Fálkinn - 06.07.1935, Page 12
12
F Á L K I N N
%
Njósnarar
Skáldsaga
eftir
William le Queux.
En þó hann vildi nú fara vel aö lienni,
hataði hún liann engu síður en þegar hann
var að ógna henni.
— Jeg kom yður áfram, var það ekki?
spurði liann í sínum blíðasta málróm. —
Ef jeg hefði ekki gert það —- hvar væruð
þjer þá stödd? Þá liefðuð þjer fáein pund
á viku í einhverju ómerkilegu fjölleikaliúsi.
— Verið þjer ekki að minna mig á það,
sagði hún kjökrandi. — Jeg var gæfusamari
í fátækt minni. Bara að jeg hefði aldrei liitt
yður. Hvers virði er velgengni mín og pen-
ingarnir í samanburði við þessa hræðilegu
martröð, sem livilir á mjer nú?
Grimdarsvipurinn kom aftur á andlit
Salmons. — Nú er of seint að hugsa um
það, Claudia. Jeg hitti yður og nú liggja
vegir okkar saman, umsaminn tíma. Þjer
vitið, livað jeg lieimta af yður, til þess að
verða ekki óvinur yðar. Það er til einskis
að tala frekar um það. Jeg hef sagt yður,
liver skylda yðar er, og nú keinur lil yðar
kasta að uppfylla liana.
Hún fór út úr skrifstofunni með þessi
orð hljóma'ndi í eyrum sínum, en höfuðið
ringlað af kveljandi hugsunum. Hún liafði
beitt sinni litlu greind á móti þessum slótt-
uga djöfli, og hann var ennþá húsbóndi
hennar. Hún var ambátt hans og hann
myndi neyða hana til hlýðni við sig,
nema ....
Hræðilegar hugsanir komu upp í huga
hennar, er liún gekk eftir götunni og vissi
valla hvert hún var að fara, Auðvitað var til
fljótleg leið út úr þessu öllu. En þorði hún
að fara þá leið? Allur liennar innri maður
reis öndverður gegn slíku ragmensku-úr-
ræði. Salmon skjddi aldrei reka hana til að
fremja sjálfsmorð.
En mótstöðuafl hennar hafði verið brotið
á bak aftur meðan á stóð þessu stutta sam-
tali. Hingað lil hafði hún geymt leyndar-
mál sitt, en nú var sá tími kominn að hún
neyddist til að trúa einhverjum fyrir því.
Hún hafði ekki marga, sem hún gat trúað
fyrir leyndarmálinu; helst föður sinn og
Maudie Farrell. Veslings Beppo gamli var
lamaður á sál og líkama, svo enginn mögu-
leiki var að hann gæti lijálpað henni.
Það leið á nokkru áður en hún gæti liert
upp liugann til að segja vinstúlku sinni frá
öllu saman. Hún var hrædd við dóm þess-
arar heiðarlegu ensku stúlku, sem sjálf
myndi aldrei lála sjer detta í liug að hreyta
gegn samvisku sinni.
Hún valdi af ásettu ráði rökkrið til að
segja frá leyndarmáli sínu. Þegar svo var
orðið dimt, að ekki sást vel í andlit henni,
sagði hún Maudie Farrell, hvernig hún
hefði látið freistast og væri nú þrælijundin
föntum, sem einskis svifust.
Hvað sem lingfrú Farrell kann að hafa
hugsað, er liún ldustaði á söguna hálfkæfða
í ekka, þá gerði hún að minsta kosti engar
athugasemdir. Þegar sögunni var lokið,
skildi hún alt og aumkaði Claudiu.
— Ef jeg liefði verið nærri, hefðirðu
aldrei gert þetta, sagði hún, hægt og alvar-
lega. Manstu eftir skeytinu, sem jeg sendi
þjer sem svar uppá fyrsta brjefið þitt?
Claudia mundi það orði til orðs.
— Jeg sagði þjer þá, eins og jeg segi þjer
aftur núna, að trúa Charles Laidlaw fyrir
því öllu. Mjer fanst það áriðandi þá, en
enn meir áríðandi nú. Jeg er að vísu hara
kvenmaður, en jeg held jeg sje þó hyggn-
ari en kvenfólk gerist almennast, og jeg
segi þjer að þetta er karlmanns verk. Farðu
til unnusta þíns í kvöld og segðu honum
söguna orðrjett eins og þú hefir sagt mjer
hana.
— Og ef hann sparkar i mig og fyrirlítur
mig? spurði Claudia skjálfandi.
Ungfrú Farrell gekk um gólf i æsingi. —
Jafnvel þó það verði — og það er það
versta, sem getur orðið — þá mun hann
samt gefa þjer ráð til að losna úr klóm
þeirra. Hann finnur eitthvert ráð til að losa
þig og sennilega kemur hann upp um þá
sjálfa um leið.
Claudia stóð upp og gleymdi i svipinn
öllu hugarvíli. Nú skein hugrekkið út úr
augum hennar.
Þú hqfir ó rjettu að standa, elsku
Maudie. Þú hefir gefið mjer hugrekkið aft-
ur. Jeg skal fara til lians nú strax. Ef liann
er ekki við, ætla jeg að bíða þangað til hann
kemur.
Ungfrú Farrell náði í hatt liennar og kápu
og hjálpaði henni í. En þá kom liræðsla
aftur og rak hugrekkið aftur á flótta.
Veslings stúlkan hnje aftur niður á stól-
inn, skjálfandi af hræðslu við verkið, sem
hún var nýhúin að hressa upp hugann til
að framkvæma.
— Jeg get það ekki — jeg get það ekki!
æpti hún í örvæntingu. — Það er ekki af
þráa, lieldur blátt áfram af hræðslu. Það
er ekki af því, að jeg vilji það ekki. Jeg get
blátt áfram ekki staðið augliti til auglitis
við hann og sagt honum það, sem jeg var
að segja þjer. Jeg þoli ekki að sjá ástina
slokna út úr augum hans og sjá hann fyrir-
líta mig. Jeg vildi heldur horfast í augu við
dauðann.
Ungfrú Farrell þagði litla sturid. Ef hún
var reið við vinstúlku sína fyrir hugleysi
hennar, sýndi hún það að minsta kosti ekki.
IJún lagði höndina mjúkt á öxl vinstúlku
sinnar.
— Claudia — jeg vil ekki segja að jeg
skilji allar tilfinningar þínar, en jeg skil
að minsta kosti sumar þeirra og líklega
nógu margar. Ef j)ig skortir hugrekki, viltu
J)á lofa mjer að fara til hans og segja lion-
um það, sem liann á heimtingu á að vita?
Claudia stökk upp með leiftrandi augu.
Maudie, ætlarðu að gera þetta fyrir
mig? Ætlarðu að biðja fyrir mjer? Viltu
segja honum, að jeg hafi látið þig fara af
hræðslu við að missa hann?
Nokkrum augnablikum síðar var ungfrú
Farrell tijbúin. Hún þrýsti kossi á heita kinn
Claudiu.
— Jeg hugsa, að jeg verði góður talsmað-
ur, sagði hún. En svo dalt henni annað í
hug og hún sagði:
Komdu með mjer og bíddu í vagnin-
um fyrir utan. Svo kem jeg að minsta
kosti með einhver skilaboð um hæl frá þín-
um elskaða Carlo.
XX. KAPÍTULI.
Cliarles Laidlaw var nýbúinn með brjef,
sem höfðu orðið að bíða of lengi. Hann
lagði frá sjer pennann og andvarpaði af á-
nægju. Þjónn lians hafði kveykt á ralljósinu
fyrir hálftima. llann leit á úrið sitt.
— Mjer jtykir orðið áliðið, sagði liann við
sjálfan sig. — Engin furða þó jeg sje orðinn
svangur. Jeg held jeg verði að fá mjer ein-
hvern matarbita i klúhhnum og skreppa svo
dálitla stund til Claudiu.
En það átti ekki af honum að ganga að
verða tafinn. Dyrnar opnuðust og Simntons
tilkynti gest. Það var ungfrú Farrell.
Hann varð liissa er hann tók eftir því, að
framkoma hennar var hikandi og vandræða-
leg. Hann hafði ekki sjeð hana nema þau fáu
skifti, sem hún hafði verið með þeim Claudiu
og honum, og auðvitað hafði hún við slik
tækifæri ekki tranað sjer frarn.
En Jjað, sem liann liafði tekið eftir henni,
var heldur henni í hag. Hún var ekki glæsi-
leg, og hafði enga Jtá töfra til að hera, sem
unnusta lians hafði. En hinsvegar var liann
viss um, að hak við Jætta yfirlætislausa útlit
lægju mikilir mannkostir, viljal'esta og vel-
vild.
Hún hafði aldrei fyrr komið heim til lians
enda Jpótt hann liqfði einhverntíma hoðið
henni með Claudiu sem milligöngumarini.
Hvað var nú á seiði er hún kom svona ó-
vænt? Hafði liún einliverjar slæmar frjettir
að færa? Var Claudia veik eða hafði hún
orðið fyrir slysi ?
,Hann fölnaði við J)á tilhugsun. Bödd lians
skalf er hann ávarpaði stúlkuna, sem stóð
Jiarna liikandi.
— Gleður mig að sjá yður, ungfrú Farr-
ell! En jeg verð dálítið órólegur. Þetta er
seinl að koma í heimsókn. Þjer færið þó
ekki slæmar frjettir?
Auðvitað var hún við því búin, að það yrði
fyrsta liugsun hans, er hún kæmi svo seint
og flýtti sjer að segja, að svo væri ekki.
— Það er náttúrlega heimskulegt af mjer
að gera yður svona ónæði, sagði hún, — en
mjer var ómögulegt að bíða með það. En það
hefir ekki skeð neitt af Jjví, sem J)jer lialdið.
Claudia er heilbrigð og örugg.
Æsingurinn, sem liún hafði komist í með-
an hún var að tala við vinkonu sína og nleð-
vitundin um J)að, liversu viðkvæmt mál Jjetta
væri, og ef lil vill ervitt — því Jiað fanst
henni nú, er hún stóð augliti lil auglitis við
þennan hreinskilna og heiðarlega mann —
alt Jjetta gerði J)að að verkum, að hún varð
feimin og hikandi.
Laidlaw andvarpaði eins og honum ljelti,
og eðlilegi liturinn kom smátt og smátt í
andlit lians. Hann var aftur eins og hann
átti að sjer.
IJann ýtti hægindastól að stúlkunni. —
Gerið svo vel að fá yður sæti, ungfrú Farrell.
Jeg varð hræddur eins og kjáni, þegar jcg sá
yður í dyrunum. En Jjjer segið, að Claudia
sje heilbrigð og örugg. Þá getur ekki neitt
verulegt verið að. Þjer komið með einliver
skilaboð frá henni, hýst jeg við?
Stúlkán var dálítið ringluð og átti erfitt