. Síð-
asta Lucia Stockholms Dagblad, sem
Áteiknaðar hannyrðir
fyrir hálfvirði.
Til þess að auglýsa verslun vora
og gera áteiknaðar vörur vorar
kunnar um alt ísland á sem skjót-
aslan hátt bjóðum vjer öllu ís-
lensku kvenfólki eftirtaldarvörur
1 áteikn. kaffidúk .. 130xl30cm.
1 — ljósadúk .. 65 x 65 —
1 — „löber“ ... 35x100 —
1 — pyntehandkl. 65 x 100 —
1 — „toiletgarniture“ (5 stk.)
fyrir danskar kr. 6,85 auk burð-
argjalds.
Við ábyrgjumst að hannyrðirnar
sjeu úr 1. fl. ljerepti og með feg-
urstu nýtísku munstrum. Aðeins
vegna mikillar framleiðslu getum
við gert þetta tilboð, sem er hafið
yfir alla samkepni.
Sjerstök trygging vor: Ef þjer
eruð óánægð sendum við pen-
ingana til baka.
Pöntunarseðill: Fálkinn 28. fehr.
Heimili........................
Póststöö ......................
Undirrituð pantar lijermeð
gegn eftirkröfu og burðargjaldi
.......... sett hannyrðaefni á
danskar kr. 6,85 settið, 3 sett
send burðargjaldsfritt.
Skandinavisk Broderifabrik,
Herluf Trollesgade 6,
Köbenhavn K.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
! I
j M á I n i n g a - i
vörur
■
Veggfóður
■
■
■
Landsins stærsta úrval. s
»MÁLARINN«!
■
Reykjavik.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■□■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Miklar birgðir ávalt
fyrirliggjandi af nýtisku
hönskum i
Hanskabúðinni
heitir Nancy Peterson var iátin færa
Nobelsverðlaunamönnunum, sem þá
voru staddir í Stokkhólmi, morgun-
kaffið. Síðan varð liún að taka þált
i skrúðgöngu mn borgina um kvöldið
og að lokum vera á dansleik. En svo
var líka samið valslag, sem henni
var tileinkað og hún var mest um-
talaða manneskjan i Stokkhólmi i
nokkra daga. Luciudagurinn er 13.
des., cn þá var nóttin lalin lengst
til forna — og var — því að líma-
talið var 10 dögum á cftir timanum.
En Lucia, sem dagurinn er kendur
við dó píslarvættisdauða hinn 12. des.
árið 300 !'. Kr.
J Kína eru óvenjulega miklar vetr-
arhörkur um þessar mundir. Fjöldi
fólks hefir kalið í hcl.
-----x----
Samkvæmt opinberum breskum
skýrslum hafa 41,608 manns ráðið
sjer hana síðustu 10 árin í Bretlandi.
Árið 1929 frömdu 4907 manneskjur
sjálfsmorð.