Fálkinn


Fálkinn - 18.02.1933, Qupperneq 13

Fálkinn - 18.02.1933, Qupperneq 13
F Á L K I N N 13 ÞURKUN SUÐURSJÁVAR. Kjer í blaðinu hefir áður verið sagt frá einu stórfeldasta mannvirki, sem nú er í gerð í Norðurálfu:. þurkun 7.uidesee í Hollandi. Flói þessi hinn mikli héfir áður verið þurt land, sem sjór liefir hrotist yfir, en nú er langt komiS að gera liann að þurru og frjósömu landi á ný, meS því að byggja varnargarða um fló- ann þverann og bægja þannig frá ágangi NorSursjáfarins. Aðalþáttur mannvirkis þessa var sá ag byggja yfir 30 kílómetra langan varnar- garð yfir þveran flóann og sjesl nokkur hluti hans hjer á myndinni. Eru 32 flóðgáttir á garði þessum. Lausnir á gátum á bls. 11. FlugmaSurinn Joseph . Göbbles hefir sett nýtt met í svifflugi í Ham- borg. Var hann á sveimi í 13 tíma og 43 mínútur og er það 5 tímum meira en gamla metið. Afturganga Rennys skipstjóra. Já, gerið það, svaraði Shaw. Hroll- ur fór um hann. Enda þótt veður væri hlýtt eftir árstiðinni, fanst honum eins og ískaldur vindur leika um sig. Hjer var þá Cyclops í lamasessi og stjórnlaus, en á- stand það er eitt hið ömurlegasta, sem sjó- maður getur upplifað. Skipið sat kyrt á sjónum, rjett eins og skipslíkan i glerkassa. Og þann tíma sem myrkur var, magnaðist og jókst þessi draugalega þögn og varð beinlínis liræðileg'. Langt niðri í iðrum skipsins heyrðist einstöku sinnum í kola- skóflu, og það var eina hljóðið, sem til- kynti skipverjum, að þeir væru enn ekki komnir til þessa sjerstaka helvítis, sem bu- ið er vörudöllum og öðrum flækingum sjáv- arins. Sliaw, sem lá með galopin augu í rúmi sínu gat greinilega heyrt andardrátt þriðja stýrimanns hinu megin við þilið og fótatak Walters, sem var á leið upp á brúna með kaffi. Ekki þyngra en fótatakið var, gerði það dynjandi glym, sem bergmálaði um alt skipið. MilH wiskíglasanna strengdi Sliaw þess lieit að láta ekki skynsemi sína hlaupa í gönur. Skrúfumissir var algengt slys til sjós. Að hann skyldi liafa orðið á þessum stað var óheppilegt óheppilegt vegna þess, að það gat komið alskonnar leiðinlegum hug- myndum í kollinn á bjánum eins og Winter- ton. Það var líka slysalegt, að hann skyldi hafa látið eftir freistingunni að skjótaþenn- an fuglskratta. Ömerkari viðburðir höfðu komið al' stað uppþotum til sjós. Þvi í djöflinum hafði hann ekki getað stilt sig? Slíkt og þessu líkt dró úr virðingu hans og valdi. Og liamingjan mátti vita, að það breiddist út. „Hvað finst ykkur um það, að gamli maðurinn skyldi fara að drepa fugl- inn? Hjer býr eitthvað undir“. Klukkan, sem skrúfuð var á þilið, sló tvö. Hinir óguðlegu hafa engan frið og engan svefn, sagði hann við sjálfan sig. Það var líka vitleysa að vera hjer niðri og hafa ekki annan fjelagsskap en sinar eigin hugsanir. Hann fór út úr rúminu og fór í hnjehá tog- leðurstígvjel. Fyrir neðan stigann, sem lá upp á brúna mætti hann Walters, og hin ismeygilega, þegjandi spurning, sem kom frá þjóninum var næstum finnanleg. Mannsaugað getur verið bölvanlega meinlegt talfæri, og þessi augu i Walters voru sjerstaklega lagin á hálfkveðnar vísur. Shaw gat alveg fundið i myrkrinu forvitnina, sem skein úr þeim, og hrátt myndi verða að vissu. En hvað þýddi slík vissa gagnvart lögunum? Minna en ekki neitt. Það varð að halda náunganum við verk láta liann hafa nóg að hugsa. Það var meðalið, sem við hann átti. Og í stað þess að fá að fara í bólið, eins og hann lialði *rjett til, var þjónninn sendur með sparki, svo sem til áherslu, til að búa til meira kaffi. Fyrsti stýrimaður gekk um gólf á brúnni og raulaði fyrir munni sjer eins og hann var vanur, úrval úr „Gömlum og nýjum sálm- um“, sem hann hjelt upp á, laganna vegna, en ekki af neinni sjerstakri guðrækni. Hann lifnaði við er hann sá Shaw. Hvaða fjelags- skapur sem verða vildi, var betri en enginn, þegar þilfarið bergmálaði fótatak manns eins og þrumur væru, en þess á milli var þögnin óbærileg, og líktust því sem draug- ar ætluðu að stökkva á mann þá og þegar. Þeir tóku að skrafa um daginn og veginn og rifja upp gamlar endurminningar. Og loks komst Shaw að efninu, sem honum lá þyngst á hjarta. Það var óheppilegt, skal jeg játa, þetta með fuglinn, hr. Sims. Það verkar illa á skipshöfnina. En jeg var alveg að fram kominn. Taugarnar, skiljið þjer. Hafði ekki sofið í þrjár nætur. „Já það var leiðinlegt“, sagði hr. Sims. „Óheppilegt, eins og þjer segið sjálfur. Hásetarnir — já, þjer vitið hvernig þeir geta gert veður út af öllu hugsanlegu. „Þá þeir eru að kjafta um slys. Og svipi dauðra sjómanna“. Hann hló harkalega „Já, einmitt“, sagði fyrsti stýrimaður. „Það getur orðið eftir af flestum að upp- ræta hjátrú úr gömlum sjóurum. Walters kom til að tilkynna, að kaffið væri tilbúið. Um leið og Shaw gekk inn í kortahúsið, hugsaði hann með sjálfum sjer: Jæja, nú, úr því að skrúfan er farin á ann- að borð, geta þeir vaðið í þessari hjátrú sinni, eins og þá sjálfa listir. Ef þeir hafa gaman af því — þá geri þeir svo vel. Hann hrærði í kaffinu og bar bollann upp að vörunum. A næsta augnabliki skall liann á gólfið með brestum og fór í þúsund mola. Shaw tók andvarp, sem frekar var neyðar- óp. Hr. Sims, sem hljóp inn í kortahúsið, fann hann, náfölan, stara með ósegjanlegri skelfingu á leiðarbókina. Og fyrsti stýri- maður fann hárin rísa á höfði sjer er hann leit yfir öxl yfirmanns síns. Hið fyrsta er liann sá, var rithönd Ren- nys: upprjett, sterkleg, og með hinni ein- kennilegu sveiflu undir nafninu — ná- kvæmlega has rithönd, út í ystu æsar. Hjart- að hamaðist og barðist i brjósti lians, er hann las — upphátt: „Cvclops, New' York til Londin. Sjór kvrr. Loft Ijett. Bilaður og bíður eftir drætti. Jeg er upprisan og lifið, segir Drottinn. Sá, sem á mig trúir, hann mun lifa þótt hann deyi. —- R. G. W. Renny, skipstjóri“. Hugarástand fyrsta stýrimanns má nokk- uð ráða af því, að hann tók ofan húfu sína, rjett eins og hann væri í návist hins dauða. — Upprisan og lífið tautaði hann. — Þetta er úr útfarartextanum. Hann varð of seinn til að verjast rokna-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.