Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1935, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.07.1935, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 YNGSW l£f&NbVRMIR Sitt af hverju. Vatnskikir. Við höfum i rauninni ákaflega ó- ljósa hugmynd uni, hvað gerist á sjávarbotni, því að sjálfur vatns- flöturinn byrgir oftast auganu sýn, svo að við sjáum ekki nema yfir- borðið sjálft. Ef við viljum fá tækifæri tii að skoða það sem gerist í sjónum, til dæmis líf fiskanna og hreyfingar þeirra, þá verðum við að koma okkur öðruvísi fyrir. Við verðum að eignast vatnskiki, en hann er gerður úr löngum pjáturshólk með gleri i endanum. í hólkinn notum við pját- urþynnu, sem er uhi einn meter á lengd og 50 sentimetra breið og hún er vafin saman í hólk og lóðuð saman um samskeytin. Ef þið finnið gamlan hólk úr þakrennu þá má vel nota hann og það sparar ykktir mikla fyrirhöfn. í neðri endann á hólknum er lóðaður 3 millimetra breiður stálhringur, og glerið, sem verður að vera hringmyndað, fest á hann með kitti, þannig að vatn kom- ist ekki inn um samskeytin. Og vit- anlega Verður hólkurinn sjálfur að vera vatnsheldur. Það er gott að mála hólkinn svartan að innan til jtess að forðast geislabrot i honum. Ef j)ið svo reynið að stinga hólkn- uni ofan í vatn og kíkja gegnum hann verðið þið áreiðanlega hissa á að sjá hvað þið sjáið langt ofan i vatnið. Þar sem sjórinn er tær sjáið þið i botn á alt að tuttugu inetrá dýpi. Og el' þið hafið svartan dúk yfir höfðinu meðan þið kíkið, þa sjáið þið ennþá betur. Teikhilistin. Það er list sem fáir kuiina, að geta fest með línum á pappírinn það sem fyrir augað l)er, en jafnvel þó maður hafi litla teiknigáfu þá getur niaður samt með lagi komið ýmsu á pappirinn, ef maður notar aðferð- ina sem drengurinn hjerna á mynd- inni hefir fundið upp á. Viíji mað- ur til dæmis íeikna liús eða lands- íag þanníg að stæfðartíiutföílin og fjarlægðirnar sjeu nærri sanni, fær maður sjer glerrúðu og Íitarblýant sem tekur á gler. Maður festir gler- ið á stólpa. eða grind og horfir gegnum það úr ákveðinni fjarlægð og strikar á glerið það sem maður sjer í gegnum það. Eftir að maður hefir þannig dregið upp aðaldrætt- ina i myndinni getur maður eftir á teiknað það sem minna er um vert. Alta-talna braðiö. Þú leggur fjórar svartar og fjórar hvítar tölur í röð, þannig að hvítt og svart skiftist á. Líka má nota fjóra tvíeyringa og fjóra tíeyringa í staðinn fyrir svart og hvítt. Nú er galdurinn sá, að flytja tölurnar til, þannig að þær svörtu liggi saman í röðinni og þær hvítu saman. Og það má ekki flytja nema fjórum sinn- um, og flytja altaf tvær samliggjandi tölur í einu. Reyndu þetta áður en þú litur á ráðninguna. Jeg efast uin að þjer takist það. En það er fljót- lært al' ráðningunni. Þar sjerðu í 0*0*0Ö'» f’ö'öcom oo • *—OOOÖ'é'ÖQ* <c ööoöé'ém.m D. efstu röð hvað maður flytur fyrst og síðan hverja færslu fyrir sig þangað til svörtu tölurnar eru all- ar komnar til hægri en þær hvítu til vinstri. Tölurnar, sem sýndar eru með punktahringnum, eru þær sem fluttar eru í hvert skifti. Tóta frænka. Hvar er Kalli? spurði mainma. —- Hann var svo óþægur að jeg ljet hann inn í kompu, svarar pabbi. — En svo sagði jeg honum áðan, að nú skildi tíann koma úl aflur. En hann vildi það ekki. — Það skil jeg vel, svarar mamma. ■— Jeg geymdi allar kök- nrnar sem jeg bakaði í morgun, inni í kompunni. Jeg hef nú alist upp hjá fá- tækum, en aldrei hef jeg þó feng- ið jafn litla köku og í dag, sagði Oddur háleggur þegar hann hafði farið til altaris i fyrsta sinn. Mikið er undir viðhorfinu komið i henni veröld. Maður einn var kærður lyrir tvíkvæni í fimta sinn og dómarinn sþurði hann alvarléga hversvegna hann gerði þennan skratta. — Jeg er altaf að reyna að finríá góða konu! svaraði mann- garmur.inn. 1. Freddy og Teddy ætla út að 2. En þegar þeir eru komnir æfa sig í vetraríþróttúm. d skautana eru þeir ekki eins háir í hattinum. 5. Freddy dettur ráð i hng. fí. Og svo bjargar hann þeim vel — á fjórum fótum. 3. Hana nú! Dettur hann Teddy L Hana núl Freddy gerir það ekki á bossann! lika. Vitið þjer? aö reykháfar stóru ameríkuskip- anna eru svo stórir, að járnbrautar- lestir gætu hæglega ekið i gegnum þá, ef þeir væru lagðir á jörðu. — aö þrjú heimsfræg þjóðskáld eru fædd sama árið, 1809. Það voru þeir Franz Liszt, Frederick Chopin og F"elix Mendelsohn. Undarlegt er líka að skírnarnöfn þeirra allra byrjar á F. Ari siðar fæddusl Wag- ner og Schumann, báðir heimsfræg tónskáld. Skírnarnöfn þeirra byrja líka á sama staf, sem sje Richard Wagner og Robert Schumann. aö allar stjörnur eru ekki eins litar. Sumar eru rauðar, aðrar blá- leitar og sumar gular eða hvítar. Bláleitu stjörnurnar eru heitastar, þar næst eru hvitu stjörnurnar. Þær gulu og rauðu eru þær köld- ustu. Upton Sinclair er farinn til Rússlands og ætlar að skrifa næslu bókina sína þaðan. ----x---- Vellauðugur Ameríkuinaður misti um dagin veskið sitt, en í þvi voru 14.000 dollarar í peningum. Fátæk- ur maður fann veskið og kom því til skila. En hvað gerði auðmaður- inn? Hann tók i hendina á finn- anda og þakkaði honum ástsamlega fyrir ómakið. Gaf honum engin fundarlaun. ----x-—— Fyrir 20 árum keypti amerísk kona brúðu handa dóttur sinm. Litlu stúikunni þótti afarvænt um leikfangið og fór vel með það. Hún er nú fullorðin, er sjálf gift og á litla dóttur. Um daginn tók hún leikfangið upp úr kistu sinni og ætlaði að gera við það. Hausinn var losnður. En hvað finnur hún? Leikhússjónauka og inn í honum nríða með ýmsum tölum. Menn hyggja að þetta sje leyniskeyti, sem einhver njósnarinn í heimsstyrjöld- inni hafi sent, en aldrei komið lil skila. Norskur bóndi týndi gullhringn- uin sinum fyrir 4 árum síðan. Um daginn slátraði hann einni kúnm sinni. Hvað skeður? 1 maga hennar lá gullhringurinn hans, gljáandi og fagur. ----x---- Charles Lindbergh er í þann veginn að leggja á stað í flugferð tii Kina. ----x---- Christine Valenz heitir spönsk stúlka i litlum bæ nálægt Madrid. Hún hafði verið oft, — altof oft, með inanni, og fólk í bænum var farið að tala um þau sein hjónaefni. Christ- ine er af ríkum foreldrum og þau lu’öfðust nú þess, að þau giftust. Brúðkaupið stóð með „pomp og prakt“, stór veizla og mikill fagn- aður. En rjett eftir að alt veizlu- fólkið hafði fylgt þeim til hins nýja heimkynnis ungu hjónanna, heyrðust tvö skammbyssuskot. Þeg- ar komið var inn í herbergin, lá inaðurinn dauður á gólfinu, en frú- in deyjandi. Hún liafði skotið mann- inn sinn og sjálfa sig á eftir. A- stæðan var sú að hún vissi að maðurinn elskaði hana ekki leng- ur, en vildi giftast honum af þvi að foreldrarnir kröfðust þess. ----x---- í Ameriku er það orðið að skemt- un fyrir fólkið, að fara á uppboð og kaupa hluti, sem átt hafa ræn- ingjar og bófar sein lögreglan hefir handsamað og dæmdir hafa verið til dauða. Bifreið Dillingers var seld á mörg þúsund dollara, af þvi sæt- in í henni voru blóðug. Kaðall, sem bófar höfðu hengt svertingja í, komst upp i 1145 dollara og sú sem keypti var þekt leikkoiia. Aftur á móti fengust aðeins 80 dollarar fyrir bif- reið, sem kostað hafði 30.000 doll- ara. En luin var heldur ekki blóðug, -----------------x---- í London fanst um daginn beina- grind af konu, sem menn ætla að hafi verið myrt fyrir 20 árum. Þá hvarf leikkona á undarlegan hátt og hefir aidrei tii hennar spurst siðan. I>að skeður margt i stórri horg í margmenninu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.