Fálkinn - 16.09.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
fíitstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: SvavarHjaltested.
Aðalskrifstofa:
BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
BlaSið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðuugi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
ðuglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Mikilmennið finnur til með þjóð-
inni en hann lætur hana ekki teynia
sig. Hann heldur sinu stryki, án
tillits til almenningsálitsins. Hann
er rólegur. Hann treystir tilverunni
og Verður sjaldan óþolinmóður.
Hann hugsar skýrt, talar skynsam-
lega og lifir óbrotnu lífi. Hann
hefur aldrei mikið að gera. Hann
fyrirlítur aldrei neinn.
Hann er líkur hinu þögla í nátt-
úrunni, eins og hafið, himininn
eða eyðimörkin.
Hjegómagirnd er ekki til í hon-
um. Hann langar ekki til að aðr-
ir hrósi sjer og þessvegna verður
hann aldrei fyrir vonbrigðum.
Hann hefir ávalt meira en honum
finst hann eiga skilið.
Iiann vill altaf vera að læra. Jafn-
vel af ungbörnum. En hann gerir
sjer ekki far um að kenna öðrum.
Hann er ekki boðinn og velkom-
inn í neina stjett eða flokk, vegna
þess að honurn er ljúfara að reyna
að skilja aðra en að láta aðra skilja
sig. Hann vinnur vegna ánægjunn-
ar af vinnunni en ekki vegna laun-
anna. Hann getur ekki endurgoldið
ilt með illu, því að hann á ekki
heima í flokki jjeirra, sem langar
til að gera öðrum ilt.
Lof eða lasl verkar ekki á
hann. Hann brennur af áhuga fyr-
ir öllum velferðarmálum. Hann
eískar, hann líður, hann hlær. Þeg-
ar maður er í návist hans finnur
maður, að það sem maður hefir,
peningar, staða og þessháttar, er
alls ekki aðalatriðið, og ef honum
líkar vel við mann er það ekki
vegna þess sem maður segir eða
gerir, heldur vegna þess hvernig
sál nmnns er. Ilann lætur ekki
hlekkjast af happi eða óhappi.
Hann þorir að breyta um skoð-
un og viðurkenna að sjer hafi
skjátlast. Hann kærir sig ekkert
um að halda skoðunum sínum til
streitu. Hann þráir sannleikann.
Hann hefir trú á því, að æfi manns-
ins endi með sigri hins góða og
hann er aldrei óþolinmóður. Hann
þekkir ekki biturleik eða svartsýni
heldur kærleika, von og umburðar-
lyndi.
Þegar þú færð ást á svona manni,
þa stækkar þú sjálfur, því að mik-
ilmennið er sterkt, þó það fari
liægt.
Frank Crane.
Frægt flugfólk.
Hjer birtast myndir af frægu flugfólki, sem mikið liefir ver-
ið talað um í sumar. Á efri myndinni sjást Balbo, frú Lindbergli
og Charles Lindberg. En á neðri myndinni sjást að ofan Lind-
bergshjónin en að neðan Mollisonshjónin.
Habsborgarættin, sem rekín var
frá völdum í Austurríki hefir far-
ið í mál við ríkisstjórnina þar og
krefst 240 miljóna skaðabóta veg.m
þess að rílcið hefir gert upptæk n
allar eignir ættarinnar og — vill
mgii skila aftur.
—-—x------
Ekkjan Þórunn Sigurðardóttir í
Lambhaga varð 90 ára 13. sept.
í Marseilles, var „generalkonsúll“
nýlega tekinn fastur, staðinn að
hvítri þrælasölu. Handtakan fór
fram alveg þegar maðurinn ætlaði
að ganga að eiga 42. konuna. Kon-
súllinn er ríkur og hafði tælt ung-
ar stúlkur og látist giftast þeini.
Fn a brúðkaupsferðinni, sem æfi.i-
!ega var farin til San Francisco,
„skihli hann þær eftir“ hverja ;.f
annari, l'. e. a. Si seldi þær. Sá,
sem „gifti“ var ekki prestur, held-
ur leikari, sem konsúllinn kevpti
til l>ess. Hann var vitanlega lika
tekinn fastur og margra ára betr-
narhússvist bíður þeirra beggja.
-----------------x----
Amerískur vísindamaður hefir
cftir margra ára rannsókn komist
að þéirri niðurstöðu, að flær geta
.stokkið 32 centimetra að lengd og
um 214 meter að liæð. Þeir hafa
lítið að gera, amerísku vísinda-
mennirnir, eftir þessu að dæma.
-----------------x----
í London hefir áttræð kerling
rætl um skilnað við mann sinn.
sem er 78 ára að aldri. Karlinn
var eitthvað að manga til vi"ð unga'
stúlku — og það þoldi ekki kerl-
ing.
----x----
Soldáninn i Marokkó er sem
stendur „í sumarfrii“ í Nizza. 'Uut
50 manns eru í fylgd hans, kveu-
fólk og karlmenn.
----x—---
Sextán ára strákur og 72 ára
gamall karl lenti í slag í Frakk-
landi um daginn. Strákurinn gaf
karlinum utan undir með flatri'
hendi, svo karlinn hneig Íiiður
steindauður.
----x——
Maður i Chicago liefir farið í
skaðabótamál við eiganda gistihúss
nokkurs þar i borginni og krefsl
100.000 dollara þóknun. Málinú er
þannig varið, að maðurinn Var
bitinn i nefið af humar á veitinga-
húsinu. Hann kom þar inn til þess
að fá sjer að borða, pantaði humar,
en þótti hann vondur og kvartaði
við eigandann yfir þvi að humar-
inn væri gamall. Eigandinn sótti
lifandi humar út i eldhús, en er
hann var að sýna og sanhfæra
gestinn um að humaririn væri lif-
andi, hjelt hanri dýrinu svo ná-
lægt riefinu á gestinurn,. að humar-
inn skelti klónni uin það, svo
hlæddi mjög.
Vasahnífur
er ómissandi
hverjumnianni
Hnifarogskæri
í bestu úrvali
hjá BRUUN, -
Qleraugnabúðin
Laugaveg 2.