Fálkinn - 16.09.1933, Page 12
12
F Á L K I N N
„Mantua Prússlands“.
Hirin gamli viggirti bær Kustrin
a. d. Oder, seni oft er kallaður
Mantua Prússlands, vegna þess hve
rnjög honum svipar til ítalska bæj-
arins'. Mantúa, er nú orðinn 700 ára.
Eins og ítalska Mantua er bær þessi
umkringdur mýrum á alla vegu og
í nokkur hundruð ár var bærinn
talinn óvinnandi. Jafnvel Napoleon
mikli kallaði hann „ógurlegt vígi“,
En frægastur er bærinn orðinn
l'yrir þann einkennilega atburð í
sögu Þýskalands, að þar sat fyrir
200 árum sjálfur ríkiserfingi Prúss-
lands í varðhaldi.
Það var Friðrik krónprins, sem
síðar var nefndur hinn mikli. Hann
reyndi árið 1730 að flýja undan
MAHARAJAINN AF KAPURTALA
sem hjer birtist mynd af var á
ferðalagi um Norðurlönd í siðasta
mánuði og var hvarvetna fagnað
sem konungbornum mánni. Var
hann seinast á ferð um þessar slóð-
ir fyrir 28 áruin en er nú orðinn
61 árs. Kapurtala er furstadæmi í
Norður-Indlandi, í Punjab, og hef-
ir um 260.000 íbúa. Dvelur mahara-
jainn jafnan í ríki sínu á vetrum
en hefir ferðast til fjarlægra landa
á liverju sumri i síðastliðin 40 ár.
Hefir hann jafnan fjölment fylgdar-
lið á þessum ferðum, m. a. ind-
verskan matsvein, þvi að honum
geðjast ekki allskostar að mataræði
Evrópumanna.
harðstjórn föður sins, „hermanna-
konungsins“ Friðriks Vilhjálms
fyrsta og komst til Englands, en
flóttinn mistókst og krónprinsinum
var stefnt fyrir herrjett sem lið-
hlaupa. Rjetturinn kynokaði sjer
við að dæma rikiserfingjann, en þá
tók faðir lians til sinna ráða og
setti son sinn í fangelsi i víginu i
Kiistrin. Hann fjekk ekki að sjá
vini sína, bækur mátti hann eng-
ar iesa nema biblíuna og líka var
honum meinuð mesta ánægjan, að
leika á flautu. Tiu groschen á dag,
eða sem svaraði daglaunum manns
voru veitt til lífsuppihalds ríkis-
erfingjans og bannað var að láta
hann hafa vaxkerti, því að kon-
ungur taldi nægilegt að hann fengi
tólgarkerti til að „upplýsa forherta
sál hans“.
Herbergin tvö sem krónprinsinn
hafðist við í standa með ummerkj-
um enn í dag. Þar er sýndur
ghigginn, sem krónprinsinn stóð
við er hann horfði á aftöku vinar
síris, von Kattes liðsforingja. Hann
hafði hjálpað krónprinsinum til að
undirbúa flóttann forðum og varð
að láta iífið fyrir. Þegar hinn
dauðadæmdi liðsforingi var leiddur
framhjá glugga krónprinsins hróp-
aði hann: „Jeg bið yður þúsund-
faldrar l'yrirgefningar“. Og þegar
höfuðið var höggið af von Katte
hnje prinsinn í ómegin.
Eftir að krónprinsinn var náð-
aður dvaldi hann enn tvö ár í
Kustrin, og á þeim árum er talið,
að hann hafi þroskast og gæðsl
þeim hæfileikum, sem síðar urðu
svo ríkir hjá honum, að Kanl sagði
þessi orð: „Konungurinn er fyrsti
þjónn ríkisins“.
Kiistrin, sem er aðeins klukku-
tíma járnbrautarferð frá Berlín,'. er
einkennilegur bær og stendur á
nesi milli Oder og Warthe úti i
mýri, umgirtur háum víggirðing-
um og djúpum skurðum. Þegar flóð
er í ánum eru allar göturnar i bæn-
um undir vatni, en virkið gnæfir
upp úr.
Gotneska stílsins, sem er svo á-
berandi í flestum þýskum bæjum,
verður alls ekki vart í Kiistrin. Eft-
ir að Rússar höfðu brent bæinn
í 7-árastríðinu endurreisti Friðrik
mikli hann í slil þess tíma. Kon-
ungur ljel einnig rista fram mýr-
arnar og rækta þær, svo að þarna
fjekst nýtt land handa þúsund fjöi-
skyldum, enda sagði konungur um
þessa nýrækt: „Hjer hefi jeg í friði
og blóðsúthellingalausl lagt undir
Prússland heila sveit“.
Það voru Musterisriddararnir,
sem kunnir eru frá Krossferðatim-
unum er stofnuðu Kustrin árið
1632. Var setulið þar i 500á r og
Svona hús þætti ykkur visl gain-
an að eiga. Það er reglulegt barna-
liiis, ail gert í smærri stíl en fuil-
orðnir nota, en hæfillegt fyrir alt
að 14 ára gamalt barn. Það er F.l-
ísabet dóttir hertogans af York og
sonardóttir konungsins í Englandi,
sem á Jjella hús og gáfu ibúarnir í
Wales telpunni húsið i afmæliðgjöf
fyrir nokkru. Telpan sjest sjálf
standa fyrir utan dyrnar.
TASCHI LAHA
heitir maður einn í Tíbet, sem er á
góðum vegi með að koma þeim
500 miljónum manna, sem játa
Búddatrú í uppnám, með því að
fullyrða, að hann sje Búdda sjálfur
endurfæddur. Hafa þegar safnasl
að honum áhangendur, svo hundr-
uðum þúsunda skiftir, sem . afneita
nú Dalai Lama, æðsta prestinum i
Tíbet, en hafa viðurkent Taschi
Lama sein trúföður sinn. —- Taschi
Lama, sem sjest hjer á myndinni,
er nú á leið til Peking til þess að
snúa Kínverjum til fylgis við sig
og er förinni veitt mikil athygli,
því að ménn búast við að hún geti
haft áhrif á friðinn í Asíu.
íbúarnir átlu sjaldan sjö dagana
sæla þvi jafnan var ófriður um borg
ina og liðsátúr hjá íbúunum. í 30-
árastríðinu notaði Gústaf Adolf bæ-
inn sjer lil stuðnings, eftir sam-
komulagi við kjörfurstann af Brand-
enburg og þar leitaði Friðrik Wil-
helm krónprins af Brandenburg á-
sjár. Hafði liann alist upp í virk-
inu árin 1627—33.
í Suður-Serbiu er það enn venja,
að menn kaupi sjer konur. For-
eidrar stúlkiinnar verða nfl.iað kaupa
vinnu annarar stúlku, undireins og
dóttirin fer að heiman, og það þyk-
ir ekki nema sanngjarnt að biðill-
inn borgi brúsann. . En það kem-
ur vitanlega oft fyrir að mennirn-
ir fá stúlkurnar upp á afborgun.
—-—x-----------------
Um daginn fór fram fyrsta hjóna-
vígslan með loftskeytum. Það var
kvikmyndaleikkona, sem býr i
Hollywood og þektur breskur i-
þróttamaður í London, sem voru
gift. Þau settust með vitundavottum
við ríkisfóninn sín hvoru megin við
Atlantshaf og presturinn hjelt brúð-
kaupsræðuna svo bæði heyrðu.
----x----
Um daginn ætlaði stúlka ein af
göfugum ættum i Bretlandi að
gaiiga að eiga ungan mann af eins
lignum ættum. Aumingja stúlkan
vildi vera eins „fin“ og kostur var
á er brúðkaupið skyldi standa, og
ljet meðal annars mála neglur sín-
ar rauðar, en það er hæst-móðins
nú meðal ungra kvenna á megin-
landi Norðurálfu. En svo illa tókst
til, að blóðeitrun hljóp i fingur
stúlkunnar — svo ekkerl varð úr
brúðkaupinu. Líklega gætir hún
jjess næst, að mála ekki neglurn-
ar.
----x----
Shainn i Persíu kvað eiga heims-
ins dýrasta bíl. Hann er allur sett-
ur gimsteinum og dýrindis leðri og
kostaði saintals um hálfa miljón
króna.