Fálkinn - 24.02.1934, Blaðsíða 6
f)
F Á L K I N N
iumarkvöld við vatnið.
Eftir
KOLBEIN ÞÖGLA
Það var áliðið hausts. —
Trjen eru bogin og álút í frost-
kuldanum. —■ Blómin eru fölnuð og
fuglarnir eru þöglir. Hauststorm-
urinn liel'ir feykt burt visnuðu blöð-
unum af trjánum, eitthvað út i
buskann. — Minningum sumarsins
og gleðinnar. — Stjörnurnar tindra
á heiðskýrum kveldhimninum, en
vetrarblómin — frostrósirnar á
gluggunum minna mennina á sum-
arblómin fögru. —<
Jeg sit einn í herberginu mínu í
rökkurkyrðinni og horfi á vermandi
vetrareldinn í ofninum. — í her-
berginu við hlið mjer er hún Hrefna
litla, dóttir hjónanna sem eiga þar
heima, að leika á slaghörpuna sina.
Jeg þekki lagið sem hún leikur,
það er rómance eftir Rubinstein. —
í blæbrigðuin lagsins liggur einhver
minning — hulinn söknuður, von
og þrá mannssálarinnar. —
Það er eitthvað svo friðsælt að
sitja hjer við eldinn og láta hug-
ann reiká í kveldhúminu. Tónarnir
er berast inn til mín, eru sem hvísl-
andi raddir æskuminninganna. Þeir
hafa vakið minningu mína um löngu
liðna, ljósa og fagra sumarnótt.
Jeg horfi á málverk er hangir á
veggnum, móti ofninum. Ljósgeisi-
arnir frá eldinum falla á það. Mál-
verkið er af ungri brosandi stúlku,
i hvitrósóttum sumarkjól, með fang-
ið fult af blómum. Mjer finst ilmur
blómanna fylla litla herbergið mitt
og bera vorhljóm æskunnar inn í
sál mina. —• Það er ilniur hinna
fögru minninga. Geislarnir falla
á ljósa lokka stúlkunnar í nátt-
myrkrinu og gera bláu, dökku aug-
un hennar draumblíð og fögur, eins
og hún var, þegar jeg ]>ekti hana.
Hana, sem átti þessa dásamlegu
nótt með mjer. —
Þetta verður engin saga. Að-
eins brotnar minningar frá æsku-
árunum, þegar náttúran kveikti
fyrsta ástarneistann i hjarta mínu
og fyrstu tilfinningarnar til lífsins.
Það er fagúrt miðsumarskveld.
Kveldroðinn breiðir marglitu og
l'ögru purpuraskikkjuna sina um
himinhvolfið. — Sem gert hefir mál-
arana gráhærða við að festa þá
geisladýrð á strigann. — Fjallstind-
arnar eru þöglir og dularfullir sem
gamlar hulduvættir. Og i fjarska
heyrist óljós glaðvær söngur fólks,
sem er á heimleið frá vinnu af
engjum bændabýlanna í grendinni.
Hvíta stóra sumarhótelið speglar
sig i vatninu og dáisl að fegurð
sinni, eins og ung stúlka fyrir fram-
an spegil. í hinum beinu línum ný-
tískustálsins bregður fyrir stolti,
eins og hjá ungum hjegómagjörnum
stúlkiim, sem vita að fegurð þeirra
vekur aðdáun hjá þeim karlmönn-
um, er aðeins hugsa um umbúðir
sálarinnar. En litlu fallegu blómin
í trjágarðinum; bláklukkurnar, lilj-
urnar og rauðu rósirnar, eru sem
Jítil börn er aðeins þekkja sakleys-
ið. Þau eru búin að breiða saman
blöðin og loka krónunum sínum.
Þau vaka ekki til að dást að sjálf-
um sjer. Þau þekkja það ekki held-
ur að vera stolt af sinni eigin feg-
urð. Þessvegna eru þau líka svona
hugljúf og ástúðleg. —
Jeg var 18 ára. — Dvaldi á sum-
arhótelinu til að mála hina íslensku
náltúrufegurð, sem allir íslendingar
elska, er eiga nokkurn listrænan
smekk í sál sinni. Jeg ætlaði mjer
að verða málari. Já, meira en það.
Frægur listamaður. Jeg hafði stóra
hugmynd um sjálfan mig í þá daga.
Átti sterkan vilja og æskuþrótt í
hraustu brjósti. — Það besta sem
æskunni er gefið. —
Jeg sal út á svölunum á sumar-
hótelinu. Ekkert truflaði hugsanir
mínar. Jeg var sæll í einverunni.
Jeg var að hugsa um sumarleyfið
mitt l'rá sumrinu áður. Ilve var
ekki alt breytt. Eitt einasta ár var
liðið frá þvi að jeg og vinur minn
skemtum okkur hjer saman glaðir
og ánægðir með lifið og tilveruna.
Nú var hann dáinn í blóma æsk-
unnar, 23. ára. — Hvernig var hæg!
að hugsa sjer lifið svona harm-
þrungið i þessari fegurð umhverf-
isins. —
Jeg var vakinn af þungum hugs-
unuin mínum. Ljettur æskuhlátur
barst upp til mín. Undir greinum
trjánna í garðinum gekk piltur og
stúlka. Þau settust á hvítmálaða
bekkinn undir gamla birkitrénu.
Þetta voru eflaust elskendur. Eða
máske voru það aðeins ástsjúkir
unglingar að leika l'alskar ástir
augnabliksins. Iivað kom það mjer
við? Ekki neitt. — Kossahlijóðln
bárust nijer að eyrum eins og fugla-
tíst. Þau litu líka út sem saklausir
fuglar á gi-ein. Er syngja uin vorið,
ástina og hina heitu þrá til lífsins.
Jeg stóð upp og hljóp niður að
vatninu. Jeg vildi helst vera einn i
kveld. Litli báturinn frá hótelinu
vaggaði sjer á ljettum bárum við
mjúkann, grasigróinn bakkann. Jeg
leysti bátinn. Jeg ætlaði að róa út
í hólmann á vatninu. Þar hafði jeg
og vinur minn dvalið svo oft tím-
um saman í draumríki náttúrunnar.
Þar voru mjer minningarnar um
hann sælastar. Jeg ætlaði að lesa
þar, seinasta brjefið hans til mín.
Jeg var skamt kominn frá landi
er nafn mitt rauf þögnina er hvíldi
yfir öllu.
— Ólafsson var kallað út lil mín.
Á bakkanum þar sem jeg hafði
Ieyst bátinn stóð ung stúlka og veif-
aði til mín. —
Jeg rjeri að landi.
Stúlkan var frískleg og mjúklega
vaxinn. Hún var há og grönn og
samsvaraði sjer fyllilega. Sólin var
búin að setja þennan móbrúna og
fallega blæ á andlitið. Það var frítt
og hafði sjerstaklega hreina drætti.
Hún var í hvitrósóttum sumarkjól
Augun voru dökkblá og hárið ljóst.
og snúran á ljósa sumarhattinum
hennar var vafinn um handlegg
hennar. Hún var 17 ára og hjet
Ester Johnson og var af vesturis-
lenskum ættum. Hún hafði dvalið
um tíma á sumarhótelinu með föður
síuum, er var verksmiðjueigandi lrá
Winnipeg. Jeg hafði kynst henni
litilsháttar. Talað við hana nokkr-
um sinnum. En máske höfðu augu
okkar skilið meira og talað fleira.
- Fyrirgefðu, sagði hún, jeg sá
þig úti á vatninu og var búin að
kalla áður en jeg áttaði mig á
frekju minni. Þú lofaðir mjer fyr-
ir nokkrum dögum að sýna mjer
hólmann, þar sem þú ert að mála
á daginn. í kvöldroðanum hlýtur
hann að vera fallegur. — Hún
horfði á mig skærum augum er log-
uðu af þrá. — Af þrá eftir hverju?
— Mjer væri mikil gleði i ])ví, að
mega sýna þjer hólmann, ungfrú
Johnson, sagði jeg.
—• Viltu líka gera annað fyrir
mig, sagði lnin, að kalla mig Est-
er, mjer er það kærast.
Og mig aðeins Edward, sagði
jeg.
Við tókumst í hendur. Þegar jeg
snart þessa fíngerðu hönd, fór um
mig einhver tilfinning er jeg ekki
þekti. Og jeg fann blóðið streyma
örara í æðum mínum. Jeg varð
klaufalegur í hreyfingum, þegar jeg
hjálpaði henni út i bátinn. Svo leit
jeg undan og þóttist lagfæra eitt-
hvað í bátnum. Jeg var hálf feim-
inn við þessa ungu stúlku.
Ekkert heyrðist nema áraskvampið
er gáraði spegilsljetl vatnið i kyrð-
inni. í fjarska sást hólminn i vatn-
inu; skógivaxinn með dularfullum
æfintýraljóma í fögru kveldskininu.
Hann var eins og björt skógar-
höll full af töfrandi æskuvonum.
Aískan sjálf er eins Og fagur æfin-
týri á Ijósum vordegi.
— Veistu hvað jeg er að hugsa
um, Edward, sagði Ester.
Nei, það vissi jeg náttúrlega ekki.
Jeg er að hugsa um hve sum-
arnóttin er hrífandi á íslandi. Hvað
lífið er bjart og yndislegt. .leg gæti
kyst blómin og grátið af gleði yfir
því að mjer er leyft að njóta slikr-
ar fegurðar, mjer er svo Ijett um
hjartað. Jeg elska alt og alla, sagði
Ester.
Lífið er ekki altaf svona bjart
og yndislegt, Ester, sagði jeg. Þú
ert óskabarn hamingjunnar. En
hamingjan er hverful. Þú þekkir
ekki raunveruleika lífsins. Lífið er
svo margar skuggamyndir er ham-
ingjubörnin þekkja ekki. Er vekja
beiskju og harma i hjörtum ann-
ara. Lífið á gleði. Já, stjórnlausa
gleði. En hún býr aldrei ein. Sorg-
in er skuggi gleðinnar. „Þó gleðin
í’jetti þjer barmafullan bikar, drekk-
drekkur þú seinasta teyginn i
sárri sorg. Og sorgin situr eftir í
hjartanu sjálfu. Gleðin er ofl aðeins
bergmál sálarinnar, tómlegt og líf-
snautt, en í djúpi sorgarinnar býr
sannleikurinn og þroski lífsins.
Edward, þú ert ol’ bölsýnn
yfir tilverunni. Þú sjerð ekki nema
það gleðisnauða og sorglega i líf-
inu. Að vera svartsýnn er að eyði-
leggja fegurð lífs síns. Meðan við
erum ung, og morgunsólin er að
brjótast fram úr morgunroða lífs-
ins. Meðan hjartað er heitast, von-
in ljúfust og þráin sterkust eigum
við að vera glöð og ljettstíg og bíða
eftir einhverju fögru er framtíðin
á að færa okkur. Elska lífið af
öllu okkar unga hjarta. — Jeg skii
það ekki að geta verið svona al-
varlegur og dapur í þessari yndis-
legu fegurð.
- Já. — Það sem mennirnir
ekki skilja í hugarfari aunara eru
þeir fyrstir til að dæma. Það er
þroskalaus og sorgleg staðreynd. —
Ester, þegar jeg var 12 ára misti
jeg móður mina; föður minn þetki
jeg aldrei, hún var mjer alt. Siðan
hefi jeg barist einn í veröldinni,
með hjálp annara, fyrir tilveru
minni. Það hefir hert skap mitt og
festu. Jeg hefi ekki verið hlutlaus
af þeirri gæfu er lífið hefir fátæld-
iugunum og olbogabörnunum að
hjóða. Jeg eignaðist einn trúnaðar
vin. En nú er hann einnig dáinn,
lyrir fáum dögum.
— Edward — Edward, fyrir-
gefðu mjer hvernig jeg talaði. Jeg
skyldi það ekki, sagði Estcr blið-
Iega.
— Það er ekkert Ester, sagði jeg.
Jeg er þjer þakklátur fyrir þessi
orð. Þau gefa mjer nýtt þrek og
nýja gleði í hjai’ta. — Víst er jeg
ungur og á að elska lífið.
Hólminn var nú fáa faðma fram-
undan. Hann var bryddur litlu
hamrabelti i vestri, er líktist sljett-
um kastalavegg. En víðirunnarnir
er stóðu fremst fram á bakkanum
og báru við himininn, voru einsog
hermannafylking á verði. ’■— Jeg
reri inn i litla vik sunnanundir
hólmanum. Þar batt jeg bátinn og
hjálpaði Ester á land. Við skoð-
uðum hólmann hátt og lágt. Geng-
um hægt hlið við hlið gegnum skóg-
arrunnana og ræddum saman.
Um hvað?
Um svo margt er æskunni er
kært. Siðan kveiktum við lítið
bál, úr þurrum laufum, og kalvið-
Lim, í litlu rjóðri niður við vatnið.
Settumst við eldinn einsog zigaun-
ar og vermdum okkur við hann.
Okkur var ekki kalt í veðurblíð-
unni en það var eitthvað svo
skemtilegt að kveikja þarna eld og
og sitja við hann í kveldkyrðinni.
Ester. — Hér sátum við svo
oft, vinur minn og jeg. Og nú
streyma samverustundirnar fram í
huga minn. Jeg ællaði einmitt
hingað í kvöld til að lesa scinasta
bi’jefið hans. Má jeg lesa það upp-
hátl fyrir þig. Þá skilurðu eflaust
betur hve góður hann var og hvers
jeg sakna, sagði jeg.
Edward, því sagðirðu mjer
þetta ekki fyr, sagði Ester.
— Af því að mjer var það kært,
að þú einmitt í kvöld vildir deila
stundunum með mjer, sagði jeg.
Jeg tók brjefið upp og his:
Heilsuhælið við .........
18. júní 19..
Kæri vinur! —
Jeg reyni að skrifa þjer örfáar
linur, með hvíldum, þótt mjer sje
það erfitt. Það verður eflaust sein-
asta kveðja min til þín í þessu lil'i.
Þú verður að geta í eyðurnar á
milli línanna alt sem jeg hefði vilj-
að segja þjer að skilnaði, áður en
þróttur minn er að fullu þrotinn.
e)yf?anögiECðnkfy ny.iun— — e
Máske eftir fáa daga skilja allir
þeir mig, er aldrei áður gátu iist
það djúpt í sál sinni og eigin til-
finningum að jeg vængbrotni fugl-
inn gat ekki tekið undir þeirra
söng er áttu i'leyga og sterka vængi.
Er áttu lífsgleði og æskuþrótt í
hraustu rjósti. Þú einn skildir fyrsl
þann harm er jeg bar í leyni; dul-
ardóma þá, er ski’áðir voru í mín-
um tærðu lungum. Og sýndir þung-
lyndi mínu, veiklyndi og beyskju-
blöndu hugarfari umburðarlyndi og
þolinmæði, eins og sannur vinur.
— Jeg þakka lífinu fyrir að það
gaf mig þig að vin.----------—-
Jeg var með hressara móti er ])ú
kvaddir mig. En nú er jeg aftur
kominn í rúmið. Og blóð hefir al't-
ur gengið upp úr mjer, — meir
en áður. Jeg á eflaust fáa daga ó-
lifaða. Læknirinn hefir líka sagt
mjer að jeg ætti ekki langt líf fyrir
höndum úr þessu. Að lungu mín
sjeu bráðum þrotin. — Jeg virði
það við hann, 'að hann hefir fund-
ið mig það þroskaðan að jeg
kynni að taka dauða minum eins
og mjer ber.---------------
Hve ofl höfum við ekki selið
saman, Edward, á rökkurkvöldum.
og rætt um líf og dauða. Um leynd-
ardóma tilverunnar sem mönnunum
eru huldir. — Ilver skilur leyndar-
dóma lífsins? Lifið sem brunar á-
frain sem beljandi foss fram al'
bergi. Kynslóðir fara og koma,
hverfa og gleymast, eins og dropi
er fellur í hafið. Er þetta alt að-
eins forleikur að enn öðru dýrlegra
lífi, eða heldur þetta svona áfram
að öllu tilgangslaust? Eru menn-
irnir sem lítil óvitabörn, sem
krjúpa fórnandi höndum upp á
móti sóliuni — upp á móti tilver-
unni — án þess að vita upp nje
niður. Þegar mennirnir horfa upp í
hina stóru, bláu hinminhvelfingu og
lita óendanleikann alt í kringum
sig, þá skilja þeir fyrst hve van-
mátta strá þeir eru í lifinu. Og
skilja þess minna sem þeir leitast
við að skilja meira.--------------
Þú manst eflaust eftir því að jeg