Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.01.1932, Blaðsíða 3
F A L K i N N Mannsröddin. Efiir dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörð. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgado 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðuugi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Sumir hafa hugsað sjer hnettina sem lifandi verur, einskonar risa- likami, sem að alt líf er þeir næra væri partur af, bæði jurtir og dýr. Og þeir hafa haldið því i'ram, að mennirnir hefðu svipaða þýðingu fyrir hnettina, eins og blóðkornin í manninum hafa fyrir líðan hans. bað er sannað að þessi örsmáu korn ráða mikíu um liðan mannsins. Og þvi skyldi það ekki geta verið rjett, að mennirnir, sem sannariega eru enn minni i hlutfalli við jörðina, en blóðkornin eru í hlutfalli við manninn, gætu ekki haft áhrif á ,,líðan“ jarðarinn'ar. Mennirnir lifa og nærast á jörðinni, þeir breyta efnum þeim, sem jörðin leggur þeim til. Hversvegna skyldi þá eigi geta verið samhand inilli þessara tveggja nákomnu aðilja. liins og það er þjáningin og þrá- in, sem hefir hafið mennina upp i æðri flokk en dýrin, þannig getur vel hugsast, að hin eilífa barátta mannanna fyrir þvi, að komast hærra og leysa gátur tilverunnar og gera hana betri, geti haft áhrif á hnöttinn sjálfan og gert hann full- komnari en aðra hnetti. Þetta kann a'ð þykja firra, en það er vandgert að neita, því að nálega á hverju ári koma í Ijós ný sannindi, sem menn hafa afneita'ð fyrir nokkrum árum. Mannkynið er altaf að sannfærast um, hve það er óendanlega lítið, sem það veit og það er eins og ávalt sjeu að opnast ný svið' og nýjar gát- ur að koma fram, sem sýna, hve jiekkingu mannsins er óendanlcga skamt komið. Nú ganga erfiðir timar yfir heim- inn, þjóðirnar eiga við kreppu og óvissu að búa og alt er á hverfanda hveli. Menn þrá fullkomnun, nú meira en nokkru sinni fyr og finna sárt til þess, hve heimurinn er ófull- kominn þrátt fyrir allar framfarirn- ar og hve mikið á vantar, að þjóð- irnar sjeu farsælar. Raddir óánægj- unnar og kvalir óvissunnar gera meira vart við sig núna en nokkru sinni fyr, og sumir virðast vera úr- kula vonar um, a'ð „gömlu góðu tím- arnir" sem vftanlega voru mildii verri en fólk minnir, koini nokkurn- tima aftur. — Vitanlega koma þeir aldrei aftur. En aðrir og betri tím- ar koma í þeirra stað. Þá von verða allir að halda i, því að hún er engu síður ómissandi en matur og drykk- ur. Mannsröddin hefir frá alda öíS 1 i verið boðberi sálar til sál- ar, frá manni til manns. Allir vita að röddin birtir geðshrær- ingar manna og skap, og liorf hvers lil annars, að hún getur lýst sorg' eða gleði, ótta eða reiði, efa eða vissu, verið, blíð, þýðleg, lilýleg, vingjarnleg eða köld, skipandi, höst og hrana- leg. Hún getur verið digur- urbarkaleg eða veimiltítuleg, lögur eða ljót o. s. frv., alt eftir því hvernig hún heyrist að hæð, hljómmagni, hljómblæ, hraða, áherslu, íiækkun og lækkun. Flestir nnmu þeirrar skoðunar, að. röddin lýsi manninum, sem talar, ekki aðeins stundarástandi hans heldur og eðlisfarinu. Enn fremur að lífsvenjur rnanna, staða þeirra og starl' móti rödd- ina að nokkru leyli. En vísindin hafa sama sem ekkert rannsak- að þetta samband raddar og persónuleika. Og hve mikið vjer ráðum eðlisfar manna al' rödd þeirra einni saman er efasamt fvrir þá sök, að venjulega sjá- um vjer menn um leið og þeir tala til vor og' svipur þeirra, látbragð og athafnir orka á oss samtímis röddinni. Hitt hefir hingað til verið sjaldgæft, að hlusta á menn án þess að sjá þá um leið. En með útvarpinu hefir þetta breyst. Nú blusta þúsundirnar dag livern á menn, sem þeir ekki sjá. Röddin er þar einvöld. Hún er þar með orðin margt- falt máttugra afl í þjó'ðfjelag- inu en áður og' því e'ðlilegt, að athvgli vísindamanna beinisl að því að rannsaka, hvað lnin megnar og í hverju áhrif henn- ar eru íólgin. Ein spnrningin er sú, hvaða hugmyndir áheyrendur út- varpsins geri sjer um þá, sem þeir hlusta á, cflir rödd þeirra. Um það hefir enskur sálar- fræðingur, T. H. Pear, prófessor í sálarfræði við háskólann í Manchester, gert merkilega til- raun, sem lijer skal skýrt frá að nokkru, eftir nýútkominni hók hans: Voice and Pemonal- ili/. Loiulon 1931. Tilrauninni var haga'ð svo, áð valdir voru 9 menn, er allir, að tveim undanteknum, voru kunnir að ótvíræðum dugnaði hver í sinni stöðu. Þeir voru: 1. Leynilögreglumaður, 38 ára, Manchester. 2. Stúllca, 22 ára, einkaritari, Manchester. 8. Prestur, 35 ára, Manchester. 1. Stúlka, 39 ára, yfirmaður kvenlatasöludeildar í versl- un einni, Manchester. 5. IlöftlðsmaðUr úr hernum, 31 árs, Burv. (i. Döttir prófessors Pears, 11 ára, Manchester. 7. Dómari, 57 ára, Manchester. 8. Rafmagnsfræðingur, for- stöðumaður raftækjasmiðju, Manchester. 9. Leikari og leikhússtjóri i Lundúnum. Ekki voru allir þessir menn upprunnir i Manchester og höfðu sumir fengið mentun sína annarsstaðar. Þrjá daga i janúarmánuði 1927 voru þessir menn, þrír hvert kvöldið, látnir lesa i út- varpið á útvarpsstöðinni í Mán- chester (nema nr. 9 í Lundún- um án þcss menn vissu) kafl- ann um skautaferðina í „Pick- 'viek Papers eftir Dickens. Skömmu áður hafði i „Radio Times“ verið send út áskorun til áheyrenda með evðublaði, sem þeir voru beðnir að fylla út, og áttu þeir að segja álit sitt um þessi atriði viðvíkjandi þeim sem lásu: Kyn, aldur, stöðu eða starf, hvort þeir væru vanir að stjórna öðrum, hvar þeir væru fæddir, og livaða staðir, aðrir en fæðingarstaður, kynni að liafa haft áhrif á mál þeirra. Auk þess máttu menn geta um fleira, er þeir þættust geta ráðið af röddinni. Og loks álti að segja hvaða tæki menn notuðu. Um fyrsta kvöldið komu 3710 svör, annað 3814 og þriðja 4285. Niðurstaðan varð sú, að menn gátu sjer yfirleitt rjett til um kvnið, nema um nr. 6 (11 ára stúlkuna), sem 8,1% taldi að væri drengur. Til að meta dóma áheyrend- anna um aldurinn hefir höf- undurinn ekki meðaltöluna, heldur svo nefnda (miðtölu). Ef t. (I. tilgátur 7 manna um aldur einhvers manns væru þessar raðað eftir stærð: 30, 32, 33, 35, 38, 40, 41, þá er mið- talan 35 (meðaltalan væri 35,6). Tala sú er hjer fcr á eftir, sýnir, í svigum aftan við aldur hvers ræðumanns, miðtölu til- gátna áhevrendanna um aldur hans: RæðumaSur nr. 1 38 (45) 2 22 (•29) 3 33 (40) —- 4 39 (39) — 5 31 (30) — 6 11 (10) — 7 57 (48) 8 35 (30) — 9 52 (44) Er auðsjeð að mönnum hefii hætt lil að ætla þá vngstu of gamla og þá elstu vngri en þeir voru. Svörin um stöðuna eða starf- ið sýndu, að áheyrendur höfðu lmeigst til að skifta mönnum aðallega i fjóra flokka, menn sem stunduðu handavinnu, iðn- aðarmenn, embættismenn og verslunarmenn. Voru vandlega 3 vinsuð úr þau svör, er telja varð rjett. 58% gátu' rjett til um nr. 9 (leikarann) og 6% nálega rjett. Um nr. 3 (prestinn) sögðu 38% að hann væri prestur, skólakennari, einkakennari, söng stjóri eða uppgjafa liöfuðsmað- ur úr liernum (hann hafði ver- ið skólakennari og verið í hern- um) og 11% að hann væri pró-’ fessor, fyrirlesari, háskólamað- ur, auglýsandi, ræðuskörungUr, leikari eða guðfræðingur. 50% álitu að nr. 1 (leynilög- reglumaðurinn) stundaði ein- hverja útivinnu. Nr. 8 (raf- magnsfræðingurinn) var venju- lega talinn stunda einhverja handiðn eða verkfræðileg störf. Aðeins 2% gátu rjett til um nr. 5 (höfuðsmanninn) enda virð- ist hann ekki hafa notið sin við lesturinn. 80% töldu nr. 9 (leikhús- stjórann) vanan að stjórna öðr- um, 65% dómaiann og 60% prestinn. Bendir það til þess, að þeir sem stöðu sinnar vegna verða mikið að beita rödd sinni tá í hana ákveðni og festu, sem nýtnr sin í útvarpinu. Tilraun þessi er hin fvrsta er gerð hef- hefur verið af þessu tæi. Jeg skýri frá lienni vegna þess, að hún kann að vekja menn til að gera sjer grein fyrir hvern þátt rödd annara manna á i dómum voruni um þá. Það getur verið skemtilegt íhugunarefni. Guðm. Finnhogason. Ljét atvinna. í Þýskalamli er nú á tínnun stofn- að til þriðjnngs allra hjónabanda nicð auglýsingum. Að jafnaði verða hjónabönd þessi ekki langæ. Að nokkrum dögum liðnum tekur ann- að hjónanna að harma örlög sin og slitnar þá upp úr öllu saman. Oftasl nær verða konurnar fyrri til að rjúfu heitið. Þær þykjast lenda í hendur fiagara o. s. frv. í þýsktim lögregluskrifslofum er sjerdeild fyrir kærur, sem konur leggja fram út af svikum eigin- manna. Þar er til skjalasafn yfir (> þús. kvennaflagara, sem hafa það eingöngu að atvinnu að svikja kven- fólk ekki aðeins i ástum, heldur og í fjárhagsmálum. í Berlín koma slik kærumál að jafna'ði 100 á mánuði. Þetta er að nokkru leyti eðlilegt, þar eð í Þýska- landi eru 2 miljón fleiri konur en karlar. Verða þvi ýmsar konur úl undan og neyðast til að leita þeirra örþrifaráða að auglýsa eftir manni. Ekki koma nánda nærri öll þessi mál l'yrir lögregluna. Fjöldi kvenna kýs heldur að bera harm sinn i hljóði. Talið er að helmingur allra sjálfs- morða hieðal kvcníólks stafi af svikum slíkra kvennaflagara. Ungur jananskur vísindamaður, sem er yfirlæknir i fangelsinu i Kioto varð doktor nýlega fyrir rit- gerð sína, þar sein hann heldur þvi fram að feilir menn sjeu sjaldan glæpamenn, flestir glæpamenn sjeu aftur magrir. Eins og kunnugt er varar Shakespeare í leikriti sínu „Július Caesar" við mögrum mönn- um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.