Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1932, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.10.1932, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 ÍSLENSKUR IÐNAÐUR. Hvernig hægindastóllinn verður til. Húsgagnaverslunin í Hankastrœti 14. Erliiiaiir doinsísim& llílIIM Yinnustofa Erlings Jónssonar á Baldursgötu 30. „Það er nieiri vandi að búa til goðan mat en að háma hann i sig“, sagði húsfreyjan við mat- gogginn. Mjer duttu þessi orð í hug um daginn, en i öðru sam- handi, er jeg gerði mjer ferð á Baldursgötu 30, í liúsgagnavinnu stofu Erlings Jónssonar, til þess að kynnast leyndardómum þægi legra og vandaðra húsgagna og siðan segi jeg: „Það er meiri vandi að smíða góðan hæginda stól, en að stritasl við að sitja i honum“. Erlingur lærði iðn sina á vinnustofu Kristins Sveinssonar og setti að því búnu upp vinnu- stofu. með Friðrik Ólafssyni og ráku þeir liana í þrjú ár, til 1926. Að því búnu fór Erlingur til Danmerkur til framhaldsnáms og var þar eitt ár, en setli upp vinnustofu og verslun 1927 og hefir rekið Íiana síðan, fyrst einn en síðan 1929 með Jóni Oddgeir bróður sínum. Þrjú fyrstu árin var fyrirtækið á Hverfisgötu 4, en síðan 1930 hef- ir verslunin verið í Bankastræti I I en vinnustofan á Baldurs- götu 30. Erlingur hefir jafnan haft smíði bólstraðra húsgagna að sjergrein. Hefir hann gert sjer far úm, að hafa vinnuna að hús- gögnum sínum innlenda að sem mestu leyti, en mestalt efni verð- ur að kaupa að, eins og skiljan- Mgndin sýnir binding fjatira i stól- setu. legt er. Lengi vel tíðkaðist það, og gerir víst sumstaðar enn, að kaupa grindurnar í hæginda- slólana að tilbúnar, en þar fór vinna út úr landinu og auk þess hafði þetta mikinn flutnings- kostnað í l'ör með sjer vegna þess, að farmgjald er mikið á grindunum sökum fyrirferðar- innar. Rjeðist Erlingur því í það að fá sjer smíðaáhöld og lála smíða grindur allar sjálfur. Og síðan er öll vinna að húsgögn- unum unnin þarna á vinnustof- unum á Baldursgötu. Þegar á að lýsa sköpun hægindastólsins eða legubekks- ins er best að byrja á tx-jesmíða- stofunum í suðurenda hússins. Þar eru vjelar tvær, annað band sög en hin einskona „þúsund þjala smiður“, því að bæði hefl- ar lxún, plægir, sagar og ýmis- legt fleira, senx jeg kann ekki að nefna. Þarna er efnisviður í grind urnar, brenni í fætur og máttar- stoðir en greni í annað sagað, heflað og fágað, en í næsla her- bergi eru stykkin sett saman og fer þá að inóta fyrir „sköpunar- laginu“ á stykkinu. Fætur, brík- xir og þeir hlutar ti’jesins, sem eiga að verða sjáanlegir eru spón- lagðir óg spónninn líxndur á með því að strjúka liann sjóðheitu zinkbretti. Grindin er límd, negld eða skriifuð saman og innan skamms er lienni vísað inn í þriðja herbergið, jxar senx „bólstr ararnir“ taka við. Er jxá byrjað með jxví, að reyra saman i stól- eða sófabotninn aragrúa af fjöðr- um í einum einasta stól eru unx 30 fjaðrir, sterkastar og lengstar í botninn, því á jxær reynir mest, þýðari fjaðrir í bak- ið og bríkurnar, á þeim stólum sem ekki eru með trjebríkum. Fjaðrirnar eru reyrðar saman að ofan og neðan, svo að afstaða þeirra geti ekki breyst, j)ær eru festar í gjarðirnar. í botninum að neðan en síðan er sterkur strigi þaninn yfir þær. Næst kenxur að bólstruninni. I vandaðan hægindastól eru not- aðar tvxer eða þrjár tegundir bólsturs. Fyrst kemur ofan á strigann yfir fjöðrunum þykt lag af bólstri, sem kallað er „vegeta- biler", er það unnið úr pálma- blöðum, rifið í tægjur, þurkað og breinsað og kalla íslendingar það pálmatróð. Líka má nota svokallað „blaar“ í stað pálma- tróðsins; eru það lxreinsaðar og liettar tótrefjur. Þegar jxessu neðsta lagi lxefir verið koxnið l'yrir, svo að livergi sjáist mis- l'ella á er saumaður vfir Jxað strigi og verður þetta neðsta lag því einangrað með stxnga bæði að ofan og neðan. Siðan er xnarg- stangað gegnum jxað og strigann, þannig að tróðið geti ekki færst úr stað á fjöðrunum. — Nú kem- ur nýtt lag úr krullhári. Það er hrosshár, gufuhreinsað, spunnið í lengjur og snúið, þannig að það verður hrokkið. Þetta bólstur- efni liefir jxann kost að það btel- ist ekki við notkun en heldur sætinu mjúku ár frá ári. Yfir jxetta lag er svo saumað ljereft. Þtx, kenxur næst lag af vatti og svo dúkurinn, sem húsgögnin eru klædd með. Ending bólstraðra húsgagna cu afarmikið undir því komin, að notuð sjeu bestu fáanleg bólst ui-efni. Þessi efni, sem nefnd voru þykja sjálfsögð í vönduð hús- gögn, en vitanlega má gera lnis- gögnin ódýrari með því að nöta ódýrara efni. En það gengur ])á út vl'ir endinguna. Iljer hefir saga hægindastóls- ins verið rakiix i stuttuixi drátt- um. Það hefir ekkert verið minst á allaix „saumaskapinn" eða all- ar neglingarnar á áklæðinu eða „betrekkinu", sem kallað er, ekki á póleringmxa á trjenu og mai’gt og margt fleira. En þetta sem sagt liefir verið, ætti að fæi’a mönnum heinx sanninn um, að það eru mörg handtökin að vönduðum, þægilegum húsgögn- uni í eina betristofu. Erlingur Jónsson er hinn mesti smekkmaður á all sem- lxann lætur frá sjer fara. Hann er nýtískufrönxuður í stílgerð allri og hefir innleitt hjer ýmsar gerðir af tiskustíl í bólstruðum húsgögnum. En auk þess fer hann eigin götur og hefir gert ýmislegt, að sínu eigin hugboði og fengið lxina bestu dónxa fróðra sinekkmanna. Og vinnu- vöndun lians þykir niikil. Við fyrirtækið starfa 11 nxanns, tveir við trjesmíði, 7 við bólstrun og tveir við verslunina. Þó sunxir segi, að á Islandi hjakki alt i sanxa farinu, verður þetta ekki sagt um íslenskan iðn- að. Engum getur dulist, að þegar litið er yfir iðnmál landsins síð- ustu 30 árin, cr þar um stórkost- legar framfarir að ræða. Og þetta á ekki síst við unx hús- gagnaiðnaðinn. Þar má heita að valinn maður finnist í hverju rúmi og ætti því að líða að því að innflutningur erlendra hús- gagna hvrfi úr sögunni. Svipall. -Veðsla bóisturlagiö fóörað og stangaö.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.