Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.04.1931, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Bortf-fótbolti. Þátttakenduni er skift í tvo flokka og hver flokkur velur sjer mark- niann. ÞiS hafiö stórt borð til að keppa á og búið til tvö mörk sitl á hvorum enda. Þau má gera úr þunn- um listum. Allir þátttakendur fá pípur til að hlása i gegnum. Þær þurfa ekki að vera úr gleri. Vel má nota saman- vafinn pappir, stífan. Markmennirnir koma sjer nú fyrir hver við sitt mark og hinir þáttak- endurnir raða sjer sitt hvoru megin Áður en farið er að hátta. Þegar þið eruð búin að leika ykkur á skautum og sleðum allan daginn, getur verið gott að kunna einhverja rólega leiki til að skemta sjer við áður en farið er að hátta. En auð- vitað verðið þið fyrst að vera búin að lesa undir morgundaginn. Ef þið sjáið um að lesa dálítið bæði fyrir og eftir kveldmat getur verið að þið hafið dálítinn tima til að leika ykk- ur áður en þið farið að hátta. Minnisþraut Ertu minnisgóður? Við skiúum reyna. Við tökum tvö pappírsblöð og skiftum þeim i 1 (5 jafn stóra reiti eins og sýnt er á myndinni. Öðru heldurðu sjálfur, tiitt færð þú ein- liverjum félaga þínum. Svo verðurðu að reyna að fá þjer fjóra einseyringa og sex tveggjaeyringa, og svo getið þið byrjað á leiknum. Þú snýr þjer undan og fjelagi þinn setur á meðan tvo einseyringa og þrjá tíeyringa á pappirsblaðið á þann hátt, sem honum dettur í lmg. Síðan lofar hann þjer að athuga niðurröðunina í fimm sekúndur og síðan leggur hann pappírsblað yfir. Átt þú nú að raða aurum þeim, sem af gengu með sama liætti og þjer l'anst hann hafa raðað sínum. Svona getið þið skifst á með þetta, svo sem fimm sinnum hvor, og svo getið þið sjeð hver ykkar hefir oft- ast niunað rjett og hefir best minni. Undradýrið. Þetta undarlega dýr er ekki til i raun og veru. En ýmsir hlutar þess finnast hjá liinum og þessum dýra- tegundum. Nú er best að vita livort þið kunnið náttúrufræðina ykkar. Hvert ykkar getur sagt mjer af hvaða dýrum hinir einstöku hlutar þess eru teknir? Lesið þið ekki lengra fyr en þið eruð búin að reyna að ráðá fram úr því. Ráðning: Höfuðið er af nashyrningi, fram- fæturnir af fíl, bolurinn af skjald- Samkvæmf siðustu talningu eru 4,25 miljónir bifreiða i notkun i Norðurálfu. í Englandi 1.4 milj. Frakklandi 1.1 milj., Þýskalandi 900, 000, Italíu 800,000. Eii í Ameríku voru bifreiðarnar samtals 20.5 miljónir. ------------------x---- Felnmynd. í miðri myndinni tekur lögreglu- þjónninn alt í einu eftir bifreið, sem ekur á fleygiferð, og sjer til mikillar skelfingar sjer hann, að énginn maður er í bílnum, livorki við slýrið nje annarsstaðar. Hann getur að minsta kosti ekki sjeð það. Hver veit nema þú getir fundið manninn sem stýrir. og sagt lögregluþjóninum frá því, honum til hugarhægðar. við borðið. Sje liægt að stækka borðið með plötu verður leikurinn ennþá skemtilegri. Mitt borðið er merkt með krítarstryki, og yfir það má ekki fara. Leikendurnir verða altaf að vera sinn hvorum megin við strykið. Sá sem brýtur reglurnar er dæmdur til „Straffblásturs". Hann verður að blása boltanum frá miðri brautinni, mótstöðumennirnir mega þá ekki verja sig og markmaðurinn má ekki einusinni blása. Best er að nota gamlan borðtennis- bolta. Sje liann ekki til má búa til bolta með því að hnoða sanian vatti í væna kúlu. “þegar rvottarnir verða hvítari með RINSO jeg var ung stúlka,“ segir húsmó'Sirin, „var þvottadagurinn kvaladagur. Jeg núði og nuddaði klukkutímum saman til að fá þvottana hvíta og hin sterku bleikjuefni, sem við brúkuðum þá, slitu göt á þvottana og gerðu hendur minar sárar. Nú þvæ jeg með Rinso — það losar mig við allan harð- an núning og gerir þvottinn mildu hvítari. Auk þess að þvottarnir endast lengur nú, þarf jeg ekki að brúka bleikjuefni til að tialda þeim hvítum. Þannig sparar Rinso mjer bæði fje og stritvinnu". Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki —55 aura ■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ S | | M á I n i n g a- j vörur í í Veggfóður I j ■ Landsins stærsta úrval. Umálarinn Reykjavik. Frá fjarlægum löndiim. Á Fidjieyjuiíum eru hvirfilvindarn- ir svo sterkir að þeir flytja hús úr stað og rykkja trjánum upp með rót- 11111 eins og þáð væru fis. Til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta eru húsin fest við jörðina með strykum járnkeðjum, eins og þú sjerð á mynd- inni. böku, vængirnir af leðurblöku, aft- urfæturnir af gíraffa og halinn af krókódílnum. Ríkur Englendingur, lord Pale, sem ljest i Livorno, ljet eftir sig um 12 miljónir franka, sem hann arfleiddi páfann að.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.