Fálkinn


Fálkinn - 26.08.1933, Qupperneq 12

Fálkinn - 26.08.1933, Qupperneq 12
12 F Á L K I N N NOREGSFÖR. Frh. af bls. 7. blómskreyttur garður, með veit- ingaborðum. Við fengum borð uppi á svölum hússins og höfðum þaðan frábærlegt útsýni yfir borgina ög fjörðinn. Það var búið að kveikja og var mjög æfintýralegt að sjá yfir. Rutsebanen í Skansen vakti at- hygli okkar með bogamynduðum ljóslinum sínum, einnig bar mikið á ljósröðunum við Karl Johansgöt- una. Úti á nesjum og skerjum við fjörðinn blikuðu græn ljós, sem hurfn annað veifið. Skip voru að koma og fara, flugvjel flaug yfir fjörðinn. Á leiðinni niður af Eke- berg voru sumar stúlkurnar myrk- fælnar, skógurinn er svo skugga- legur á kvöldin, vegurinn krókótt- ur og það er eins og fólkið sprytti upp úr þessum krókum, það sjest ekki fyr en koniið er fast að þvi. — Ó, ef það væri svpna þægilegt að hafa stefnumót i Reykjavík! varð einni stúlkunni að orði. A járnbrautarstöðinni, þegar við vor- um að leggja af stað frá Osló, kvöddum við tvær skólastúlkurn- ar, Tonny Multer, sem varð eftir hjá frændfólki sínu og Katrínu Öl- afsdóttur, sem var að leggja af stað til Danmerkur. í Voss áttum við að búa í lýð- háskólanum, og kom skólastjórinn Ö. Eskeland niður á járnbrautar- stöð til þess að taka á móti okkur. Á leiðinni til skólans fórum við framhjá minnismerki er reist hefir verið fiðluleikaranum Ola Mosafinn. Það er höggmynd (gruppa) er tákn- ar brúðkaupsferð í Voss, fólkið er alt á hestum, framarlega i hópnum er fiðluleikarinn spilandi á fiðtu sína. HÚsin, sem tilheyra lýðhá- skólanum eru mörg og öll rauð, við fengum svefnherbergi í Jóns- borg, sem margir íslendingar kann- ast við, en borðuðum í öðru húsi. Veður var dimt og þungbúið og var heitið á Strandarkirkju, ef sól- skin yrði daginn eftir því þá ætl- uðuiri við í (Staiheim) Sogn. Strandarkirkja brást ekki, morgun- inn eftir var glaða sólskin, skúrir komu að vísu þennan dag, en þá vorum við inni í bíl og olli það okkur því engra óþægnda. Stalheim var áfangastaðurinn, við borðuðum þar i veitingahúsinu, og skoðuðum umhverfið, hrikaleg- ustu fjöllin og þrengsta dalinn, sem við höfðum sjeð í Noregi. Við veg- inn, sem liggur niður í Nærödalinn er minnisvarði, sem norskur æsku- lýður reisti skáldinu Per Sivle, hann er fæddur á Sivle i Nærödaln- um. f Nærödalnum sáum við fossana Stalheimsfoss og Sivlefoss. — í Voss varð Sigríður Magnúsdóttir kenslu- kona eftir, en í för með okkur slógst frú Henny kona Arngr. Krist- jánssonar og Unnur dóttir þeirra. Við vorum einn dag í Bergen áður en við stigum á skipsfjöl. Við eyddum þar okkar síðustu norsku aurum og röðuðum í síðasta sinni niður í töskurnar okkar og bak- pokana. Þegar „Lyra“ lagði frá hafnarbakkanum sungum við „Ja vi elsker“. Arngr. Kristjánsson kvaddi land og þjóð með nokkrum orðum, á eftir hróþuðum við ís- lenskt húrra. Við heilsuðum Bergen að morgunlagi, nú kvöddum við hana um kvöld í vafurljósalogum. Uppi á Flöjen bar við himinn höll, sem af skýru gulli gjörfa, það var veitingarhúsið alsett ljósum. — Fyrsta daginn á sjónum var tölu- verð kvika og lágu þá allir fyrir. Eftir það gaf vet. Nokkru fyrir há- degi 29. júlí komum við til Færeyj i. Þetta var á Ólafsvökudag og þvi talsverð hátiðahöld í Þórshöfn. Um allan bæinn var flaggað með danska fánanum, færeyski fáninn Myndin hjer að ofan er tekin á spitalanum í Bridgeport í Connec- titut og er af hinum frægu flug- hjónum Amy Johnson og John Mollison, sem urðu að nauðtenda í Bridgeport er þau komu úr flugi sinu austán yfir Atantshaf .Ætluðu þau til Neyy York, en þorðu ekki að hatda áfram vegna þess hvc benzin þeirra var orðið lítið. Hjóu- in fnndu flugvöllinn en misskildu merkin á honum og lentu út í mýri ulan við völlinn, af því að dimt var orðið. Stakst vjelin jiar koli- hnýs, en þau meiddust bæði hjón- in og voru flutt beint á spítalann. Myndin var símuð auslur yfir At- lantshaf og sjest John Motlison til vinstri en Amy til hægri með bund- ið um ennið og bakstur á kinnina. sást líka, en hárin var eins og upp- burðarlaust barn, sem vill láta títið á sjer bera. Um miðjan dag 30. júlí var bú- ist við landsýn, en ekkert sást vegan dimmviðris. Um sex leitið fóru þó útverðir fslands að sýna sig. Það var eins og þokan gisnaði og þpir komu í tjósmál dökkir og drunga- legir. Um nokkurn tima áður en komið var til Vestmannaeyja v.ir gott sýni til lands. Vestrið var all i togaleiftrum og fjöllin risu dimm- btá úr hafinu. Framundan skipinu var dökkur eyjaklasinn. ísland! Nafnið var nefnt með fögnuði. Rétt fyrir hádegisbitið daginn eftir stig- uin við á land í Reykjavík, ánægð yl'ir Noregsför okkar og ánægð yfir að vera komin heim. Þ órnnn Mctgn ús dóttir. f Úr i Kaldeu hafa nýlega fund- isl þrír óborgaðir reikningar, sem slátrari í bænum hefir þrá- sinnis sent viðskiftavinum sínurn árangurslaust. Þeir eru mörg þús- und ára gamlir. -----x---- Fýrsta toftpóstbrjefið var senl 3 janúar 1793 með loftbelg frá New York til Fíladelfiu. Ákafur frímerkjasafnari hefir auglýst eft- ir umslaginu af þessu brjefi og býður iniljón dotlara í það. Skyldi hann ekki þykjast nokkurnvegiun viss um, að það sje farið veg allrur veraldar. ----x---- Sumstaðar á Suðurhafseyjum ráða konurnar tögum og lofum. Þær skipa fyrir um alt, og sumar þær hæstsettu halda stór karta- búr. Sænskir nazistar hafa ákveðið að niála Þórsmerkið á bringuna á sjer, eftir að þeim var bannað að nota einkennisbúninga. ----x------ MARY PICKFORD' OG DOUGLAS FAIRBANKS SKILJÁ Hjónaband þeirra Mary og Doug hefir jafnan þótt stakasta fyrirmynd og jafnan verið lil jiess vitnað, sem undantekningar er staðfesti regl- una um lausagopann í hjúskapai’- málunum í Hollywood. En svo bregðast krosstrje, sem önnur trje. Nú er hjónadjöfullinn kominn í leikinn þar lika og nú eru þau staö- ráðin í að skilja liessi heiðurshjön eftir langa og ástrika sambúð. Þau hafa auglýst hinn ríkulega bústað sinn í Californíu til sölu. Hjerha sjesl.mynd af bústaðnum og í dyr- iinum „unnusta alheimsins“, Mary Pickford. Viðurnefnið gefur fulia skýringu á skilnaðinum ef það byggist á staðreyndum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.