Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 21.03.1931, Blaðsíða 1
16 slður 40 anra IV. Reykjavík, laugardaginn 21. mars 1931 12. SÆTTIR í INDLANDSMÁLUM. Það hefir valdð mikla athygli um heim allan, að sættir hafa tekist i bili milli ensku stjórnarinnar og sjálfstæðismannanna ind- versku. Hefir Gandhi lýst því yfir, að hætt skuli hinni neikvæðu andspyrnu sjálfstæðismanna gegn enskum lögum, og að kaup- banni á enskum vörum skuli Ijett af. Ástæðan til þessa eru ívilnanir þær, sem Bretar hafa veitl Indverjum og ýmsar tilslak- anir, sem samningar náðust um á Indlandsmálaráðstefnunni, sem stóð í London frá því fyrir jól og þangað til í siðasta mán- uði. Voru þar saman komnir futltrúar allra indverskra flokka. tíandhi var látinn laus úr fangelsinu um það bil sem ind- versku fulltrúarnir komu heim, en hafði þá um orð að nota sjer ekki frelsi sitt en telja sig fanga Breta framvegis, svo fram- arlega sem skýringar indversku fulltrúanna, sem á ráðstefnunni voru, væru sjer ekki að skapi. En þær skýringar hafa fallið honum í geð, því að eftir þær fengnar lýsti hann yfir sáttum sínum við Breta. Myndin hjer að ofan er af Indlandsráðstefn- unni og sjest Ramsay MacDonald forsætisráðherra til hægri á myndinni. Var stjórninni það áriðandi að ná sáttum við Ind- verja, en nú er eftir að vita, hvort þær reynast haldgóðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.