Fálkinn - 06.07.1935, Blaðsíða 14
14
FÁLKIMN
SÆNSKA FERÐAFJELAGIÐ.
Frh. af bls. 5.
afmælishátíð haldin. Ríkisjárn-
brautirnar höfðu boðið fram
tvær feiknalangar aukalestir og
með þeim fóru gestirnir, 1400
manns frá Stokkhólini. Var
haldið beint í hátíðarsal háskól-
ans þegar til Uppsala kom og
voru þar saman komin um 1800
ihanns. Á hverju sæti lá bók
með árituðu nafni þess sem
sætið átti, „kronika“ um 50 ára
starfsemi fjelagsins. A fundin-
um í hátíðasalnum flutti forseti
fjelagsins aðalræðuna en ámilli
ræðanna sungu „Orphei Drán-
gar“ hið fræga stúdentasöngfje-
lag Uppsala undir stjórn Hugo
Alvén tónskálds. A þeim fundi
afhenti krónprinsinn gullmedal-
iu fjelagsins þremur mönnum,
þeim Chr. L. Jensen hæstarjett-
armálaflutningsmanni formanni
norska ferðafjelagsins, frí-
lierra Gerard de Geer prófessor
í náttúruvísindum og Carl
Svedelius rektor, sem öðrum
fremur hefir beitt sjer fyrir
ferðalögum æskunnar.
Að loknum fundi var lialdið
áleiðis til Uppsala Slott og lýsti
röð af mörg hundruð kyndlum
leiðina þangað frá háskólanum,
en bál loguðu þar fyrir ulan.
Höll þessi, sem margir merkir
viðburðir eru við tengdir í sögu
Svia — þar varð Kristín drotn-
ing m. a. að leggja niður völd-
in — hefir nýlega verið gerð
upp að innan, en er sjaldan
opin almenningi. Þó ekki sje
þar skrautinu fyrir að fara þá
hafa hinir hvítkölkuðu veggir
og digi-u ómáluðu bjálkarnir í
loftinu meiri áhrif á þann sem
sjer en nokkurt skraut, og ó-
sjálfrátt finst manni maður vera
horfinn til liðinna alda í þess-
um salakynnum. í göngunum
er opinn arinn með eldi á skið-
um, gólfið er úr steini og hvergi
vottar fyrir því skrauti og þæg-
indum, sem nútímamaðurinn
hefir vanist. í veislusalnum er
ekkert rafljós, en 500 vaxkerti
loguðu á borðum. Maður hefði
. jafnvel getað búist við að sjá
heila nautsskrokka steikta þar
á teini, en þó varð það ekki.
Annars var maturinn fremur ó-
brotinn, en framleiðsla var öll
svo stundvís og nákvæm, að
það var líkast þvi að þær áttiu
stúlkur sem gengu um beina,
hefðu vanist heraga.
Ræður voru allmargar en þó
ekki um of. Forseti mælti fyrir
minni konungs, en ritarinn fyr-
ir minni erlendra gesta (á
frönsku) en fyrir þeirra hönd
þakkaði Henneberg forseti al-
þjóðasambands ferðafjelaga. Er
hann Svisslendingur. Fyrir hönd
norrænna gesta þakkaði sjer-
staklega Chr. L. Jensen hæsta-
rjettarmálaflutningsmaður. En
aðalræðuna fyrir minni fjelags-
ins, hjelt Gustaf krónprins, sem
þarna var staddur ásamt börn-
um sínum þremur og Eugen
PÓSTMÁLAÞINGIÐ í OSLO.
Sjötta norræna póstinálaþingið
var haldið i Osló fyrir skömmu og
hófst í Hátíðasal Hóskólans norska,
prins frænda sínum.Talaði hann
sköruglega og mæltist vel. En
Öjsten Unden ráðherra þakkaði
l’yrir matinn. — Gestir í þess-
uih hópi voru um 640 og mátti
segja að þarna væri saman
komið flest af stórmennum
þjóðarinnar. Þar var erkihisk-
upinn, sjö ráðherrar og fimtán
iandshöfðingjar, aragrúi af
sendiherrum, próféssorum og
allskonar vísindamönnum hlaðn-
ir krossum og heiðursmerkjum
ofan úr hálsmáli og niður á
mjöðm. Þar voru trúnaðarmenn
ljelagsins úr öllum áttum og
vöktu þar mesta athygli mína
Dalakarl einn breiður og búst-
inn í bygðaklæðum sínum og
Lappahjón ein í sparifötum sín-
um, norðan úr Abisko.
Klukkan 12 var svo haldið
aftur til Stockholm. Það er ekki
nema klukkutíma leið, en samt
hafði þótt vissara, ef einhver
yrði svangur, að hafa lieitar
pylsur og öl í vögnunum, handa
þeim sem hafa vildu. Og þær
gengu út. Þar stýfðu bæði lands-
höfðingjar og Lappar úr hnefa
á leiðinni og ljetu sjer vel
smakka. — — — —
Þó að hátíð þessi væri íburð-
arlítil í raun og veru var yfir
henni sá blær, að mjer verður
Iiún minnisstæð. Þrátt fyrir all-
an mannfjöldann varð aldrei
nein fyrirstaða á neinu, undir-
búningurinn var svo gerhugsað-
ur að hvergi bar út af í fram-
kvæmdinni. Svenska Turist-
förening kann fleira en að und-
irbúa ferðalög. Starfsfólk henn-
ar veit hvað skipulag er og
hvernig á að skifta með sjer
verkum.
Sk. Sk.
„Aulen“. Frá SvíþjóS mættu 120
manns, frá íslandi einn — Sigurður
Baldvinsson póstmeistari — frá
Finnlandi 34 og frá Noregi um
Fyrsta ársfjórðung þessa árs voru
aðeins framin 50 morð í Chicago.
Það eru 23 morðum færra en á
sama tíma í fyrra. Borgin er að
missa metið, sem mesta ræningja
og þorpara borg í heimi.
----x------
Blöðin í Batavía segja frá því, að
bróðlega eigi fram að fara „hreins-
un frumskógarins“ í nánd við Atjeh.
Ástæðan til þess er sú, að fólkið þar
í hjeraðinu hefir sjeð heljarstóran
apa þar á veiðum. Hann er miklu
stærri en venjulegur Orangtang, þó
þeir sjeu stórir, og svo sterkur, að
hann hefir sjest rífa upp stór trje
með rót. Ekki hefir apinn enn róð-
ist á fólk en fólkið er dauðhrælt
og þorir ekki að ferðast um skóg-
ana nema vel vopnað. Það er sagt,
400. Myndin sem hjer fylgir, er
tekin af fyrsta fundi þingsins, í hó-
tíðasal Hóskólans í Osló.
að þetta sje stærsti apinn, sem sög-
ur fara af.
----x-----
Frá Ástralíu kemur sú fregn, að
þriggja ára strákur sj.e orðinn al-
skeggjaðuur, eins og fúllorðinn mað-
ur. Skeggið fór skyndilega að vaxa
á stráknum og hafa menn aldrei
sjeð annað eins. Það hefir orðið að
raka strákinn að minsta kosti einu
sinni á dag, því annars litur hann
út eins og api i framan. Foreldr-
arnir eru nú að liugsa um að taka
sjer ferð á hendur til Norðurálfu til
þess að sýna skeggjaða strákinn
fyrir peninga.
Alt með Eimskip.
Frú ólöf Finnsdóttir frá Tungu í Fá-
skrúðsfirði, nú til lieimilis á Reynistað
við Skerjafjörð verður sjötug 6. f). m.