Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1931, Síða 5

Fálkinn - 25.07.1931, Síða 5
F Á L K I N N 5 SnDnndagshuDletðinB. Varpið allri yðar áhyggju upp á hann, því liann ber umhyggju fyrir yður. (1 ■ Pjet. 5, 7). Það er dýrmætt heilræði, sem postulinn gefur oss með þessari áminn'ugu, og allra dýrmætast væri það þó ef vjer gætum fylgt þvi. Það er að vísu margt, sem amár að oss meðan vjer dvelj- um lijer, margt sem vjer með engu móti getum afstýrt nje var- ið oss fyrir, hversu mikla fyrir- hyggju og varúð sem vjer höf- um; hinn iðjusami og sparsami sleppur eklti við fátæktina, hinn varkári ekki við liætturnar, hinn ungi og hrausti ekki við vanheils- una og þannig mætti lengi telja. En ])að er líka liægt að tvöfalda eða rjettara sagt margfalda alla þessa erfiðleika með því að kvíða fyrir þeim, kvíða jafnvel þvi, sem aldrei ber að höndum. Hugarástand hins áhyggjufulla kvíðanda manns fyrirmunár honum að njóta nokkurar sannr- ar gleði þótt alt sýnist ganga að óskum hið ytra. En af hverju kemur þetta og hvað er það sem lijer vantar? Það er traustið á Guði, traustið á kærleika föðurs- ins til barnanna, traustið á mátt hins almáttuga, traustið á ná- lægð hins alstaðar nálæga. En þó þetta traust geti ekki afstýrt því að vjer fáum margt and- streymið að reyna, þá kemur til þess að treysta þvi, að Guð sendi einnig þetta oss til góðs, til þess að minna oss á, að leita lijálpar hans og flýja á náðir hans. Ekk- ert getur eins og þetta ljett oss hið jarðneska böl, og aldrei mun það synja biðjanda manni bugg- unar og raunaljettis. Það er ekki ávalt að þeir sjeu ófarsæl- astir, sem mest mótdrægt fá að reyna, sá sem „lærir hlýðni af þvi, sem hann liður“, er miklu farsælli en hinn, sem lifir livern dag í dýrlegum fagnaði, en gleymir gjafaranum. Að gera skyldu sína og fela Guði árang- urinn, að líta með von og trausti til ókomna tímans er hin besta undirstaða undir farsælu, gleði- legu og dáðríku lífi. Guð gefi oss öllum slíka blessun fyrir líf vort í Jesú nafni. Amen. „Stúdiosus perpetuus" er nafnið á þeirri legund stúdenta, s.em loöir við háskólabæina áratugum saman án þess að taka próf eða taka upp aðra iðju. Gott dæmi þessara manna er Hermann Baumbacli, sem var elsti „stud. perp.“ i Uppsölum og dó í vor. Hann innritaðist í stúdentatölu árið 1876 og liafði því verið við háskóla- nám í 55 ár, er hann ljest. Altaf œllaði hann sjer að lalca próf, en komst ekki nema einu sinni að próf- horðinu. Það var árið 1918; þá náði iiann heimspekiprófi, sem stúdentar eru vanir að taka eftir fyrsta vetur- inn. Vann hann veðmál með því að gera þetta afreksverlc. Altaf las hann og lns, en altaf eittlivað annað en námsgreinarnar, og var talinn með víðlesnustu mönnum í mentaborginni Uppsölum. Kristján II. Danakonungur. Kristján annar, eins og hann leit út á efri árum. Kristján annar undirritar dauðadóm Þorbeins uxa, sem hann taldi sek- an um að hafa drepiff Dyveku. Hinn 1. júlí fyrir 550 árum fæddist i Nýborgarliöll í Dan- mörku sveinbarn, sem frægt varð í sögu síðari alda, bæði til góðs og ills. Það var Kristján prins, sonur Ilans konungs. Þegar á barnsaldri komu í ljós óvenjulegir geðsmunir lijá þessum konungssyni. Pörupilt- ur var hann, ráðrikur og of- stopafullur en jafnframt komu fram í honum góðar laugar. Hann var alinn upp á borgara- heimili í Kaupmannaliöfn, án alls hirðdekurs og hefir þetta eflaust liaft þau áhrif, að skoð- un hans á konnngsdæminu og þjóðfjelagsskipuninni varð með all öðrum Iiætti en hjá konung- bornu fólki á hans tíma. Og þegar faðir lians valt úr völd- um eftir hina slysalegu för sina til Þjettmerkis og Kristján tók við stjórn, blandaðist honum ekki hugur um, að hann skyldi taka upp nýja og betri stjórnar- stefnu en áður hafði veruð tíðk- uð. Hann var ráðinn í því, að brjóta á bak aftur veldi aðals- mannastjettarinnar og klerk- anna, sem var eins og mara á þjóðinni, en auka konungsvald- ið en veita jafnframt borgara- og bændastjettinni aukið frelsi og mannrjettindi. Kristján, sem sex ára gamal hafði verið við- urkendur ríkiserfingi, stjórnaði Noregi á árunum 150G—1513 með þeim árangri, að innan- landsóeirðirnar þar, sem aðall og klerkar höfðu staðið fyrir, var kæfð, og ofurveldi Hansa- staðanna stórum bnekt. En árið 1513 tók Kristján konungdóm í Danmörku að fullu, er Hans konungur var lát- inn. Var hann þá 32 ára gamall og tók konungsnafnið Kristján annar. Var þá þegar farið að skerast í odda með honum og aðalsmönnunum. Aðallinn hafði pata af því hvaða kjör konung- urinn mundi ætla honum i fram tíðinni og varð sjón brátt sögu j'íkari. Þegar Kristján var á hyllingarför sinni í Sljesvík ljet hann taka nokkra holsteinska aðalsmenn og drepa þá, og vil- aði ekkert fyrir sjer, þó að þess- ir menn væru af ýmsum ríkustu ættum landsins. Þeir höfðu sjálf- ir rekið rjettar sínsáHansastaða- kaupmönnum, og Kristján dauf- heyrðist við öllum bænum um vægð en svaraði því einu til, að „aðalsmaður er aðeins sá, sem kemur fram sem aðalsmaður. Ef liver og einn tekur sjer dómsvald — til livers er þá að Kallundborgarhöll. Þar sat Kristján siðustu tiu ár æfi sinnar. Kristján annar flýr frá Kaupmannahöfn 1523. Kristján annar í fangelsi á Sönder- borgarhöll. Eftir frœgu málverki.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.