Fálkinn - 27.08.1932, Blaðsíða 3
FÁLKINN
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
fíitstjórar:
Vilh. Finsen og Skuli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Alt er þjer ómögulegt ef. þú hefir
gert þjer í hugarlund, að þú getir
ekki gert það. Hugur ræður meira
en hálfum sigri, hann ræður,
„stærri helmingnum" al' hon-
um, en kjarkleysið ræður fullum ó-
sigri, ávalt og alstaðar. Enginn hefir
orðið maður nema hann hafi kunn-
að að þora, og ragmenni er með
verstu skammaryrðum, sem islensk
tunga á.
Dags daglega verða fyrir manni
bestu menn, vinnusamir og vel gefn-
ir — menn sem allir hjeldu um, að
verða mundu forustumenn og þóttu
liklegii1 til þess að komast langt. En
þeir standa í sömu sporunum ár
frá ári, bæta engu við hæð sína og
fara svo í gröfina, að enginn getur
sjeð, að þeir hal'i áorkað neinu i líf-
inu. Þeir eru vel látnir og öllum er
lilýtt til þeirra. Það er altaf vand-
sagt um slika menn, að þeir hafi
sett ljós sitl undir mæliker og van-
rækt að neyta hæfileika sinna. Að
rjettu lagi mætti segja svo, að þeir
vissu best sjálfir um, hve hátt þeim
væri hæfilegt að reiða og að öðrum
kæmi það ekki við. En hati það
verið svo, að þessa menn hafi ekki
brostið neitt nema kjarkinn, þá er
miður l'arið. Því að sessinn, sem
þeir átu að taka, stendur ekki auð-
ur, heldur hefir hann tekið við öðr-
um manni, sem ekki brast kjarkinn
en vantaði ef til vill flest annað, sem
til þuríli.
Maðurinn, sem hikar og hopar
við hvert smáræð'ið er illa settur.
Hann langar og hann finnur með
sjálfum sjer að hann getur. En hann
þorir ekki. Hánn vantar aðeins
herslumuninn.
En sá er enn ver settur, sem ávalt
lelur sjer trú um, að hann geti alls
ekki. Þar er að vísu ekkert hik,
heldur auðsveip uppgjöf: .leg gel
það ekki — jeg er ekki maður til
þess. Og svo kemst þessi hugsunar-
háttur upp í vana og maðurinn þor-
ir aldrei neitl og ræðst þessvegna
aldrei í neitt. Hann er andlegur ör-
kumlamaður. Honum verður alt ó-
mögulegt.
Það er langt milli þessa manns
og hins, sem el' til vill hefði meiri
ástæðu til að þora ekki, en gerir
það samt og segir: ,)eg skal! Hann
brennir sig ef lil vill oft og fær
byltu i margri tilrauninni, en það
er meira mannsbragð að honum.
Hann herðist við hverja pláguna og
vex með hverjum ósigrinum, nema
iiann sje svo einkennilega gerður
að vanta alt nema þráann og þorið.
Víasla Þverárbrúar.
Þverárbrúin var vígð siðastliðinn
sunnudag, að viðstöddu svo miklu
fjölmenni, að atdri mun t'leira fólk
hafa verið viðstatt brúarvígslu hjer
á landi og aldrei fjölmennari sam-
koma hafa verið i Rangárvallasýslu.
Munu viðstaddir hafa verið hátt á 5.
þúsund. Á undan vigslunni hjelt
s'éra Erlendur Þórðarson í Odda
guðsþjónustu, en að því loknu setti
sýsluinaður Björgvin Vigfússon liá-
líðinu og sagði i ræðu sinni sögu
hrúannálsins. Eins og kunnugt er,
gekst hann og fleiri hjeraðsbúar fyr-
ir þvi, uð safna fje til brúargerðar
ú Þverá og At'falli og bjóða rikimi
það til láns. Tókst þetta og ákvað
stjórnin að lúta framkvæma verkið
þegar, er hjeraðsbúar höfðu sýnt i
verki svo mikinn áhuga á, að því
yrði flýtl. — Þá hjelt Þorsteinn
Briem atvinnumálaráðherra vígslu-
ræðu og lýsli brúnni sjálfri. Er hún
17(1 metrar á lengd og þriðja lengstu
brú ú landinu, bygð ú stauraokum,
18 talsins og er tíu metra háf milli
okunnu. Brúargólfið hvilir á lang-
bitum úr járni og ú þeim eru þver-
bitar úr limbri. tíólfið er úr
timbri en járnrið beggja vegna. Brú-
in sjálf kostar um 70.000 kr. — K ,F.
U. M.-kórið skemti fólki með söng
ú mótinu og var m. a. sungin brúar-
drápa eftir Þorstein Gislason. — A
efstu myndinni sjesl brúin, en á
þeirri næstu ráðherrafrúin er hún
klippir sundur strenginn á brúnni.
Sjást á inyndinni m. a. atviunumála-
ráðherra, sýslumaður og vegamála-
sljóri. A neðstu myndinni sjesl
munnfjöldinn við guðsþjónustugerð-
ina og presturinn í stólnum. Loks
er mynd hjer að ofan af atvinnu-
múlaráðherru er hunn l'lyturræðuna.
Somkoman fór hið besta fram og
vurð öllum hlutaðeigendum til hins
mesta sóma. Er það eins og áður er
sagt fjölmennasta samkoman;, sem
haldin hefir verið í Rangárvalla-
sýsln og lælur nærri að fólkið hafi
verið jafnmargt og allir sýslubúar
eru samtals. Fjöldi bifreiða einkum
úr Reykjavík, flutti fólk á staðinn
allan fyrri part dagsins og heim að
kvöldi og hefir aldrei verið meiri
umferð um Suðurlandsbraut en
þennan dag. — Innan skamms verð-
tir brúin yfir Affallið fullgerð og el'
lil vill verður hægt að gera bráða-
birgðabrú yfir Álana úr efni því,
sem afgangs verður af þessum
tveimur brúm.
Pjetur Hafliðason beykir Selja-
veg 17 verður 75 ára 29. ágúst.
Ekkjan Guðrún Guðtiad., Berg-
st.str. 38 oerður 75 ára 29. þ. m.