Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.09.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N 0. Johnson & Kaaber 25 ára. firmað hlaut þegar orð fyrir heiðarleik i viðskiftum og meiri lipurð og vörugæði, en menn höfðu átt að venjast áður, með- an kaupmennirnir áttu undir högg að sækja lil hinna gömlu „íslenzku kaupmanna“ í Kaup- mannahöfn. Árið Í915 keypti firmað hús- eign þái, sem það hefir aðselur í nú, hina gömlu Brydeseign í Hafnarstræti, sem þá hafði ver- ið endurhygð og breytt í sam- ræmi við kröfur tímans. Sjest húsið hjer á einni myndinni. Efstu myndirnar eru af Ólafi Johnson (t. v.) og Arent Clas- sen (t. li.) og eru teknar á skrif- stofum þeirra. Þá kemur mynd af fulltrúa firmans, Magnúsi Andrjessyni. Hinar myndirnar eru af vörugeymslunni á efri hæð hússins og af hinu fagra skipi „Frances Hyde“, sem firm- að keypti lil vöruflutinga ájrið 1917, þegar flutningavandræðin voru sem mest vegna stríðsins. Átti firmað þá tvö minni skip fyrir. áirið 1918, að Kaaber gekk úr því og gerðist þá Arent Claes- sen meðeigandi í því í lians slað, með Ólafi Johnson. Aðrir hafa ekki verið eigendur þess. Starfssvið firmans hefir verið stórt og viðskiftin æði umsvifa- mikil og mörgu nýmæli í ís- lenskri verslun er firmað frum- kvöðull að. Yrði of langt að fara að lýsa því á þessum stað, en það eitt skal tekið fram, að Munið Herbertsprent. Bankastr. Gleraugu nefklemmur hulstur Dragið ekki til morguns en komið j firiff tilgleraugnasjerfræðrngs' 1 Ufly jns á Laugaveg 2 og fáið yöur rjett mátuð gleraugu. Elsta heildsölufirma landsins varð 25 ára 23. þ. m. Það er ekki hár aldur og minnir á, hve ung hin innlenda verslun er og hve skamt er síðan að því eymdar- ástandi Ijetti, að íslenskar verslanir lifðu af náð og um- önun erlendra stórkaupmanna. Áður en síminn kom til ís- lands var það miklum vand- kvæðum bundið að reka hjer heildsölu. Hjer var ekki hægt að fylgjast með verðbreyting- um og slíkur verslunarrekstur hefði orðið alt of áhættusam- ur. Firmað O. Jolinson og Kaa- ber er líka jafn gamalt síman- um. Og varla er því að neita, að þegar þeir Ólafur Johnson og Ludvig Kaaber, núverandi hankast jóri, hófu verslunar- rekstur sinn, voru þeir fáir, sem höfðu trú á því fyrirtæki. En það var happ íslenskrar versl- unar, að þarna höfðu rjettir menn valist á rjettan stað, menn sem höfðu krafta í köglum til þess að sigrast á mörgum og miklum erfiðleikum og verða til fyrirmyndar öðrum, sem á eftir komu. Frá fyrstu byrjun hefir þetta fyrirtæki jafnan verið rekið þannig, að verslun- arstjettinni og þjóðinni allri hefir verið sómi að, og það er mjög óvíst, hvort íslenskt verslunarástand hefði komist svo fljótt og vel í það horf sem er, ef ekki hefðu valist svo fær- ir menn til þess að hafa for- gönguna. Sú breyting varð á firmanu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.