Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1935, Page 8

Fálkinn - 06.07.1935, Page 8
8 F Á L K I N N Unyu stúlkurnar, sem sjást á mynd- inni að ofan til vinstri eru fram- reiðslustúlkur í farþegaflugvjelum svissneska flugfjelagsins. Þær fljúga land úr landi á hverjum degi, svo að segja má í hókstaflegum skilningi, að heimurinn liggi fyrir fótum þeiri-a. 1 hinum miklu veiðiferðum í Indlandi taka eigi aðeins þátt veiðimennirnir sjálfir heldur fjöldi áhorfenda líka. Leigja þeir sjer fíla í ferðalagið og hafa besta útsýni af bakinu á þeim. Myndin hjer að ofan er úr einu slíku ferðalagi. Bændur í Englandi hafa nýlega gert allsherjar mótmæli um land alt, útaf því, að tíundin, sem þeim sje gert að greiða til prests og kirkju, sje of liá. Myndin á miðri blaðsíðunni sýnir bændur í Kent á mótmælafundi út af þessu. Nýlega var haldinn í Kaupmanna- höfn alþjóðafundur lögreglustjóra. Var hann haldinn í Kristjánsborg- arhöll og rædd þar ýms málefni löggæslunnar, sem einkum krefjast samstarfs lögreglunnar í ýmsum löndum, svo sem ráðstafanir geyn ylæpamönnum, sem ferðast land úr landi og hafa með sjer alþjóðlegan fjelagsskap, ráðstafanir gegn al- þjóða myntföisurum og fleira því /íkt. Myndin hjer til vinstri sýnir ýmsa af þátttakendum þessarai• ráðstefnu. Frá vinslri sjást: Hans Adler frá Wien, sem er sjerfræðing- ur í alþjóðleyri löggæslu, mr. Mur- phy frá Wasliingtón, aðalritari al- þjóðlegu ylæpamannalögreglunnar, Oscar Dressler hirðráð frá Berlín, M. Poltaszek, aðalfulltrúi Póllands á ráðstefnunni, mr. Norman Kendal frá Scotland Yard og loks M. Vana- sek að tala við Thune Jakobsen tögreglust jóra Kaupmannahafnar, en hann er jafnframt settur for- stjóri ríkislögreylunnar dönsku. t t

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.