Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1935, Side 3

Fálkinn - 15.06.1935, Side 3
F Á L K 1 N JN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifslofa í Oslo: A n t o n S c li j ö t h s g a d e 14. BlaðiS kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglijsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraðdaraþankar. Besta aðferðin til að sjá ekki hluti, sem vert er að sjá, er að at- huga þá. Til dæmis drauga. Einka- draugar manns sjálfs eru miklu eftirtektarverðari en vinirnir úr holdi og blóði, og svo á maður þá útaf fyrir sig. Og enginn hefir nokkurntíma sjeð draug. Þeir sjást ekki. Maður grilir aðeins í þá; þeim bregður fyrir og svo hverfa þeir. Hann er þar ekki núna, en þú ert tiandviss uni, að þú sást hann áðan. Mikilli þakklætisskuld standa inenn í við þessar merkilegu ver- ur, álfa, huldufólk og vofur. Mikið væri heimurdnn leiðinlegur ef mað- ur sæi aðeins það, sem maður get- ur sjeð. Svona er það líka með ýms sanu- indi, sem altaf eru að hrella oss; en sem við aldrei getum útskýrt. Þráustu staðreyndirnar eru þær, sem ekki er hægt að sanna. Venju- leg manneskja „finnur það á sjer“. „Jeg vildi óska að þú hefðir sem minst saman við þennan mann að sælda“, segir konan, „það er eins og því sje hvíslað að mjer, að þú hafir óþægindi af þvi“. Og þegar „þvi er hvísiað að kon- unni, er hest að vera á verði. Sál góðrar konu er eins og nef á spor- hundi, hún nasar pretti og prakk- ara löngu áður en maðurinn sjer nokkurn hlut. Fordómur eða sannfæring, sem eiginlega aðeins er sem innri mót- mæii og sem maður getur ekki gert sjer neina skýringu á, er miklu sterkara en nokkur trúarsetning á svörtu og hvítu. Við getum fengið okkur ofan af skoðun, sem við höf- um komist á fyrir rök, en við get- um ómögulega lcæft hugmynd, sem fæðst hefir í okkur, svo að segja án þess að við vissum af því. Með öðrum orðum: Skoðanir breytast en hjátrúin er eilíf. Fyrir þúsund árum var fólk lirætt við föstudaga, við töluna 13 og það var spáð i kaffikorg, maður trúði á á hrif stjarnanna, mátti ekki ganga undir stiga og ekki velta saltkerinu. Eftir þúsund ár verður sami átrún- aðurinn til i fylgsnum mannsand- ans. Það sem maður sjer aðeins bregða fyrir verður mest sann- færandi. Fegurð sem aðeins sjest i svip hefir sterkust áhrif. Hætta sem birtist snögglega en líður lijá er slcelfilegust. Sæi maður himinn eða helvíti rjett sem snöggvast eins og vofurnar mundu það verka miklu sterkar á mann en ef maður fengi að athuga það i næði. Frank Crane. W Brúðkaupsgjafir Islands. 1 síðustu utanför sinni afhenti Hermann Jónasson forsætisráð- herra Friðriki krónprins og Ingi- ríði krónprinsessu þau tvö lista- verk, sem hjer birtast myndir af, sem brúðargjöf frá íslensku þjóð- inni. Annað er hin gamalkunna standmynd Einars Jónssonar, „Lampinn", sem liann mótaði fyrir nálægt 15 árum, og vakið liefir að- dáun allra sem sjeð hafa. Hitt er nýtt málverk eftir Jón Stefánsson, sem fáir hafa þvi miður sjeð, vegna þess að málarinn lagði síðustu hönd á verkið skömmu áður en það var sent utan. Því miður gefur myndin ekki aliskostar rjetta hugmynd um málverkið —- forgrunnurinn er ljós- ari en vera skyldi, því að á mynd- inni er vatnsflöturinn dimmblár. En aðallitir myndarinnar eru blátl (vatn og fjöll í fjarska) og hvítt (svanirnir og jökulbungur). Myndin gefur í baksýn útsýn úr ofanverðri Hálsasveit og munu kunnugir fljótt kannast við Strútinn, Iíalmans- tunguna og lengst til hægri Eiríks- jökul. — Hafa gjafir þess'ar vakið mikla athygli erlendis á íslandi og íslenskri list og munu skipa heið- urssæti í hibýlum rikisarfa og drotningarefnis, þó að margt fagurt og veglegt hærist þeim brúðhjón- unum annarsstaðar að. Stærsla gjöfin er þau fengu, voru 400.000 krónur í peningum, sem ætlast er til að þau reisi sjer sum- arbústað fyrir. Þessir jieningar eru fengnir með frjálsum samskotum meðal dönsku þjóðarinnar. Færey- ingar gáfu þeim málverk, en einna sjerkennilegasta brúðkaupsgjöfin var lítil eftirlíking af svefnvagni, með áletruninni „Stockholm-Köben- havn“ og var hún frá Vett forstjóra í Magasin du Nord. Rakarinn; Þetta verða 75 aurar. — Hvernig stendur á því; það er 35 aurum dýrara en annars- staðar. — Haldið þjer kanske að þjer fáið heftiplásturinn ókeypis. Síra Matthías Eggertsson t Karl Guðmundsson lögreglu- Grímsey verður sjötugur í dag. þjónii verður fertugur á morgun.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.