Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1933, Qupperneq 6

Fálkinn - 02.12.1933, Qupperneq 6
F Á L K I N N Traust. Saga eftir KRISTEN GUNDELACH. Flóttamaðurinn var farinn að iialda sig' óhultan. Elding liafði varpað bjarma yfir umhverfið, svo að hann gat áttað sig á fjallahnúkunum. Hann hafði at- hugað kortið svo oft i nótt, við vasaljósið sitt, að liann þurfti ekki að taka það fram núna til þess að vita, að nú var ekki nema rúmur kílómetri að landamær- um Sviss. Jafnvel á þessum ó- greiðfæru slóðum og þrátt fyr- ir hvað hann var þreyttur mundi hann komast þessa leið á minna en hálftima. Hinsvegar var þetta hættidegasti spölurinn á allri leiðinni, því að við landamærin eru verðirnir á ferli dag og nótt. En í þessu veðri gat liann verið nokkurnveginn öruggur: elding- arnar leiftuðu i sifellu og þrumu gnýrinn var svo sterkur, að hann ætlaði að æra mann. Og svo kom einmitt núna hellirign- ing. Flóttamaðurinn hafði varla lmgsað þetta til enda og glaðst af því áð hafa fengið frelsið eftir margra ára innilokun fyr- ir pólitískar sakir, þegar kallað var til hans hastarlegri röddu: „Ekki eitt skref lengra, ann- ars skýt jeg!“ Flóttamaðurinn þorði ekki að ráðast í að gera mótspyrnu, hann hafði útvegað sjer falskt vegahrjef og vonaði að það mundi bjarga honum. Hann byrjaði mál sitt með löngum útskýringum, en hráðlega var tekið fram í fyrir honum. „Þetta getum við talað um síðar, hjer er hvorki stund nje staður til þess“. Og í sama bili lagði varðmað- urinn handjárn á fangann, aft- an frá og tók svo sterkan kaðal og reyrði saman fætur lians. Maðurinn mótmælti ákaft þessari ómannúðlegu meðferð en fjekk sjer til mikillar undrunar þetta kurteisa og afsakandi svar: Jeg er því miður neyddur til þessa, herra minn, jeg á ekki annars úrkostar, jeg rakst á yð- ur af tilviljun en er á leiðinni i erindum, sem varða mannslíf og hefi þegar eytt of miklum tíma í að gegna skyldum mínum sem landamæravörður. Þjer verðið þvi miður að liggja hjerna nokkra tíma þangað til jeg kem lil baka.“ „En það getur líka varðað mannslíf, eins og veðrið er núna.“ Landamæravörðurinn sá að þetta var rjett og hann vatt sjer úr vindjakkanum sínum og jakk- anum og vafði utan um fangann. „Bíðið þjer snöggvast við“, sagði fióttamaðurinn, sem nú datt nokkuð í liug, „mannslíf? —■• hvað eigið þjer við með því? eruð þjer að sækja læknir?“ „Já, til konunnar minnar — við eiguin heima steinsnar hjeð- an. Hún fjekk áðan áköf verkja- köst í magann með hita og kölduköstum — og þau fara sí- versnandi.“ „Botnlangabólga — bráð botn- langabólga!“ sagði fanginn. „Henni verður ekki bjargað. Það er árangurslaust að fara margra klukkutíma ferð eftir lækni, sem ekki er heima eða kanske neitar að fara út i óveðrið — látið þjer nig sjá liana undir eins — það er eina vonin — hún var að vísu ekki mikil, það viðurkenni jeg en hún er betri en ekki neitt jeg er læknir og áhaldatask- an mín er í bakpokanum mín- um.“ I sama vetfangi opnaði varð- maðurinn handjárnin og skar kaðalinn sem var um fætur fang- ans — án þess að hugsa um, að ef til vill væri þetta aðeins gabb og að fanginn mundi hlaupast brott samstundis. „Þessa leiðina, læknir!“ Hann gekk á undan upp brattan stíg og flóttamaðurin á eftir honum, eigi síður áfjáður í að flýta sjer að bjarga mannslífinu en varð- maðurinn sjálfur, þó það væri kona hans sem átti í hlut. Það fyrsta sem ungi læknir- inn gerði þegar hann kom inn i litla liúsið sem ómaði af sárs- aukastunum og með háum vein- um við og við þegar verstu köstin komu, var að fá varð- manninum tösku sína með þess- ari stuttu skipun: „Sjóðið strax allar tengur og lmífa og komið með pottinn með því í inn til mín — svo tek jeg það sem jeg þarf á að halda.‘“ Svo gekk hann að rúmi ungu konunnar og ransakaði liana. Jú, það var ekki um að villast að þetta var bráð botnlanga- hólga og horfurnar voru mjög tvísýnar. Þegar varðmaðurinn kom inn aftur fölur og kvíðandi með sjóðandi pottinn með verk- færunum, hvislaði læknirinn: „Jeg hefi góða samvisku af j)vi að jeg afstýrði því að þjer færuð langar leiðir til að sækja lækni, sem að vísu líklega er eldri og duglegri en jeg — því að uppskurðurinn má alls ekki dragast i nokkrar mínútur og jafnvel þó að það væri æfður skurðlæknir, sem gerði hann á góðu sjúkrahúsi þar sem alt væri til taks J)á hlytu úrslitin að verða mjög vafasöm. Það eina sem jeg get lofað er að gera mitt l.esta!“ Þruinuveðrið var nú hætt og símstöðin niðri í þorpinu hafð tekið til starfa aftur, eftir að liún hafði orðið að hafa lokað í marga klukkutíma. Meðan læknirinn var að framkvæma ’una erfiðu læknisaðgerð j;á liringdi síminn. Varðmaðurinn hljóp undir eins til og tók símann úr sam- bandi. Jafnvel þó hann vissi að Jjað hlyti að vera eitthvað áríð- andi úr Jiví að hringt var á þess- um tíma sólarhringsins, þá vikh m ekki láta símann trufla meðan á uppskurðinum stóð. Læknirinn var um hálftíma að verkinu og þegar öllu var lokið J)á brosti liann til mannsins, sem stóð þarna hjá, milli vonar og ótta. Varðm-jðurinn greip hægri hönd hans báðum höndum og kreysti liana svo fast að lækn- irinn verkjaði í haná. Tárin runnu úr báðum augum hans. Hann langaði til að segja svo margt en kom ekki upp nema [)essu eina orði: „Þakkir!“ Læknirinn brosti, klappaði vingjarnlega á öxlina á lionum og sagði: „Og nú vil jeg gjarnan vita livar jeg á að liggja. Jeg er J reyttur eftir alt ferðavolkið.“ Varðmaðurinn fór með hann út í lágt steinhús hinu megin við hlaðið, það var einskonar varahús, eins og viða er uppi í ljöllum, gerð til þess að flýja í, ef eldingu slær niður í íbúðar- húsið. Þarna var eitt rúm, stórt en hart með skinnfeldi til að breiða ofan á sig. Varðmaður- inn afsakaði við gestinn, að hann hefði ekki betra að bjóða. En ungi læknirinn svarað. með glettuip, sem liefðu getað skilist sem skens ef þær liefðu ekki verið sagðar í góðlálegum tón: „Hjartans þakkir, Jietta er al- veg fyrirtak — þegar maður meira að segja fær að sleppa við — handjárnin.“ Þegar varðmaðurinn var að fara út frá fyrverandi fanga sín- um sagði hann: „Það var satt! Síminn hringdi meðan jeg var önnum kafinn við uppskurðinn — það hefir líklega verið eitthvað áríðandi — þjer ættuð held jeg að ná sambandi við miðstöðina núna undir eins — konan yðar liggur ennþá í móki og truflast ekki af J>ví — á morgun verður J>að verra, því þá er hún vöknuð og verður að liafa fullkomna kyrð“. „Jeg skal flýta mjer inn og gera það“, sagði liinn, og um leið bætti hann við: „Það er óloft hjerna inni — úr J>ví að óveðrinu er slotað er víst best að láta hurðina standa opna — svo getið J>jer lokað sjálfur ef yður finst yður verða kalt“. Hann spenti hurðina upp á gátt. Dyrnar vissu út að landá- mærum Sviss. Það var ekki uema fimm mínútna gangur að landamærunum. Landamæravörðurinn náði í samband þegar hann hafði beð- ið um það bil eitt kortjer. Það var lögreglustöðin í bænum sem liafði hringt. Það var viðvíkj- andi pólitískum flóttamanni, læknisfræðastúdent, sem lög- reglan var að leita að. Hann liafið gert sig sekan í alvarlegu uppreisnarsamsæri, sem. að vísu hafði mistekist. Svo fylgdi ná- kvæm lýsing á honum og að hann hefði sjest á leið til sviss- nesku landamæranna. Samtal- inu lauk með þessari ákveðnu skipun: „Hver sá sem líkist þvi sem þessum manni hefir verið lýst, skal umsvifalaust skotinn“. Þegar landamæravörðurinn lagði af sjer heyrnartólið aftur gladdist hann yfir því, að hann hafði tekið símann úr sambandi um nóttina, J>ví að lýsingin átti svo greinlega við unga manninn, sem þá var ekki læknir heldur aðeins læknastúdent, sem nokk- ur lýsing gat átt. Þennan mann, sem hafði gert varðmanninum stærsta góðverk sem hugsast gat, að bjarga lífi konunnar lians. Nú var liann guði sje lol' kominn út í veður og vind, yfir svissnesku landamærin — inn í frelsið! Undir dögun fór liann að rigna jafnt og l>jett og rigning- in hjelt áfram látlaust þangað lil ungi maðurinn vaknaði um sjöleytið við það, að menn voru að tala saman fyrir utan dyrn- ar hjá honum, en þeim hafði hann lokað bráðlega um nótt- ina. Hann þekti rödd húsbónd- ans. „Konan mín er svo veik að við getum ekki ónáðað hana — við skulum koma hjerna inn og tala saman“. Flóttamanninum var ljóst að varðmaðurinn hafði gengið út frá því sem gefnu að liann hefði flúið áfram strax um nóttina, og notað tækifærið sem lionum gafst til þess að komast vfir landamærin, þennan fimm mín- útna veg. Hann hefði gert hon- um bendingu með því að láta hurðina standa opna upp á gátt. Hann hjelt að húsið væri tómt og kæmi nú inn með lióp af stjettarbræðrum sínum sem lik- lega væri að leita að honum. í — fimmtán ára fangelsi! — Eða kannske aðeins: skotinn upp við múrvegg! Þetta voru framtíðarhorfurnar — nú var alt tapað! Hvar átti hann að l'ela sig í þessu tóma húsgagna- lausa herbergi? Lásinn var far- inn að hreyfast, á næsta augna- bliki mundu lögreglumennirnir koma inn. Þá kom honum alt í einu 'ausnarúrræðið i hug. Hann þreif

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.