Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.01.1935, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skradðaraþankar. Það er ekki neina eðlilegt, að mennirnir sjeu haldnir bölsýni á tímum erfiðleika og neyðar. Jafn- vel framsýnustu menn eru jafnan að meiru eða minna leyti háðir liðandi stund, og áhrifa þess sein næst er gætir metra en hins, sem liðið er hjá eða koma skal. Lítið kerti á borðinu lýsir þeim betur sem við borðið situr, en stjarnan á festingunni. Það er því afsakanlegt, þó að mönnum, sem lifað hafa lengst æf- innar við góð kjör og meðlæti, finnist þröngt fyrir dyrum, á yfir- standandi tímum heimskreppu og allskonar erfiðleika, og að þeim finnist heimurinn fara versnandi. En það er óafsakanleg staðreynd, að sumir menn eru svo gerðir, að þeim finst heimurinn altaf fara versnandi, hvernig sem árar og hvernig sein alt leikur í lyndi. Alt er verra en það var í þeirra ung- dæmi, alt á öfugri leið — hraðri leið í kalda kol. Og i sakleysi sínu fást ýmsar grunnhygnar sálir til þess að trúa þessum falsspámönnum. Þær at- huga ekki veiluna í spádómum þeirra og staðhæfingum, athuga elcki þá einföldu staðreynd, að ef spádómarnir hefðu komið fram væri alt komið í kalda kol fyrir löngu. Ef bölsýnisspádómarnir rættust, mundi hver einasta þjoð heims og allur heimurinn fara i hundana að minsta kosti á liverjum mannsaldri og hvert einasta ríki og lireppur í heiminum verða gjald- þrota á tíu ára fresti. Bjartsýnir menn hlæja að vísu að Krukkspám hinna svartsýnu og finst þær hvorki gera til nje fra. En þetta er misskilningur. Þær gera stórskaða. Þær breyta við- horfi og athöfnum margra, sem ekki vilja neita þeirri staðreynd, að heimurinn fari batnandi, dragu úr þeim kjarkinn og skapa kyrking og kyrstöðu. Og það getur kveðið svo mikið að þessum áhrifum, að heimurinn fari jafnvel versnandi í bili. Og þá verða til hin undur- samlegustu öfugmæli. Heimurinn lendir i ógöngum og verður að svelta tugi miljóna — af því að of mikið er framleitt af því, sem ménnirnir þurfa sjer til lífsviður- væris og þæginda! Stórveldin her- væðast og verja fimtungi allra rík- isteknanna til þess að smíða fall- byssur, sprengjur, flugvjelar og bryndreka — af þvi að þau vilja elcki stríð! Það er átrúnaðurinn á hið versta, LEIKHÚSIÐ : Piltur og stúlka. Á annan dag jól.á sýndi Leikfje- lag Reykjavíkur í fyrsta sinn sjón- leikinn „Piltur og stúlka“ við feyki- lega aðsókn. Höfundur sjónleiks- ins, Emil Thoroddsen, sem áður hefir samið leik upp úr skáldsög- undir á frumsýningunni, en hún var aukin um hljómsveit útvarpsins auk hinnar reglulegu hljómsveitar leikhússins, sem Karl Runólfsson stjórnar. Öll lögin, en þau eru mörg, sem fyrir koma í sjónleiknum eru Leiksviðið i í. þætti. Arndis Björnsdóttir og Alfred And- rjesson sem Guðrún og Kristján búðarmaðnr. unni „Maður og kona“, var að leik- lokum þakkað að verðleikum með rniklu lófaklappi og hann kallaður fram á leiksviðinu, en sjálfur stjórn- aði hann hljómsveitinni, sem ljelc Brgnjólfur Jóhannesson og Valur Gíslason sem Bárður og Guðmundur á Búrfelli. einnig eftir Emil Thoroddsen, sem liefir með sýningu þessa sjónleiks sannað, sem raunar var áður vitað, að hann er með fjölhæfustu lista- mönnum þessa lands. Leiksviðið i 4. þætti. Leiksýningin tókst prýðilega og fögnuðu áhorfendur mjög hinum þektu persónum sögunnar, svo sem Gróu á Leiti, Bárði á Búrfelli o. fl., sem þarna birtast ljóslifandi á leiksviðinu. Leikstjórnin var í liöndum Ind- sem fæðir af sjer þesskonar öfug- mæli. Enginn mundi hervæðast, ef hann gerði ekki ráð fyrir striði. En svo kémur stríðið eimnitt sem sjálfsögð afleiðing viðbúnaðarins. Og á sama liátt liindrar bölsýnin héimsþróunina. Magnea Sigurðsson og Kristján Kristjánsson sem Sigríður og Indriði. riða Waage, en Gunnar Hansen og Lárus Ingólfsson höfðu veg og vanda af liinum smekklegu leik- sviðum og búningum, en Hallgrími Bachmann, ljósameistara, hafði tek- ist að „galdra“ fram á hringhimin- inn skínandi fögur norðurljós í síðasta þætti leiksins og er það í fyrsta skifti, sem tekist hefir að sýna norðurljós á leiðsviði, svo kunnugt sje, með jafngóðum árangri. lg. VAN GIESSEN, flugmaður. Hinn ágæti hollenski flugmaður, van Giessen, er lijer dvaldi árlangt við fiug í þarfir vísinda, hefir ný- lega orðið fyrir þeirri sorg, að missa föður sinn á mjög sorglegan og óvenjulegan hátt. Van Giessen var í flugvjel sinni í lofti skamt frá þeim stað í Hol- landi, þar sem faðir hans er prest- ur. Prestur stóð ásamt fleira fólki fyrir utan húsið og var að horfa a soninn framkvæma alskonar „list- flug“ allhátt í lofti. Hann flaug „á höfðinu", steypti vjelinni í ótal sveiflum langt niður, hóf sig svo upp á ný og mun hafa verið ægí- legt á að líta. Gamla manninum varð svo mikið um þetta, að ákafur ótti grei|> hann, hann fjekk hjarta- slag og ljest. Van Giessen lenti heilu og höldnu á flugvellinum við Soester- berg, en þar var hann kallaður í simann til þess að segja honuin uin hið skyndilega fráfall föðurins meðan hann sjálfur var í lofti. Van Giessen gat sjer ágætt orð meðan hann var hjer á landi, sem frábær flugmaður, og eignaðisl hann hjer marga vini, sem sain- hryggjast honum af hjarta vegna þessa sorglega viðburðar. Hann tal- ar og ritar íslensku prýðilega og á brjefaviðskifti við marga menn hjer á landi — æfinlega á íslensku. Fyrir afrek sín hjer á landi var hann nýlega sæmdur Fálkaorð- unni. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.