Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1936, Side 4

Fálkinn - 04.01.1936, Side 4
4 FÁLKINN JÓN HELGASON: Um skíðaíþróttina. Skíðaíþróttin hefir nú á síðustu árum i'anð sannkallaða sigurför víða um lönd, og er nú jafnvel svo komið að menn láta sjer ekki lengur nægja hið upprunalega timabil — veturinn — til þess að iðka þessa göfugu íþrótt, en eru einnig teknir að stunda skíðaferðir að sumarlagi í brennandi sólarhita, hæði í sand- auðnum Afríku — Sahara — og í Ameríku — klettafjöllunum. Þá eru menn og einnig teknir að iðka skíðaiþróttina á malbikuðum brautum viðsvegar um Mið-Evrópu, og þá á einskonar völtuskíðum, og „Fálkinn‘“ mun hafa flutt þau tið- indi, að í Frakklandi (París) hafi verið bygð „skíðahöll", þar sem hægt væri að iðka íþróttina á „til- búnum“ snjó. Skiðaíþróttin er annars geysilega gömul íþrótt, og mun hafa borist til Norðurlanda sunnan og austan úr Asíu. Friðþjófur Nansen helgar einn kafla í bóka sinni „Pá ski over Grönland“ sögu skíðaíþróttar- innar, og er þar talið að íþróttin hafi borist til Finnlands með „Finn- um“ og „Urgum“, en til Svíþjóðar og Noregs með „Aríum“. Einhverj- ar sagnir munu vera til, sem telja skíðaíþróttina eldri i Finnlandi, heldur en þetta, og hafi hún verið þar í landi þegar „Finnar“ fluttust þangað. Elstu sagnir sem til eru um skíða- íþróttina, eru tengdar við Finn- land, en þar hefir fundist skíði i jörðu, sem fornleifafræðingar telja að minsta kosti 3400 ára gamalt. Norðmenn telja skíðaíþróttina jafn gamla bygð Noregs, og er þess getið i fornsögum, að „Norr“ — hinn eig- inlegi landnemi Noregs — hal'i kom- ið til landsins á skíðum, og er þess jafnframt getið, að hann hafi hald- ið kyrru fyrir í „Kvenlandi" (Finn- landi) og biðið þar skíðafæris, en síðan haldið áfram för sinni til Noregs þegar snjóar voru orðnir nægilegir, og þannig lokið síðasta áfanganum til hins fyrirheitna lands á skíðum. Elstu sagnir, sem staðfestar verða á vísindalegan hátt um aldur skíða- íþróttarinnar í Noregi munu vera miðaðar við framhluta af skíði (smiðað úr eik) sem fanst þar í jörðu ekki alls fyrir löngu, og tal- ið er 2500 ára gamalt. Það sem mesta undrun hefir vak- ið viðvíkjandi þessum forngrip, er lögun skiðisins og beygja sem hvort- tveggja hefir haldist óskemt, og gefur í engu eftir þeim skíðum sem mesta aðdáun hafa hlotið á siðari timum: Þelamerkurskíðunum. Skiði þetta er einhver hinn glæsilegasti boðberi um skíðamenningu fornald- armanna sem til er, og bendir ómót- mælanlega til þess að íþróttin hafi verið á mjög háu stígi þegar það var smíðað. Þá hefir einnig fundist skíði (árið 1918) i Noregi, sem tal- ið er geysilega gámalt (var i þriggja feta dýpt) og eru á því fótstuðnings- brúnir úr trje, og ber það ótvírætt með sjer að skilningur manna á íþróttinni liefir þá verið búinn að ná afar miklum þroska. í Svíþjóð hafa eirinig fundist skíði sem talin eru a. m. k. jafn gömul (2500 ára). Þykir alt benda til þess, að á þessum fornu öldum — eir- og stein- öldinni — hafi skíðaiþróttin og skilningur manna á henni verið á mjög háu stigi þar i landi, og eftir ýmsu að dæma sem fundist hefir frá miklu seinni tímum viðvíkjandi skíðaiþróttinni, virðist svo sem um afturför hafi verið að ræða. í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hefir skíðaiþróttin átl aðalheim- kynni um áralangt tímabil, og fra þessum löndum hefir hún nú á sið- ustu árum borist út um mörg önn- ur lönd. Að líkindum liefir skíðaferðum til forna ekki verið skipað í flokk með íþróttum í venjulegri nútíma- mei'kingu, heldur munu skíðaferðir fyrst og fremst hafa verið iðkaðar sem hver annar nauðsynlegur og góður liður í lífsbaráttu almennings, sjerstaklega í sambandi við ferða- lög og' dýraveiðar, og um Sverrir konung er þess beinlínis getið að hann hafi látið menn sína teinja sjer skíðaferðir af hernaðarlegum ástæðum. í Sviþjóð eru til æfa gamlar sagri- ir um notkun skíðanna í þágu liern- aðarins, og ein af frægustu skíða- ferðum sem sögur fara af, fór fram i Svíþjóð fyrir rúmum 400 árum er Gústaf Vasa tókst á hendur forustu þjóðarinnar, gegn harðstjórum þeim þþ fóru með völdin í landinu. Hafði hann áður gjört tilraun til þess, en ekki hlotið það fylgi sem hann taldi sjer nauðsynlegt. '# i Gramdist honum það svo, að hann ákvað að fara af landi burt, og var hann lcominn alla leið að landa- mærum Noregs þegar sendimenn — tveir „Dala-karlar“, sem sendir voru á eftir honum, náðu honum og gátu talið hann á að hverfa heim aftur. Til minningar um þessa sögulegu skíðaferð, hafa Svíar nú valið leið þá og vegalengd —60 rastir — sein Gústaf Vasa og fylgdarmenn hans fóru, til innanlandskeppni í skiða- göngu. Er kappleikur þessi — Vasa- hlaupið — stofnaður árið 1922, (á 400 ára afmæli atburðarins) og tal- inn meðal merkustu íþróttaviðburða þar í landi, og mun annars vera eitthvert liið mesta íþróttaþrekvirki sem til er. f Noregi er til sá aragrúi af af- rekssögum um skíðaferðir, að ó- kleyft er að velja þar úr, en af ýmsu má þó sjá, að um það leiti sem sögur hefjast hjer á landi, hafa skíðaferðir verið komnar á afar hátt stig þar, og nægir í því sam- bandi að nefna afrek Hemings, sem frá íþróttalegu sjónarmiði sjeð, mun varla eiga sjer hliðstætt dæmi. í Finnlandi er skíðaíþróttin talin elst á Norðurlöndum, og má ráða það af þvi t. d., að Finnar eru víða i fornsögum nefndir „Skriðfinnar", að þeir hafa verið taldir óvenjulega vel að sjer í skíðaíþróttinni. Kemur þetta sjerstaklega fram í hinni gömlu og merku lögbók okkar íslendinga „Grágás“, þar sem það meðal ann- ars er tekið fram viðvíkjandi þeim sem sekir urðu, eða gengið höfðu á gerðar sættir: að þeir skuli „Vargs- frækr svá víða sem — fiðr skríðr == Finninn rennur, fura vex, Valr flýgr várlangann dag, stendr honom bein(t) byr undir báða vængi. Þessi Iagagrein Grágásar (sem Fr. Nansen heldur fram að sje tekin upp eftir öðrum og miklu eldri lög- um), er að líkindum eitthvert besta sönnunargagn sem til er viðvíkjandi skíðaíþróttinni i fornöld, og tekur eiginlega af öll tvimæli um það, að skíðaíþróttinni hefir verið skipað- ur sess i allra fremstu röð þeirra afreksverka seni menn þá gátu talið sjer til ágætis. Þrátt fyrir hinn háa aldur skíða- íþróttarinnar, stendur hún þó i nú- tímamerkingu, ekki í beinu sam- handi við fornöldina, en er alment rakin til eins bygðarlags í Noregi: „Þelamerkur", en íbúar þessa bygð- arlags Þelamerkurbúar eða „Þel- merkingar“ vöktu á sjer sjerstaka, og að því er virðist óvenjulega at- hygli, þegar þeir, eftir miðja síð- astliðna öld komu fram á sjónarsvið- ið, og sýndu „listir“ sinar, t. d. í höfuðborginni, og þá fyrst og fremst fyrir fádæma Jeikni í brekkuhlaupi og sveiflum. Voru jiað hin svonefndu „Sla- lám“J) hlaiip, sem þeir iðkuðu og mesta atbygli munu hafa vakið. Er hlaupinu lýst liannig, að efst i fjall- inu hafi verið hlaupið kringum bergsnös (Bergknute), stokkið fram af hengju 10—20 stikur, stokkið yf- ir torfærur — t. d. jarðfasta steina — og að síðustu hafi hlaupið verið látið enda á lítilli flöt sem haíi verið nægilega vel afgirt til þess, að skíðamaðurinn gæti með engu móti haldið áfram, en yrði nauðugur vilj- ugur að stöðva ferð sína, og vakti sveiflu-leikni þeirra afarmikla undr- un, og þótti höfuðstaðarbúum sem ]iar væri um algerlega nýtt fyrir- brigði að ræða, enda er sveifla sú, sem við „Þelmerkinga“ er kend „Þelamerkursveiflan“ alger and- ’) „Slalom“ er rangnefni. Rjetta nafnið „Sla-lám“ er myndað af tveim orðum „Sla“ = halli eða snið, og „l&m“ = braut eða slóð (Löipe). „Sla-lám“ gæti á íslensku þýtt: sniðbraut en hlaupið: „Sniðbrautar- hlaup“, og væri þó „Snið-brekku- hlaup“ að ýmsu leyti rjettast nafn á hlaupum þessum. stæða þeirrar sveiflu, sem lcend er við höfuðstað Noregs „Kristianiusveifl- unnar“. Yl'irleitt þótti allur bragur (still) skíðaíþrótarinnar hinn feg- ursti, og taka langt frárri þvi sem menn þá höfðu vanist alment, og eftir þetta fér svo skiðaíþróttin að breytast í það horf sem ríkt hefir fram á síðustu ár, og eru öll helstu atriði íþróttarinnar rakin til þessa tímabils, seinni helmings síðastlið- innar aldar. Þá eiga „Þelmerkingar“ einnig heiðurinn af því að hafa gjört þá endurbót á skiðunum, sem þótti taka öllu öðru fram, Þelamerkur- skiðið, og við það hafa allar skiða- verksmiðjur miðað gerðir sínar i höfuðatriðunum. Lappar hafa jafnan verið hinir mestu afreksmenn' í skíðaferðum, en þó með alt öðrum liætti en Norð- menn, og er sá mismunur skiljan- legur með tilliti til hins mikla mun- ar sem er á lífskjörum og menn- ingar þessara nágranna. Helstu afreksverk Lappa voru fyrst og fremst fólgin í löngum vegalengdum og afarmiklu þoli. Getur Fr. Nansen um það í fyr- nefndum kafla um sögu skíðaiþrótt- arinnar í bók sinrri „P& Ski over Grönland", (bls. 124), að lengsta kappganga á skíðum, sem sögur fari af, hafi verið liáð í Jokkmokk í norður Svíþjóð dagana 3. og 4. apríl árið 1884. Fyrstu verðlaun hlaut Lappi að nafni Lars Tuorda 37 ára að aldri, og fór hann vegalengdina, — sem samkvæmt úrskurði dómend- anna var 220 rastir —■ á 21 klukku- tíma og 22 mínútum, en sá sem annar varð (sömuleiðis Lappi 40 ára) hafi verið rjettum 5 sekúndum seinni, og af þeim 6 keppendum 4 sem fyrslir urðu að marki (þar af 5 Lappar) hafi sá síðasti verið 46 mínútum seinni en sá sem fyrstur varð, eri leiðin sem farin var, liafi i að mestu leyti verið um flatlendi og að miklu leyti um isilögð stöðu- vötn. Annað atriði, sem mjög var rómað, voru hreindýraferðir Lappa, hæði á sleðum og skíðum, og mun það hafa verið hin helsta og þjóðlegasta íþrótt þeirra að láta hreindýrið draga sig. Frásagriir af þessum skiðaferðum Lappa, bera það með sjer, að þær liafa verið hin mesta íþrótt og vandasöm, sjerstaklega ef svo bar undir að dýrin fældust eða voru fæld, en það mun hafa borið við og er snarræði Lappa við brugðið undir þéim kringumstæðum. Sjálfir munu þeir lítið hafa gjört til þess að halda þessari iþrótt sinni á lofli, nenia þá í því skyni, að efla hróð- ur hreindýra sinna, 'en það mun hafa verið þeim mikið metnáðar- mál, að -eiga góð hreindýr, en til þess að fá úrskurð um mismunandi gæði þeirra, voru þessar skiðaferð- ir hinar ákjósanlegustu. Eitt atriði hefir gjört nafn Lappa

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.