Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 11.04.1931, Blaðsíða 1
I SAMGÖNGURNAR OG SNJÓRINN. Það er víðar en á Hellisheiði, sem snjóriiui hefir verið erfiður samgöngunum í vetur og tept þær og tafið. Víðast hvar í Evrópu hefir verið óvenju mikið fannkyngi síðan um nýjár, svo að járnhrautarsamgöngur urðu erfiðar, og eru þær þó betur settar gagnvart snjó en bifreiðar. Myndirnar hjer að ofan eru frá Noregi, Svíþjóð og Sviss og sýna baráttu sam- göngutækjanna við snjóinn. Efst t. v. sjest rafknúinn snjó-plógur vera að brjótast gegn um skafl, en til hliðar sjest flug- vjel, sem orðið hefir að lenda i fönn og eru skíðamenn að ryðja kringum hana, svo að hún geti komist á flug aftur. Að neðan t. v. er bíll, sem situr fastur í snjó og til hægri mynd af járnbrautarlest á stöð, þar sem snjórinn er svo mikitl að farþegarnir verða að stíga upp á við út úr lestinni, í stað þess að stíga niður á við út úr vagninum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.