Fálkinn - 05.01.1935, Blaðsíða 11
11
-F Á L K I N N
YNOSttf
LE/£NbURNIR
Hringekjan í horninu.
Hvernig smiðar þú þjer hringekju?
Þegar skiSlogar í ofninum i stofu-
horninu getur þú verið viss um, að
aS loftið er á hraSri hringrás kring-
um hettuua á honum. Og því ekki
aS nota sjer þetta og smiSa sjer
hringekju, sem snýst i sifellu vegna
loftrásarinnar lcringum ofninn.
Þú tekur pappa og skerS úr
spjaldinu kringlu, á stærð við disk
og sneiðir svo fjögur stykki innan
úr kringlunni, eins og sýnt er til
vinstri á myndinni. Kliptu síðan
fjóra vængi úr sterkum skrifpappír
og hafðu lögunina eins og sýnt er
með punktalínunni á myndinni og
límdu þá saman eins og hring. SíS-
an limirðu þessa hringi i götin á
skífunni að neðanverðu og lætur
þá vera á ská, svo að þeir nái eins
miklu lofti og unt er. LoftiS kem-
ur nefnilega upp frá ofninum og
knýr hjólið áfram um leið og það
lendir i hringunum. Fótinn undir
hringekjuna smíðar þú úr trje. Flöt-
inn ofan á standinum verður þú að
fægja vel, helst með sandpappir,
svo að núningsmótstaðan við hring-
ekjuna verði sem minst. Svo festir
þú hjólið ofan á fótinn með teikni-
bólu — hún verður öxullinn, sem
liringekjan snýst um. Þú mátt ekki
reka teiknibóluna of djúpt, svo að
hringurinn þvingist af henni, þvi
að þá getur hann ekki snúist. Og gott
er að hafa gatið á liringnum dálítið
rúmt. Nú vantar ekkert nema far-
þegana. Það eru fjórir litlir veð-
hlaupariddarar, sem þú klippir úr
pappa. Þeir eru látnir vera hver á
móti öSrum, tveir og tveir, svo að
jafnvægi verði á hringekjunni. SíS-
an læturðu hringekjuna á miSstöðv-
arofninn eða upp á ofninn og svo
skaltu sjá, hvað riddararnir kepp-
ast við að ná hver i annan. Þeir
ríða i hring á sifeldum spretti.
Veistu hvernig þú átt aS finna
norðurstjörnuna?
Jeg get að vísu samsint þjer í því,
að þegar maður horfir á nætur-
himininn með öllum þeim ógrynn-
um, sem þar eru af stjörnum, þá sje
þaS jafn vonlaust að finna eina á-
kveðna stjörnu þar, einsog að finna
títuprjón í heyhlöðu. En nú skul-
um við samt athuga málið. Flest
ykkar þekkja víst Karlsvagninn,
sem líka er kallaður Stóri-Björninn.
ViS skulum nú festa atigun á hon-
um og halda svo þaðan i leit aS
Norðurstjörnunni. ViS hugsum okk-
ur að við drögum línu upp frá aft-
urhjólunum af Karlsvagninum (a—-
b) og höldum áfram með þessa
línu þangaS til við lendum í stjörnu-
merki, liku Karlsvagninum i lagiúu
en stendur öfugt við hann. Þetta
stjörnumerki heitir Litli-Björninn
og lengst aftur í skottinu á honum
er NorSurstjarnan (c). Hún er altaf
í hánorðri, svo að það getur oft
verið mikils virði að þekkja hana
og geta notað hana fyrir áttavita.
é
Geturðu leyst úr þessari dular-
fullu gátu og fundið, hvernig 64
ferhyrningum getur fjölgað í 65?
Eins og þú sjerð á teikningunni
höfum við skift ferhyrningi, sem er
skift niður í 64 reiti, í fjóra hita,
og síðan sett þá saman í rjetthyrn-
ing, sem 65 reitir eru í. Hvernig
hefir myndin farið að því að stækka
um einn reit? ÞaS er spurningin,
sem þú átt að svara.
RÁÐNING: Ef þú átt krossstryk-
að blað þá geturðu undir eins gert
tilraunina, og ef þú leggur bitana
nákvæmlega saman, þannig að þeir
myndi rjetthyrning, þá sjerðu, aS
svolítið hil verður við hornalínuna
og stykin faila ekki nákvæmlega
saman. Úr þessari rifu, er 65. reit-
urinn orðinn til. RáSningin er ofur
einföld, en samt býst jeg við, að
hún standi i flestum, sem þú sýnir
gátuna.
Skemtilegur leikur.
Þegar jeg var krakki ljekum við
oft skemtilegan leik, sem við köll-
uðum Krókódílaveiði. Þá vorum við
svo heppin að hafa stórt og sterlcc
borð, sem þoldi sitt af hverju. Eitt
af okkur krökkunum, „krókódíilinn1’
var sett undir borðið, en við hin
tókum af okkur skóna og settumst
upp á það. Og .í sama bili hugsuð-
um við okkur, aS við værum stödd
á timburfleka úti á ánni Níl og
störðum í aliar áttir, því ekki viss-
um við, úr hvaða átt krókódillinn
mundi koma. „Krókódíllinn“ varð
að viðlagðri þungri refsingu að
standa á hnjánum og mátti ekki
fara út fyrir borðfæturna, en þið
getið trúað hvað við skræktum hátt,
ef honum tókst aS narta í okkur
með krumlunni. Sá sem nartað var
í varð að fara undir borðið og
verða krókódíll næst, en gamli
krókódíllinn kom upp á borðið og
var gerður að manni. Jeg get full-
vissað ykkur um, að við höfðuin
mikiS gaman af þessum leik, en eins
og jeg hefi sagt ykkur, var það gam-
alt og sterkt borð sem við höfðum
•— munið þið það.
Tóta frænka.
------ .i^ ♦ — ----
SAMSETNIN GARLEIKUR.
Þú skalt vera viss um, aS öllum
þykir gaman að leiknum, sem jeg
ætla að kenna þjer núna, og að þú
notar hann altaf þegar gestir koma
til þín. Áður en gestirnir lcoma
klippir þú nokkur brjefspjöld í 15—
20 stykki og leggur stykkin úr
hverju brjefspjaldi i umslag, þannig
að hvert kort sje í umslagi sjer —
nema einn bitann úr hverju korti
tekur þú og felur einhversstaðar í
í stofunni. Svo fá gestirnir hver
sitt umslag og eiga að leggja bitana
saman, þannig að myndin verði rjetí
þegar það er húið á maður að finna
þann bitann, sem falinn hefir verið
og bæta honum við myndina. Sá
sem fyrstur verður að þessu öllu
hefir unnið.
GÖMUL SAGA.
HefurSu heyrt söguna af kerling-
unni, sem týndi fimtíueyringnum
sínum? Hún varð svo skelfilega leið
yfir þessu, þvi að hún hafði ætlað
sjer að safna þangað til hún ætti
nóg til að kaupa sjer kanarífugl til
þess að hafa hjá sjer i elli sinni.
Og hún leitaði og leitaði. Hún leil-
aSi í saumakörfunni sinni, leitaði
undir gólfdúknum, leitaði i rúminu
sínu, helti meira að segja úr kola-
körfunni sinni til að leita, hvergi
fann hún fimtíu-eyringinn. Loks
tók hún gleraugnahúsin sín, opnaði
þau og fann.... Ja hvað heldurðu
að hún hafi fundið? Fimtiu-eyring-
inn? 0, sussu nei. Hún fann gler-
augui? sín, aumingja kerlingin. Vil-
anlega.
— Ilvernig stendur á þvi, að sii-
ungarnir stækka eftir að búið er að
veiða þá? spurði Jón litli mömmu
sina.
— Bull er i þjer, Nonni minn. Þú
getur víst skilið að fiskar vaxa ekki
eftir að þeir eru dauðir, svaraði
niamma.
— Já, en silungurinn, sem hann
pabbi veiddi í sumar verður altaf
stærri i hvert sinn sem hann segir
frá honum.
Fröken Sigriður var kenslukona
í efsta bekk barnaskólans og var
talsvert mislynd og oft önug, enda
farin aS pipra. Sjerstaklega ljet hún
gremju sína bitna á strák sem hjel
Lárus. En þessi Lárus var besti
drengur, og bekkjarsystkinum hans
þótti jafn vænt um hann eins og
þeim þótti lítið vænt um fröken
SigríSi.
Einn morgun rjett fyrir jólin,
þegar fröken Sigriður kom inn i
kenslustofuna, fann hún á borðina
hjá sjer lítinn böggul snyrtilega
umbúinn í silkipappír og ineð
rauðu bandi um. Hún gat sjer til
að þetta væri jólagjöf, sem bekk-
urinn hefði aurað saman í. Hún
opnaði böggulinn, en sjer lil skelf-
ingar sá hún, að inihaldið var —
frosið hrossatað!
— Hver hefir gert þetta öskraði
Frökin Sigríður, glóandi af reiSi.
Aldrei meiri þögn varð í heimi.
Enginn vildi segja til syndarans,
sem vitanlega var enginn annar en
Lárus litli.
Loksins rjetti Lárus upp hendina
og svaraði: — Ætli hesturinn hafi
ekki gert það, fröken.
Kennarinn — Getur þú sagt mjer
nokkuð um eyðileggingu Jerúsalems-
borgar.
Karl (alræmdur áflogagikkur) ■
... nei, jeg var ekki viðstaddur . .
Kennarinn: — Það var heppilegt.
Annars hefði víst miklu meira verið
eyðilagt.
Iiári litli keniur inn, ljómandi af
gleði og segir: — ViS höfum feng-
ið grammófón! ViS höfum fengíð
grammófón!
— Hvernig litur hann út?
— Það er stór kassi og inni í
kassanum situr lítill maður og syng-
ur og ofan á honuin er svört pönnu-
kaka og hringsnýst í sífellu.
— Æ, mamma, jeg misti körfuna.
— Það gerir ekkert til, væni
minn hún hefir víst ekki brotnað.
— Nei, mamma. En hún var full
ai' eggjum.
Enskt læknatímarit segir frá þvi,
að læknar fái enn sjúklinga, sem
afleiðingar af gaseitrun i ófriðn-
um sje fyrst nú að koma fram á.
Segir þarna, að ýmsir hermenn sem
urðu fyrir gasárás 1917 og töldu
sig sleppa viS afleiðingar af eitr-
inu, sjeu að veikjast nú. Þeir missa
sjónina og verða hjartveikir. Það
er sinnepsgasið, sem verkar svona
seint.
----x-----
Frú Elisabeth Chiocki frá Chica-
go höfðaði nýlega mál gegn manni
sínum til þess að fá skilnað frá
honum. Hún sagði frá því i rjett-
inum, að í þau 21 ár, sem þau hafi
verið gift, hafi hann hlaupið frá
sjer sextiu sinnum! Nú vill hún að
hann hlaupi — og komi aldrei
aftur.
----x-----
Mr. Arthur Baily var nýlega tek-
inn fastur í skemtigarði einum i
London fyrir að safna þar snígl-
um og möðkum. Hann skýrði frá
því í rjettinum, að hann væri at-
vinnulaus en hefði tekið upp á
þessu til þess að hafa ofan af fyrir
sjer. Suma dagana hafði hann selt
söfnum og einstökum mönnum
maSka fyrir heilt sterlingspund.
Hann var sýknaður.