Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1934, Side 5

Fálkinn - 05.05.1934, Side 5
F Á L K I N N 5 .{ þessari mynd sjesl hvernig lu'is hafa flust úr stað með flóðöldunni. Þarna sjest hás sem hefir lent á miðj- um veginum. til Álasunds um slysiö og beðið um hjálp. I TafjordbygS áttu alls heima um 280 manns. Af þeim fórust 40, 23 í Tafjord og 17 í Fjoraa. Á einum bænum i Tafjord druknuðu hjón og 8 börn þeirra, en einn sonur komst af. I öðru liúsi krömdust lijón til bana á- samt syni sínum, en kona lians og barn liennar björguSust með undursamlegum liætti. Á þriðja bænum fórust hjón með þremur börnum sínum. I Fjoraa fórust önnur hjón með þrjú börn, hjón með tvö börn og enn ein meS fjögur börn. Alls fórust á á báð- um stöðunum af fullorðnum 11 karlmenn og 12 konur en 17 börn. Hafnarfógetinn í Álasundi var var á fyrsta bátnum, sem kom til lijálpar. Lýsir bann ferðinni svo: — ViS áttum tveggja tíma sigling ófarna að slysstöðvunum þegar við fórum að verða þess varir, hve mikið hafði gengið á. Flóabáturinn varð að staðnæm- ast og við að fara i annan minni bát til þess að komast gegnum brakið, sem var eins og bráviði um allan fjörðinn, svo að skip- stjórnin kvaðst ekki gela farið ígra, vegna þess að skrúfan nnmdi brotna í brakinu. Þegar kom inn undir Tafjord var þar ekki nokkur bryggjustúfur. Brotin og brömluð Iiús voru á víð og dreif upp um kletta, en þar sem þorpið liafði staðið var að kalla auðn ein. Sonur klæðskerans i Tafjord, sem liafði druknað ásamt konu sinni og átta börnum, er einn eftir á lífi af fjölskyldunni, og má nærri geta að bann hefir upplifað liræðilega nótt. Var bann í sama liúsinu og f jölskylda hans. Hann fann að húsið lagð- ist alt í einu saman en lyftist svo bátt á loft og komst á fleygi- ferð en staðnæmdist lóks við gistihúsið á staðnum, um 200 metrum ofar. Ilann brotnaði og særðist en lóks þó að komast út úr húsflakinu og skríða um 50 metra upp frá fjöruborðinu en þar leið yfir liann. — Svo rækilega hefir flóðald- an látið greipar sópa um Ta- l jordþorpið, að það er ekki liægt að sjá, hvar liúsin hafa staðið, hvað þá meira. Eigi aðeins hús- in sjálf, heldur einnig undirstöð- ur þeirra eru svo rækilega þvegnar í burt, að ekkert sjest eftir. Fjármunatjónið við flóðöldu þessa er talið nema tæpri hálfri miljón króna. Að það varð ekki meira stafar af því, að þarna ROTTUVEIÐARINN FRÁ HAMELN. Ein af einkennilegustu þjóðsög- uin Þjóðverja, þjóðsagan uni rottu- veiðarann frá Hameln verður 650 ára í ár. Rottuveiðarinn gerði smá- bæinn Hameln við Weser heims- frægan og enn í dag ber bærinn merki sagnar þessarar. Rottuveið- arasagan kemur fram i fjölda bóka, á póstkortum og í bakaríum og súkkulaðigerðum bæjarins, er rott- an notuð sem einskonar skjaldar- merki. Og í sumar minnist bærinn rottuveiðarans með hátíðahöldum, býr yfirleitt fátækt fólk, sem lit- ið liefir umleikis og býr í lje- legum húsakynnum. Mesta fast- eignin á þessum slóðum er raf- orkustöðin, sem áður er nefnd og lcostaði um átta miljónir króna. En liún slapp. Áratugum eða jafnvel öldum saman hafa menn þótt vissir um, að nýpan í Heggurð blyti að brapa fyr eða siðar. Og loks þegar það varð þá varð það um miðja nótt. Ef flóðaldan hefði komið að degi til má gera ráð fyrir að mannskaðinn hefði orð- ið miklu minni en nú, þegar flóðið kom að öllum í fasta svefni. sem standa frá 20. maí til 2. sept- em,ber. Þaö er talið tvímælalaust, að þjóðsagan um rottuveiðarann hafi við einhverja sanna viðburði að styðjast, jafnvel þó að ekki hafi lekist að leiða rök að því. En sag- an er í fám dráttum á þessa leið: Einu sinni á miðöldum var óg- iirleg rottuplága í Hameln. Iiott- urnar flæddu yfir bæinn, átu upp matvæli fólksins, grófu undirstöð- urnar undan húsunum og því um líkt. Þá var það einn dag, árið 1284, að einkennilega klæddur hljóðfæraleikari kom í bæinn og bauð bæjarráðinu að eyða rotl- unni. Samdist nú um borgunina, en hana átti elcki að greiða fyr en rottan væri horfin. Og það kom á daginn, að aðkomumaðurinu hafði engu lofað upp í ermina á sjer. Hann gekk um göturnar og Ijek á flautu sína, en allar rottur og mýs eltu hann i stórhópum. Hann fór út ána og synti yfir hana og bljes, en allar rotturnar eltu hann og druknuðu í ánni. Fólkinu Ijetti þegar rottan var horfin, en nú fanst bæjarráðinu borgunin sem það hafði lofað of há og vildi ekki borga, Rottuveiðarinn varð þessu gramur og fór, en kom skömmu síðar lil bæjarins aftur, í dular- búningi. Svo var það einn sunnudag, að allir fullorðnir voru i kirkju. Og nú fór maðurinn að spila og nú voru það börnin, sem eltu hann. Hann hvarf og með honum öll börn bæjarins, frá fjögra til þrett- án ára; tvö börn aðeins höfðu dreg- ist aftur úr og varð annað þeirra blint og hitt heyrnarlaust, svo að þau gátu ekki sagt frá atburðin- um. Yms hús i Hanicln minna á þennan þjóðsöguatburð, þar á með- al Rottuveiðarahúsið, sem sjest hjer á myndinni og stendur í Bunget- osestrasse í Hameln. Á öðrum, enda hússins er stór tafla, sem á er rist sögnin um rottuveiðaraann og börnin 130, sem hurfu með honum. Og i kjallara kirkju einnar í Hameln er minnisvarði, sem tekinn hefir verið úr einu borgarhliðinu og er þar sagt, að borgarhliðið hafa verið reist 272 árum eftir að töframaðurinn hafði á burt með sjer 130 börn úr bænum. í „Brúð- kaupshúsinu“ svonefnda er einn minningartaflan enn, sem segir frá rottuveiðaranum og barnahvarfinu. Það var í þessu húsi, sem Tilly hershöfðingi hafði aðsetur árið 1631, er hann hafði her sinn undfr vopnum í 30-ára striðinu. Þega Kínverskir ritstjórar endur- senda handrit segir sagan að þetta sje gert á kurteysari hátt en í vest- urlöndum, því venjulega fylgi svo- látandi brjef: — Sjá, þjónn þinn fellur flatur til fóta þjer. Jeg beygi mig í duftið fyrir þjer og ákalla gæsku þína um að leyfa mjer að lifa og tala. Það hefir þóknast hinu háttvirta handriti, að láta ljós sitt skína á mina óverðugu sál. Speki þess gerði mig hugfanginn af hrifn- ingu. Aldrei hefi jeg vitað aðra eins hnittrii, andagift og háleita hugsun. Skjálfaiidi af ótta endursendi jeg þjer handritið. Þvi að ef jeg birti þennan fjársjóð, sem þú hefir sent mjer, þá mundi keisarinn krefjast þess að það yrði tekið til fyrir- myndar og að ekki mætti prenta neitt, sem ekki kæmist í námunda við það. En þekki maður bókment- irnar —- eins og jeg geri — þá veit maður, að í næstu tíu þúsund ár verður ekkert ritað, sem kemst í hálfkvisti við þetta, sem þú hefir sent oss. Þessvegna endursendi jeg handritið. Jeg bið þig þúsund sinri- um fyrirgefningar. Trú mjer, höfuð mitt liggur við fætur þínar. Gerðu við mig það sem þjer þóknast. -----x---- Ung stúlka i Varsjá hefir vakið svo mikla athygli fyrir dugnað sinn í vjelritun, að læknar óg sál- fræðingar hafa farið að rannsaka hæfileika hennar. Hún skrifar sam- timis tvö brjef ólíks efnis, án þess að nokur skekkja eða ritvilla sjá- ist á. Skrifar hún þá á tvær rit- vjelar samtímis, sina með hvorri hendi. Fjöldi verslana hafa gert henni há kauptilboð en hún þykist ekki fullsæmd af þeim og liefir því ráðist til fjölleikahúsa, þar sem hún leikur listir sínar og vekur furðu allra áhorfenda. Enska stúlkan Dorothy Sayers virðist ætla að vera arftaki Conan Doyle og Edgars Wallace sem reyf- arahöfundur. Síðasta bók hennar hefir selst betur en nokkur önnur bók í Englandi á sama tima. Hún kvað kunna sögurnar um Sherlock Ilolmes utan að og kvað það lengi hafa verið draumur hennar að gera sögupersónu, sem væri honum fremri. ----x---- í Hull var nýlega lialdinn sam- söngur sem vakti mikla athygli. Það var karlmannaflokkur sem skemti, og yngsti söngvarinn var 65 ára en sá elsti um áttrætt. Karlarnir þóttu syngja afbragðs vel, einkum neðri raddirnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.