Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1934, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.02.1934, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 átti veika trú í hjarta. En í dauð- anuin finnum við nekt og ófullkon.n un sálar okkar og i von og örvænt- ingu biðjum við fyrir sálum okkár eitthvað úl í hinn ómælandi geim til einhvers æðri, fullkomins mátt- ar og yfirnáttúrlegs styrks, sem við finnum í nálægð dauðastundarinn- ar. Og nú er jeg eflaust frammi fyrir fortjaldi levndardómsins mikla og hins sanna kærleika, sem mönnunum hjer í lifinu gengur svo illa að læra og bera í hjarta sjer lil hvers manns.----------- Hve margar fagrar meyjar og fríðir sveinar hafa ekki lifað og elskað, grátið og hlegið, vonað og þjáðst, dáið og horfið i straumhvörf aldanna. Lyft máttvana vængjum til hærra lífs. Þar sem .værleiksrikur hljóinur ódauðleikans ómar í bu- stað guðanna. Þar sem kærleikur- inn fellur sem græðandi smyrsli yfir þreyttar sálir þeirra. Þar sem sem eilíf birta, ljós og ylur felst i mannssálinni. — Þvi skyldi jeg harma það, vinur, að skilja við þjáningarfult lif mitt. Væri betra að lifa mjer og öðru'in lil armæðu og kvalar í bitrum ólæknandi sárum. Nei, vinur, nú á jeg aðeins eina sterka og trúfasta von i hjarta niínu. Og hún liregst mjer ekki. — Þú sagði við mig, þegar þú heim- sóltir mig seinast að þú ætlaðir austur og dvelja á sumarhótelinu um tíma. Þú verður eflaust konhnn þangað þegar þú færð þetta brjef. Nú fæ jeg vist aldrei oftar að gleðj- ast eða ganga með þjer um hóhn- ann, þar sem við áttum svo margar fagrar og frjálsar stundir áður. — Ö, hve margar eru ekki hinar horfnu myndir samveru okkar. — En alt tekur enda fyr eða síðar. Jeg sje út um gluggann, við rekkju mina, að.sólin er að síga í hafið. Kveldroðinn og yndisleiki hans er liking helgistundar. Þegar maður er að kveðja eitthvað sem manni hefir þótt fagurt og ástrikt. ____ Nú bíð jeg eftir nóttinni og friðnum inn i sál nrina. Aldrei lief jeg unnað nóttinhi heitar. Þegar hún tekur mig nú sem þreyttu barni i móðurfaðm sinn og ber niig inn í draumaríki sin. Jeg væri sæil ef hún vildi unna mjer þess að vakna ei aftur frá dýrðlegu draum- unum sínum.------------ Jeg heyri að það er einhver að syngja og spila i setustofunni hérna á hælinu. Röddin er óstyrk og titr- andi. Tónarnir eru sem angurvær, sorgþrungin andvörp söngvara sem særður er banvænu sári. Litla kvæðið sem hann syngur er eftir Davið Stefánsson. Þú kannast við það. Þú nianst hye yæht mjer þótti uii) það, þyi það var svo samstilt minum eigin tilfinningum, — Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblið vög'uljóð. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin í djúpinu er, ef til vill dreymir þá eitthvað sem engin í vökunni sjer. Nú legg jeg frá mjer pennann og skrifblokkina mina. Jeg er orðinn svo þreyttur. Jeg ætla að láta þetta litla kvæði og lag svæfa órólegu luigsanirnar mínar. Jeg kveð þig nú. —- Þangað ti! við hittumst aftur handan við gröf og dauða. Seinasta vonin mín er ti! þín að æfisól þín megi verða þjer bjartari með hverjum degi sem líð- ur og að stjörnurnar vísi þjer veg- inn þann sem liggur til farsældar og gæfu. — Gjuð fylgi þjer. Þinn vinur i dauðanum. NB.— Jeg bið þig nð heilsa að siðustu Benóný og Karli. —- Lifið vel og reynið að skilja lifið rjett. — lteynið að þróa ykkar eigið ljós- brot i sannleika, hreinum og fögr- um hugsjónum. — Geymið mig í huga ykkar sem bróður er biður ykkar á fjarlægu ströndinni, þar sem við tengjumst aftur vinarbönd- u m. Þegar jeg hafið lesið brjefið, sát- i.jii við Ester lengi þögul og horfð- uin í eldinn. — Ester laut niður að litlu blómi. Sleit það upp og hjelt þvi í hendi sjer og sagði, — yeistu hvað þetta blóm heitir? — — Nei, jeg þekti blómið ekki. — Það heitir draumablóm. Viltu eiga það í minningu um hann og nýjan vin, sagði hún. Jeg leit í augu hennar. Skildi jeg þau rjett. Já, jiessi ástúðlegu og saklausu augU gat enginn misskilið. Jeg hafði eignast nýjan vin. — Ásl- vin. — Jeg fann birta til í sál minni. Bárurnar skvömpuðu þýtt og hvíslandi upp að bakkanum. Loftið var milt og þrungið ilmi skógar- ins. Andvarinn bærði Ijósu lokkana hennar Ester. Ekkert heyrðist nema snarkið i eldinum og iðandi fossa- hjal utan frá fjallinu handan við vatnið. Sumarnóttin var að breiða þessa dúlarfullu og hljóðu vængi sína yfir himininn er gagntekur alla með hrifningu að vaka og njóta hinnar djúpu og þöglu kyrðar er rikir yfir • öllu. Til hvers skyldi sumarnóttin vera svona ástþrungin og töfrandi, nema fyrir ástina. Það fegursta er guð hefir gefið inönn- unum. — Skögurinn var að hlusta eftir æfintýrum. Laufblöðin titruðu af eftirvæntingu. En skuggarnir í runnunum brostu að sakleysi hinn- ar fyrstu ástar. Við hölluðum okkur mjúklega upp að hvort öðru og ástarþráin brann í brjósti okkar. — Ester lagði litlu, grönnu handleggina um háls mjer og jeg fann mjúkt hár hennar strjúkast við kinn mília. Hún hvisl- aði töfraorðúm i eyru mjer, cr leystu ást mína úr læðingi. Jeg gleymdi öllu í kringum mig. Jeg vissi það eitt, að jeg hjelt í örmum minum, litlu, fallegu stúlkunni hvítrósótta sumarkjólnum. Snortinn af þeirri lífsgæfu er guðirnir deila mönnunum. Kossarnir okkar voru barnslega innilegir, saklausir og blíðir, eins og hinir l'yrstn kossar æskunnar eru altaf. Það voru minir fyrstu kossar af vörum stúlku. Og þó allir hinir er síðar hafa fallið yfir þá, og gleymast með hverju augnabliks-æfintýri, gleymast þessir kossar aldrei. Þeir tilheyrðu æsku- ástinni er greipt er inst i hjartað. Hvað er hamingja? Hvað er sæla? Þarf jeg nokkrum að segja það? — Eflaust þekkið þið fyrstu ástina er gerir lífið að undraheimi. Til- finningarnar að logandi báli. And- ardráttinn að ilmi og nærveruna að sætleika. — Við elskuðum hvort annað eins innilega og unglingar geta elskað af öllu sínu saklausa hjarta, er þekkir ekkert til sjálfs- elslui eða eigingirni. Ástin er laug- asl í lind hreinleikans og skapar alt hið göfugast, tilfinningaríkasta, fegursta og bjartasta er býr í sál unglingsins. Það var langliðið á nóttu er við hugsuðum fyrst til að halda heim á sumarhótelið: Litla bálið okkar logaðt enn skært. Við vildum njóta ástardrauma okkar sem lengst. Þeg- ar eldurinn sloknaði stóðum við fyrst upp og gengum arm i arm niður að víkinni þar sem báturinn la bundinn. Við stigum í liann og settumst bæði á miðþóftuna, við hlið hvors annars, hljóð og livísl- andi. Því saklaús ást er þögul og innileg sein döpur sorgin. — Bát- urin skreið hljóðlátlega á lygnu vatninu í djúpri ró sumarnætur- innar. Og þannig liðu fleiri Ijúfar sumarnætur. Á sólskinsbjörtum morgnum, er bló'min brostu gegnum tár nætur- innar og fuglarnir færðu inöninm- um fyrstu morgunkveðju sína. Rjer- um við út í hólinann okkar. Þar sat Ester hjá mjer meðan jeg mál- aði vatnið, skóginn og hin fögru lokkandi fjöll í fjarska. Jeg sat oft- ast á tómri skyrtunni fyrir framan málaratrönurnar, því veðrið var heitt sem í suðrænum löndum. Is- lenskt sumar getur verið óviðjafn- anlegt. Stundum sat Ester hjá mjer þung- lynd og dreymandi eins og skógur- inn. Um hvað var hún að hugsa? — Um skipið er átti að bera hana út í veruleika lifsins? Hver veit? Jeg spurði hana aldrei að því. Til hvers hefði það verið? Aðeins til að hryggja okkur bæði. Við dreymdum áfram hugljúfa (lrauma er aldrei gátu ræst. Oltar var Ester samt gáskafull og kát og hló þá svo hátt að nátttröll- in er voru orðin að steini í fjöllun- um tóku undir með bergmáli sinu. Hún var náttúrubarnið, eins og fuglarnir í skóginum. Hvernig hefði lika þessi unga stúlka átt að vera öðru vísi. Hún var sólskinsbarnið með æskufjörið og gleðina logandi i æðum. Átti heitt hjarta og elskaði lifið. Stundum læddist hún aftan að mjer, þar sem jeg var að mála. lvitlaði mig í hálsinn með punt- strái eða smágréin, og gegndi þvi engu þótt jeg bæði hana vel um að hætta. Hún varð þess áfjáðari, þar til jeg henti penslunum frá mjer og hljóp á eftir henni, þar sem lnin flögraði á milli runnanna eins og sumarfiðrildin, er ljeku sjer i veð- urblíðunni. Hún lesti kjólinn sinn á greinunum og fyrir að ná henni var heitur ástríðu koss. Þannig leið sumarið í unaðssælu hugljúfra æskuvona. Er áttu skamm- vint lif, likt og vorblómin er deyja í hinni fyrstu hjelu haustnætur- innar. Það er liðið að hausti. — Sjórinn er dökkblár við ströndina. Fjöllin eru fjólublá og marglit í aftanroð- hafið. anum. Eldrauð sólin er að hverfa i Skipið var að leggja frá landi, er átli að bera hana burt frá mjer, litlu stúlkuna sem jeg elskaði. Ilver gat sagt um það, hvorl jeg fengi nokkurntíma að sjá hana aftur. Hún stóð út við borðstokkinn með fang- ið fult af rósum, er jeg hafði gefið henni að skilnaði. Við hlið hennar stóð faðir hennar, feitur og sælleg- ur eftir dvölina hjer og reykti vind- il af ánægju. En hún var svo hljóð og hrygg. Hún var að liugsa um sumardvölina og gleði sina á ís- landi. llún horfði á mig ástljúfum augum. Úr þeim skein söknuður og og þrá, er tilheyrði okkur einum. Skipsflautan gaf seinasta merkið. Örlaganornin og veruleikinn var að slíta seinustu handtökin i sund- ur. Við vorum hrifsuð úr draumum okkar. Skipið leið hægt og þögult frá uppfyllingunni — eins og hjarta sárin er hægt og þögul gróa með tímanum. — Við veifuðum hvitu vasaklútunum okkar til hvers ann- ars. I augum hennar tindruðu tár er fjellu svo niður á rauðu rósirn- ar mínar. Kall okkar var sem angist: — Vertu sæll Edward. — Vcrtu sæl Ester. Nöfnin okkar fjellu samhljóða í litrandi tónbylgjurnar er báru þau út í fjarlægðina og gleymskuna. Skijjið leið úr höfn. Mannfjöldinn á háfnargarðinum veifaði sem ein slór hönd er leggur blessun sina yf- ir skipið er leggur úl á veglausa, máttuga hafið. Jeg gekk einn út með ströndinni, til að sjá sem lengst til skipsins er bar hana burt frá mjer út i verald- arglauminn. Jeg settist á fremstu klöppina við sjóinn í þungum hugs- unum. En í dag horfði jeg á eftir vini út í fjarlægðina. — Ljósin á skipinu voru altaf að smá fjarlægj- ast, þar til þau hurfu með öllu, út við himinröndina, þar sem haf og himinn falla saman við sjóndeild- arliringinn. Eins og óvissa lífsins fellur saman við ókomna framtíð, er engin veit hvað býr i skauti sínu. Kveldið var kalt. Jeg sá ekki Ieng- ur neina fegurð i hausnæturyndinu. Öldurnar skullu kaldranalega upp að klöppunum, sem storkandi ör- lagahlátur. Það var söngur hafsins, um hamingju og ástir mannanna. — Um biturleika og hverfulleika lífs- ins. — Um miskunarleysi örlaganna og óskiljanlegan tilgang tilverunnar. Jeg byrgði höfuðið í höndum mjer og grjet einn í einverunni. Hvað margir skyldu þeir vera sem grátið hafa fyrstu æskuvonir sinar? Hvar dvelur hún nú, er á þessar minningar með mjer? — Hvað þýð- ir að spyrja að því? Hver mun svara því? — Hver þekkir iirlög mannanna? — Það eina sem jeg veit. Hún sigldi burt, eitthvað út i heiminn, eitthvað út í lífið. Blómin hafa lifnað og dá- ið. Fuglarnir komið og farið, ofl og mörgum sinnum síðan. En liana hefi jeg aldrei sjeð aftur. Þannig er lífið. Að mætast og skilja, gleym- ast og hverfa, annað hvort upp á móti birtunni eða eitthvað út í hinn ómælandi geim. — — Heimurinn breytir öllu í með- vitund mannanna. — Gerir réttlæti að ranglæti. — Fegurðina ........ Hreinleikann svartan. — Trúna að blekkjngu. — Gleðina að harmi. —- Vonina að biturleika. — Misþyrmir dygðinni. - Traðkar hið helga nið- ur í forina. —■ Fyrirlitur tárin er koma frá helsærðum hjörtum. En einu fær héimurinn aldrci grandað, ljúfustu æskuminningun- um, um fyrstu ástina er guðirnir gáfu okkur. 1’ær verða okkur helg- ari og dýrmætari með hverri stund er líður. Minningin um þig, Ester, er að- eins eitt sumar. En í heimi minn-1 inganna er það eilífl sumar. Sam- vera okkar var sem stjörnuhrap af himni hamingjunnar. Þú komst inn í líf mitt, eins og lítill vorboði, far- fugl, frá hinum suðrænu löndum æfintýranna, og söngst sól og sum- ar inn í sál mína. Og þeim söng gleymi jeg aldrei. ■— — í kveld krýp jeg við altari minn- inganna. Þar sem kyndlar liðinnar gleði brenna skærast. Ester, augun þín dökku og fögru á myudinni þinni hafa kallað mig á eintal, eins og svo oft áður. Jeg hefi sjeð sólina glitra yfir æskulöndin okkar. Kall- að það fram sem liefir verið geymt og grafið innifyrir með visnum, huldum blómum er tárin hafa vökv- að og varðveitt. Jeg liefi lifað upp aftur stundirnar okkar í birtu end- urminninganna, þótt fögru blómin sjeu fölnuð og gömlu strengirnir þöglir. — Alt er þetta horfið sem hyllinga- sýnir eða þroskamyndir. — Vor- draumar æskunnar liðnir. Æskufun- inn og æskuvonirnar kólnaðar. En í þess stað er kominn skýrari lífs- skoðun, þroskaðri hugsjónir og stærra víðsýni í sál mína. — Nú liggur æskan að baki mjer, með ljósfögrum og sorgmildu æfintýrun- um minum, eins og ljúfur draumur sem mig hefir dreymt fyrir löngu siðau.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.