Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.07.1935, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. A ðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sínii 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—0. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö 1 h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvefn laugardag. Askriftarverð-er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Anglýsingaverð: 20 aara millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Á hún að segja honum það? Jeg fjekk einkennilegt brjef hjerna um daginn. Ung stúlka skrifar mjer á þessa leið: „Jeg er á þrítugs aldri. Fyrír nokkrum árum gleymdi jeg mjer um stund og var svo óheppin og ófyrirgefanlega heimsk, að „mis- stíga“ mig á lífsins hálu braut. Jeg týndi ekki sálu minni en í athuga- leysi mínu setti jeg blett á sam- visku mína. Eftir nokkra stund vaknaði samviskan. Jeg sá á hvaða leið jeg var, og staðnæmdist. .Teg iðraðist sárlega verknaðar mins og hugsana. Jeg bað með sjálfri mjer um fyrirgefning og fanst jeg fá hana. Mjer datt ekki í hug, þegar jeg gerði mig seka i þessari synd, ao ástin mundi koma siðar og á- kæra mig. En nú er jeg ástl'angin af manui og hann elskar mig af öllum sín- um liuga. Hann heldur að jeg hati alla þá kosti, sem konan á að hafa og verður að bafa. Ef jeg segi hon- um sannleikann um fortíð mina, þá veit jeg að hann muni fyrirlita mig. Jeg finn, að ef jeg þegi áfrani, þá er jeg ekki verð áslar hans, og að jeg geri honum rangt til með þvi að giftast honum og svíkja hann með þögninni. Hvað á jeg að gera? Á jeg að segja honum upp alla sögu? Jeg hafði haldið að iðrun og frómt líf- erni mundi afmá alla synd; en jeg get ekki fundið frið eftir að ástin er komin inn í tilveru mína og jeg stend sem sakborningur l'yrir dómstóli hennar. Er jeg verðug ástar góðs manns? Eða á jeg að hafna honum og loka kærleikann úti um aldur og æfi, vegna þess að mjer hefir orðið það á, sem ekki skytdi ? Jeg veit að fyrra líferni unnusta iníns hefir heldur ekki verið ólast- anlegt, og hann hefir ekki gert neitl til að dylja það fyrir mjer. En mjer finst þetta vera öðru vísi, þeg- ar það varðar kvenfólk. Á jeg að segja honuin frá öllu saman? Eða á jeg að þegja?“ Frh. Frank Crane. Það er í fyrsta skifti i sögu landsins, að núna fyrir skömmu fór hver að gjósa, fyrir tilstilii mannavalda. Bogi A. Þórðarson frá Lágafelli, sem á flesta hverina í Hveragerði í Ölfusi, hefir með nýj- um umbúnaði komið gömlum hver til verka á ný, og gýs hann nú svo rösklega, að sagt er að gosstrókur- inn komist í alt að 70 feta hæð. Hjer birtist mynd af hvernum, sem er nú tvíinælalaust hæsti goshver á Islandi. Er staðurinn svo stutt frá Beykjavík, að gera má ráð fyrir, að bæði innlendir menn og erlendir sæki þennan nýja stað heim frekar en flesta aðra. Gullbrúðkaup eiga þ. 1A. þ. m. hjónin fvú Þórunn og Davíð Scheving Tliorsteinsson læknir, Þingholtsstræti 27. Sigurður Ilalldórsson trésmíða- Gottskálk G. Björnsson, trje- meistari Þingholtsstræti 7 verð- smiður Borgarnesi varð 65 ára ur 60 ára 10. þ- m. 29- júní. Íslandsfllíman. Islandsglíman var háð á íþrótta- vellinum síðastliðið mánudagskvöld 1. júlí. Keppeudur voru skráðir 0 en aðeins 5 mættu til leiks allir frá Glíniufjelaginu Ármann. Voru það þeir Sigurður Thorarenseu, I-árus Salómonsson, Ágúst Kristjáns- son, Skúli Þorleifsson og Gunnar Salómonsson. Yfirleitt var glíman góð og sjerstaka athygli vakti glím- an milli Ágústar Kristjánssonar og Sigurðar Thorarensen. Úrslit urðu þau að Sigurður Thorarensen hlaut enn Glímubelti 1. S. í. ásamt nafn- bótinni glímukonungur Islands, Sigurðar Thorarensen glimukonunq- nr Istands. liafði hann 3 + 1 vinning. Ágúst Kristjánsson lilaut Stefnuhornið aftur og þarmeð nafnbótina glímu- snillingur íslands, fjekk hann 3 vinninga. Lárus Salómonsson hafði 2 vinninga. Skúli Þorleifsson 2 vinn- inga og Gunnar Salómonsson engan. Áður en fslandsglíman hófst sýndi úrvalsflokkur drengja úr glíniu- ljelaginu Ármann fimleika undir stjórn Vignis Andressonar og þótti flokknum takast prýðilega. Agúst Kristjánsson glimusnillingur íslands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.